Fréttablaðið - 29.09.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 29.09.2008, Síða 4
4 29. september 2008 MÁNUDAGUR EFNAHAGSMÁL Krónan fellur stöðugt. Forsendur kjarasamn- inga frá því í vetur eru löngu brostnar og samningaviðræður fyrirsjáanlegar í haust. Vöruverð hækkar og afborganir lána verða stöðugt erfiðari. Kjararáð hefur úthlutað stjórnmálamönnum og embættismönnum launahækkun afturvirkt til 1. maí. Forystumenn verkalýðsfélaga segja að almenn- ingur finni verulega fyrir niður- sveiflunni. „Við finnum verulega fyrir stöðunni í efnahagsmálunum. Alls staðar í samfélaginu er umræða um verðlagið og hvernig allt er að hækka. Við finnum hvernig skuldir hafa hækkað gríðarlega á undan förnum málum og sjáum það á skuldum heimilanna. Þetta leggst allt á einn tímapunkt og er þungt á sama tíma og margt annað í samfélaginu virðist vera í mjög slæmu ástandi,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. „Ég vísa til þess hvernig hluta- bréfamarkaðirnir hafa verið að falla. Kallað er eftir aðgerðum en menn virðast vera ráðalitlir um hvað eigi að gera. Við söknum þess mest að ekki skuli vera sest að alvöru viðræðum um hvernig skuli spyrnt við fótum í þessari stöðu,“ segir hann og bendir á að á sama tíma og fulltrúar Reykja- víkurborgar geti ekki haldið borgar ráðsfund hækki Orkuveita Reykjavíkur gjaldskrána um tæp tíu prósent og hækkunin sé stað- fest af iðnaðarráðherra, gjald- skrá Símans hækki um fjögur prósent og tryggingafélögin hækki iðgjöldin. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að fólk sé áhyggjufullt. „Það fer ekki framhjá neinum að vörurnar hækka úti í búð. Fólki blöskrar. Það er slegið og veltir fyrir sér hvað þetta geti gengið lengi,“ segir hún. ghs@frettabladid.is Fólki blöskrar ástandið Krónan fellur stöðugt, afborganir lána reynast mörgum þungar í skauti og vöruverðið hækkar. Almenningur finnur fyrir niðursveiflunni. „Ekki fer framhjá neinum aö vörurnar hækka,“ segir hagfræðingur ASÍ. „Þróunin er skelfileg. Heimilin finna svakalega fyrir niður- sveiflunni, ekki bara ég heldur allir. Lánin hafa hækkað gífurlega og öll matvara er komin upp úr öllu valdi, að ekki sé talað um verð á flíkum,“ segir Inger Steinsson útfararstjóri. „Mér finnst ekkert vera að gert. Ráðamenn segjast gera heilmikið en mig lang- ar til að vita hvað það er.“ Matvara hækk- að úr öllu valdi INGER STEINSSON „Ég finn verulega fyrir niður- sveiflunni í þjóðfélag- inu, bæði finn ég það í hærri lánum á bílum og öðrum lánum hjá manni. Þau hafa hækkað um hálfa milljón,“ segir Kjartan Hauksson sjómaður. „Mér finnst að stjórnvöld eigi að gera eitthvað í þess- um málum en þau virðast ekki vera að gera neitt eins og er,“ segir hann. Lánin hækkað um hálfa milljón KJARTAN HAUKSSON „Mér finnst niðursveifl- an alveg hryllileg. Ég held að fólk sé alveg örugglega farið að finna fyrir niðursveifl- unni því þetta kemur fram í afborgunum af reglulegum lánum, bæði bílalánum og neyslulánum,“ segir Reynir Matthíasson verslunar- maður. „ Aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka virðast ekki hafa skilað sér.“ Aðgerðir hafa ekki skilað sér REYNIR MATTHÍASSON „Fólk er farið að finna fyrir samdrætti í efnahagslíf- inu, sérstak- lega stærri fjölskyldur, í helstu nauðsynj- um,“ segir Árni Sveinsson, starfsmaður Verslunarskóla Íslands. „Allir eru skuldsettir þannig að hærri vextir segja fljótlega til sín,“ segir hann og treystir því að stjórnvöld grípi inn í af alvöru. „Mér finnst lítið koma þaðan.“ Verst fyrir stór- ar fjölskyldur ÁRNI SVEINSSON Anna Þóra Óskarsdóttir hjúkrunar- fræðingur telur að fólk sé farið að finna allverulega fyrir niður- sveiflunni, „til dæmis fyrir það fyrsta í hækkunum á matarverði,“ segir hún. „Ég er ekki lærð kunn- áttumanneskja á sviði efna- hagslífsins og get kannski ekki svarað því hvort nóg sé að gert, ég hef ekki skoðun á því hvað væri hægt að gera.“ Hærra matar- verð segir til sín ANNA ÞÓRA ÓSKARSDÓTTIR „Ég hef mestar áhyggjur af afborgun- um lána. Fólk er almennt mjög skuldsett. Vextir eru háir, sennilega hæstir í Evrópu, og það er alvarlegt, sérstaklega þegar húsnæði er á 100 prósenta lánum,“ segir Monika Karlsdóttir, starfsmaður á Grensásdeild. „Fólk vinnur mikið en strax og það missir vinnu lendir það í vandræðum. Ríkisstjórnin er kraftlítil.