Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 2
2 3. september 2008 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL „Það er verst að læknir skuli hafa greint þetta á rangan hátt,“ segir Einar Þórðar- son, faðir drengs sem veiktist hastarlega af salmonellusýkingu á Rhodos í ágúst. Sonur Einars var í tíu pilta hópi æskuvina úr Grafarvogi sem hélt til Rhodos 9. ágúst síðastliðinn. Hópurinn dvaldist á hótelinu Forum Beach og var þar í fullu fæði. „Þeir borðuðu á hótelinu fyrsta kvöldið og hádegismat daginn eftir. Um kvöldið veiktust þeir einn af öðrum. Það sama gerðist með sjö af átta meðlimum tveggja íslenskra fjölskyldna og átta úr fimmtán manna hópi úr Mennta- skólanum í Kópavogi,“ segir Einar. Sumir Íslendinganna fóru til læknis og fengu, að sögn Einars, þann úrskurð að þeir hefðu smit- ast af vírus og var gefið lyf sam- kvæmt því. Eftir heimkomuna til Íslands 23. ágúst kom hins vegar í ljós að um salmonellusýkingu var að ræða. Að sögn Einars var einn pilturinn svo illa haldinn að hann reyndist þurfa á aðgerð að halda. „Og annar fjölskyldufaðirinn fékk sýkinguna í liði og er enn veikur,“ segir Einar. Drengir í hópnum halda því fram að aðbúnaðurinn á Forum Beach hafi verið fyrir neðan allar hellur. Hótelið hafi verið afar óþrifalegt og að maturinn hafi verið mjög ólystugur. Endað hafi með að þeir hafi neytt flestra sinna máltíða utan hótelsins þrátt fyrir að hafa greitt fyrir fullt fæði. „Það er vont að viðbrögð farar- stjóranna voru bara afneitun á því hversu ástandið var alvarlegt,“ segir Einar sem kveður þá sem sýktust nú hafa borið saman bækur sínar. Þeir vilji fá bætur og vari aðra við. Sóttvarnarlæknir hér heima hefur rannsakað málið og rekur sýkinguna til hótelsins ytra. Hann hefur verið í sambandi við erlend sóttvarnaryfirvöld. Hópur Svía sem dvaldist á hótelinu sýktist einnig. Tómas Gestsson, forstjóri Heimsferða, segir að til að geta gert kröfu á Forum Beach þurfi meðal annars að liggja fyrir skjal- festar sjúkdómsgreiningar sem hægt sé að senda utan. „Við munum aðstoða okkar farþega til að ná fram rétti sínum en til þess þurfum við að hafa eitthvað í höndunum. Það getur vel verið að þetta fólk hafi borðað eitthvað annars staðar,“ bendir Tómas á og segir að fjöldi annarra gesta á hót- elinu hafi ekki veikst. Forstjórinn er ekki sammála því að starfsmenn Heimsferða hafi verið sinnulitlir. „Við reyndum að gera eins og við gátum.“ gar@frettabladid.is Þeir borðuðu á hótelinu fyrsta kvöldið og hádeg- ismat daginn eftir. Um kvöldið veiktust þeir enn af öðrum. EINAR ÞÓRÐARSON FAÐIR DRENGS SEM VEIKTIST ® Hafdís, fallið þið enn í kram- ið? „Já, heldur betur, og erum langt því frá að lenda í ellikröm.“ Hafdís Árnadóttir er eigandi Kramhússins, sem fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. HEILBRIGÐISMÁL Stjórnendur Fæð- ingardeildarinnar hjá Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja ætla að sækja um undanþágur í boðuðu tveggja sólarhringa verkfalli ljósmæðra sem hefst á miðnætti í kvöld. Ef allt gengur eftir verður ein ljós- móðir á dagvakt og ein á nætur- vakt í verkfallinu. Sjúkraliði verð- ur á kvöldvakt eins og alltaf en engin ljósmóðir. Ein ljósmóðir verður hins vegar á bakvakt á Suð- urnesjum og verður hún kölluð til ef þörf krefur. Magnús Skúlason, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sendi í gær frá sér tilkynningu um að sótt yrði um heimild hjá undan- þágunefnd í dag um að ávallt sé ljósmóðir á vakt á fæðingardeild- inni á Selfossi í verkfallinu. Mæðravernd félli hins vegar niður á heilsugæslustöðinni í Laugarási. Mönnun á fæðingar- og sængur- legudeild Landspítala verður með eðlilegum hætti ef verkfall skell- ur á. Anna Stefánsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir að þjónustu- stig verði óbreytt hvað fæðingar varðar í verkfallinu. „Við erum að undirbúa það að veita alla nauðsynlega þjónustu við fæðandi konur og munum gera það,“ segir hún. „Við verðum með heila sængurlegudeild opna og okkar áætlun gerir ráð fyrir að þar geti konur fætt. Okkar neyð- aráætlun gerir ráð fyrir að við sinnum þeim konum sem leita til okkar.“ Í dag verður skipað í undan- þágunefnd, sem skipuð verður einum fulltrúa heilbrigðisráðu- neytisins og einum fulltrúa Ljós- mæðrafélagsins. Samningafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á morgun. Guðlaugur Þór Þórðar- son heilbrigðisráðherra kveðst ekki úrkula vonar um að samn- inganefndum takist að ná samn- ingum. - ghs VILJA LJÓSMÓÐUR Á VAKT Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja sækir um undan- þágur fyrir ljósmóður á vakt í dag og sama gildir um Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja. Ljósmóðir verður því kannski á vakt á báðum stöðum þrátt fyrir verkfall. Heilbrigðisstofnanir búa sig undir verkfall ljósmæðra í kvöld: Sækja um undanþágur í dag DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið út þrjár ákærur á hendur einstaklingum sem ráðist hafa gróflega að lögreglumönnum við skyldustörf. Málin hafa öll verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Rúmlega þrítugur Hafnfirðingur var ákærður fyrir að sparka í vinstri sköflung lögreglumanns, sem var við störf í Leifsstöð. Lögreglumaðurinn hlaut nokkra áverka þegar maðurinn sparkaði í hann. Sami einstaklingur var einnig ákærður fyrir að hafa sparkað í klof annars lögreglumanns í lögreglu- bifreið sem hafði verið stöðvuð við hringtorg á mótum Ásbrautar og Strandgötu í Hafnarfirði. Þá var annar einstaklingur á fimmtugsaldri, einnig úr Hafnarfirði, ákærður fyrir að hafa rifið í hár lögreglukonu, sem þar var við skyldustörf, stungið fingrum sínum upp í munn hennar, klórað hana í tannholdið og slegið hana með krepptum hnefa í vinstri kjálka. Hún hlaut opið sár á vör og í munnhol sem sauma þurfti með nokkrum sporum og eymsli hægra megin í kjálka og kjálkalið. - jss LÖGREGLUMENN Lögreglumenn mega búa við árásir og hótan- ir þegar þeir eru við skyldustörf eins og dæmin sanna. Ríkissaksóknari ákærir vegna líkamsárása: Grófar árásir á lögreglumenn Íslendingahópur fékk salmonellu á Rhodos Framhaldsskólanemar og fjölskyldufólk vill bætur vegna salmonellusýkingar og lélegs aðbúnaðar á Rhodos. Forstjóri Heimsferða segir orsök veikindanna enn óljósa en sóttvarnarlæknir á Íslandi rekur sýkinguna til hótelsins ytra. VEIKTUST Á RHODOS „Þessi ferð var alger skita,“ er samdóma álit piltanna úr Grafar- vogi sem sýktust af salmonellu á Rhodos. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÖGREGLUMÁL Manninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi undanfarna daga vegna gruns um kynferðis- brot gegn fósturdóttur sinni var sleppt úr haldi í gær, þar sem rannsóknarhagsmunir voru ekki lengur til staðar. Maðurinn var handtekinn fyrir réttri viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna rannsóknar- hagsmuna. Hann kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem staðfesti hann. Maðurinn var í skýrslutökum hjá lögreglu í gær, en var sleppt að þeim loknum. Rannsókn málsins er langt komin. Það verður sent ákæruvaldinu innan tíðar. - jss Grunaður um kynferðisbrot: Laus úr fangelsi ALÞINGI Rætt verður um stefnu ríkisstjórnarinnar í virkjana- og stóriðjumálum utan dagskrár á Alþingi í dag. Standa umræð- urnar í tvær klukkustundir. Fara þær fram að ósk Stein- gríms J. Sigfússonar, formanns VG, og verður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra til andsvara. Við upphaf þingfundarins verða óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. - bþs Rætt um virkjanir og stóriðju: Tveggja stunda umræður í dag STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON VEÐUR „Það er útlit fyrir bjarta og góða daga um mest allt land næstu daga,“ segir Einar Svein- björnsson veðurfræðingur. Einar býst við góðviðri fram að helgi en þá fari að þykkna upp, helst vestanlands. „Það þykknar upp um helgina með sunnanáttum en fram að þeim tíma verður lítið um ský og tiltölulega hlýtt loft yfir landinu,“ segir Einar. Landsmenn ættu því víðast hvar að geta séð til sólar. „Sumir kalla þetta sumarauka, þegar komið er fram í september og gerir góða daga, en samkvæmt skilgreiningunni er sumarið út september.“ - ovd Ekkert haust í veðurkortunum: Bjartir og góðir dagar í vikunni DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið sýknaður í máli, þar sem honum var gefið að sök að hafa nauðgað heyrnarskertri konu, sem gat ekki vegna ölvunar og svefn- drunga spornað gegn verknaðin- um. Maðurinn neitaði sök. Í málinu var ekki ágreiningur um að maðurinn og konan hefðu haft samfarir. Hins vegar taldi dómurinn vafa leika á því að maðurinn hefði mátt ætla að þær væru gegn vilja konunnar eða að hún væri í því ástandi að geta ekki spornað við þeim. Þessi vafi var manninum í hag, þannig að hann var sýknaður. - jss Héraðsdómur Reykjaness: Sýknaður af kynferðisbroti DUBAI/AP Burj Dubai-skýjakljúf- urinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er orðin sá hæsti í heimi, eða 688 metrar á hæð. Enn er verið að byggja skýjakljúfinn og fær enginn að vita hvað hann verður nákvæm- lega hár fyrr en framkvæmdum lýkur í september á næsta ári. Skýjakljúfurinn Taipei 101 hefur verið hæsta byggingin síðan 2004. - vsp Hæsta bygging heims: Turninn 688 metrar hár BURJ DUBAI Svona mun turninn líta út þegar hann hefur verið kláraður í sept- ember á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fisk og franskar í Moggahöll Eigendur veitingastaðarins Fish & Chips í Tryggvagötu fá jákvæðar und- irtektir byggingarfulltrúa við ósk um að innrétta veitingastað í núverandi móttökusal og skrifstofu á fyrstu og annarri hæð gamla Morgunblaðs- hússins í Aðalstræti. REYKJAVÍK SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.