Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 3. september 2008 25 Stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, Smáfuglar, er komin í forval fyrir Óskarsverðlaunin sem verða afhent næsta vor. Með því að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Melbourne fyrr í sumar fór myndin sjálfkrafa í hóp þeirra sem valið er úr þegar kosnar eru þær fimm myndir sem fá tilnefningu. Fyrsta stuttmynd Rúnars, Síðasti bærinn, hlaut tilnefningu til Óskarsins árið 2006 sem besta stuttmyndin. Smáfuglar, eða 2 Birds, hefur fengið mjög góðar viðtökur á kvikmyndahátíðum erlendis. Um síðustu helgi var hún sýnd við góðan orðstír á hinni virtu kvikmyndahátíð í Tellur- ide í Colorado auk þess sem hún hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni Noci sem var haldin á Suður-Ítalíu á dögunum. Einnig má geta þess að tvær íslenskar kvikmyndir hafa verði valdar til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem verður haldin 4. til 13. september. Um er að ræða Brúðgum- ann í leikstjórn Baltasars Kormáks og Sveitabrúðkaup í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 3. september ➜ Sýningar Rainbow Clippings Magnús Pálsson sýnir hljóðljóð í START ART, lista- mannahúsi, Laugavegi 12b. Opið þri.- lau. frá kl. 13-17. Sýningunni lýkur 24. september. ➜ Myndlist Kraftur og mýkt Sigrún Ólafsdóttir er með yfirlitssýningu á teikningum og skúlptúrum. Sýningin stendur yfir til 29. september. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Opið alla daga frá kl. 11-17 nema þriðjudaga. Opið fimmtudaga til 21.00. RÚNAR RÚNARSSON Stuttmynd Rúnars, Smáfuglar, er komin í forval fyrir Óskarsverðlaunin sem verða afhent næsta vor. Smáfuglar í forvali Ef það er eitthvað sem allir smá- bæir eiga sameiginlegt, þá er það þörf þeirra sem þar búa til að kom- ast í burtu. Þetta á ekki síst við um smábæi sem eru staðsettir mikið norðar en heilbrigt getur talist að búa. Um 700.000 manns búa í Winni- peg í Manitoba, og þar eru yfirvöld mjög meðvituð um þetta vandamál. Í Winnipeg er hvert ár haldinn rat- leikur þar sem þátttakendur ferð- ast vítt og breitt um bæinn. Vinn- ingshafinn fær lestarmiða í burtu í verðlaun, en leikurinn er þannig settur upp að fólk er nýbúið að sjá allt það fallegasta í bænum og eng- inn hefur því nokkurn tímann nýtt sér verðlaunin. Hér er þó einhver sem hefur ákveðið að gera það, og lítur nú til baka. Myndin er því byggð upp af sögum úr æsku leikstjórans. Sumar sögurnar hljóma æði ótrúlegar. Í einni frjósa hestar í ís þannig að höfuð þeirra standa upp úr allan veturinn. Þetta þykir bæjarbúum rómantískur kvöldgöngustaður og næsta haust verður mikið um barnsfæðingar. Í spjalli að lokinni sýningu spyr Björk Guðmundsdótt- ir leikstjórann hvort þetta sé sönn saga og hann sver fyrir það. Yfirlýst markmið Maddins er að skapa kanadískar goðsögur, en hann segir Kanada standa öðrum þjóðum að baki hvað það varðar að setja sjálfa sig fram á þann hátt. Móðir Maddins er íslensk og því hefur hann ef til vill slíka áráttu í blóðinu. Að minnsta kosti kemur þetta heim og saman við nýlegar íslenskar myndir eins og Skrapp út eða Mýrina, sem virðast á margan hátt frekar gerðar til að sýna útlendingum það sem við höldum að þeir vilji sjá en hvernig við raun- verulega upplifum okkur sjálf. Myndin My Winnipeg er þannig full af litlum myndskeiðum sem hvert og eitt hefðu getað verið efni- viður í heila bíómynd. Enda er hug- myndaauðgin svo mikil að áhorf- andinn á í mestu erfiðleikum með að taka allt inn. Líklega væri gaman að horfa á hana aftur, enda er hún næstum byggð upp eins og sinfón- ía. Stundum er hamagangurinn mikill og rólegri kaflar inn á milli, sum stef eru endurtekin og allt endar þetta á fallegum Coda. Við erum í Winnipeg, komin ansi langt frá Hollywood. Hvert sem sannleiksgildi hennar er, er My Winnipeg að minnsta kosti afar vel heppnuð mynd. Einhvern tímann sagði ég að önnur Maddin- mynd, The Saddest Music in the World, væri einhver besta mynd í heimi. My Winnipeg er ekki mikið síðri. Valur Gunnarsson Frosnir hesthausar KVIKMYNDIR My Winnipeg Leikstjóri: Guy Maddin. Kanada 2007. ★★★★★ ➜ Tónleikar 20.00 Carion blásarakvintett frá Danmörku heldur tónleika á Kjar- valsstöðum. 20.30 Montaña Retro Stefson held- ur tónleika á Organ af því tilefni að hljómsveitin var að klára sína fyrstu plötu. Ásamt Retro Stefson koma fram Sudden Weather Change. Einnig verða sýndar teikningar eftir Gylfa Sigurðsson og Jón Ingva Seljeseth. Aðgangur ókeypis. ➜ Málþing 14.00 Umhverfisdagar Í Norræna húsinu verða fyrirlestrar um mynd- un umhverfisvænna samfélaga. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Silfurtilboð í september Andlitsbað: kr. 5000,– Líkamsnudd: kr. 4900,– Litun og plokkun: kr. 2800,– L a u g a v e g u r 6 6 , 2 . h . S í m i 5 5 2 2 4 6 0 S N Y R T I S T O F A N Gildir til 15. sept. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á GLITNIR.IS EÐA Í SÍMA 440 4000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.