“ Ríkisstjórnin er of kraftlítil MONIKA KARLSDÓTTIR „Fólk er örugglega farið að finna fyrir kreppunni, sérstaklega við matar- innkaup- in,“ segir Ágústa Hólm öryrki. „Svo á að fara að hækka gjaldskrá heita vatnsins hjá Orkuveitunni og það verða fleiri hækk- anir í haust. Ég á von á því að afnotagjöld RÚV hækki.“ Ágústa telur að ekkert sé gert til að stemma stigu við þróuninni. Ekkert gert við þróuninni ÁGÚSTA HÓLM Þórhildur Briem, nemandi í Verslunar- skóla Íslands, telur að fólk sé farið að finna eitthvað fyrir kreppunni. Hún bendir á að nú séu allar vörur mun dýrari en áður. „Ég veit ekki alveg hvort nóg sé gert til að stemma stigu við þessari þróun,“ segir hún og segist ekki hafa neinar lausnir á efna- hagsvandanum á reiðum höndum. Allar vörur eru dýrari en áður ÞÓRHILDUR BRIEM VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 14° 11° 11° 15° 16° 18° 17° 19° 14° 25° 26° 18° 16° 26° 24° 29° 21° Á MORGUN 10-18 m/s NV-til og SA- til, annars 5-13 m/s. MIÐVIKUDAGUR 13-18 m/s með austur- ströndinni, annars 5-10. 6 7 6 6 6 8 9 8 8 7 3 9 9 7 9 9 8 3 10 6 7 8 5 3 3 66 1 1 2 5 4 VETRARLEGT FRAMUNDAN Nú þegar hann er lagstur í norðanáttir fer ört kólnandi, einkum nyrðra. Strax á morgun má búast við frosti á hálend- inu og hita rétt yfi r frostmarki norðan- og austanlands. Á mið- vikudag kólnar enn frekar. Fyrir norðan og austan má því reikna með slydduéljum og síðar snjóéljum þegar líður á vikuna. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur ÞORLÁKSHÖFN Jón Ólafsson, annar stofnandi Icelandic Glacial, segist vilja leggja rafmagnsjárn- braut frá verksmiðju Icelandic Water Holdings ehf. í landi Hlíðar- enda í Ölfusi niður að höfninni í Þorlákshöfn, verði höfnin stækkuð. Þetta kom fram við opnun verksmiðjunnar síðastlið- inn föstudag. Ekki hefur verið ákveðið hvort höfnin verði stækkuð. Um fjörutíu manns vinna í verskmiðjunni sem er í gangi allan sólarhringinn, en að meðal- tali eru framleiddar 30.000 hálfs lítra flöskur á klukkustund. - ag Jón Ólafsson: Vill leggja raf- magnsjárnbraut JÓN ÓLAFSSON HVÍTA-RÚSSLAND, AP Hvítrússar gengu í gær til þingkosninga sem talsmenn stjórnarandstöðunnar sögðu stjórnvöld hafa hagrætt fyrirfram. Opinber fyrirheit forsetans Alexanders Lúkasjenkó um að kosningarnar yrðu fram- kvæmdar í samræmi við alþjóðlega staðla væru marklausar. Í síðustu kosningum var stjórnarandstæðingum bannað að bjóða fram. Alls öttu 263 frambjóðendur, þar af 70 frá stjórnarandstöðunni, kappi um 110 sæti á þjóðþinginu í Minsk. - aa Kosið í Hvíta-Rússlandi: Stjórnarand- staðan svartsýn ALEXANDER LÚKASJENKÓ FÓLK „Ég var búinn að fá tvo laxa fyrir hádegi og við ákváðum að fleygja frá okkur stöngunum og drífa í að gifta okkur,“ segir Guðjón Þór Pétursson, sem nýlega gekk í það heilaga með unnustu sinni og veiðifélaga Ólöfu Önnu Jónsdóttur. Athöfnin fór fram við Prestastreng í Tinnudalsá, sem til- heyrir vatnasviði Breiðdalsár. Guðjón Þór segir að dagurinn hefði ekki getað verið eftirminni- legri eða betri. „Við notuðum hvíldar tímann til að láta pússa okkur saman. Kunningjafólk okkar stakk upp á þessu og við létum til leiðast.“ Guðjón og Ólöf fóru einskis á mis við að gifta sig í veiði- húsi austur á landi. Leigutaki árinnar, Strengir, bauð til veislu um kvöldið þar sem fram var borið hreindýrakjöt og humar. „Þetta er sennilega flottasta veiðihús við íslenska á og leigutak- inn var búinn að taka svítuna frá fyrir okkur. Þar var búið að strá rósablöðum um allt og okkar beið kampavín og jarðarber í heitu súkkulaði. Er hægt að biðja um meira?“ Guðjón segir þau Ölöfu eiga allt til alls og söknuðu ekki gjafanna. „Við fengum reyndar buffhamar í brúðargjöf. Það var það eina sem okkur vantaði og svaramaðurinn minn keypti hann í Freysnesi á leiðinni í bæinn.“ - shá Sambýlisfólk til átján ára ákvað að nota hvíldartímann í Breiðdalsá til að gifta sig: Par pússað saman við Prestastreng VILT ÞÚ? Séra Gunnlaugur Stefánsson frá Heydölum í Breiðdal sá um vígsluna. MYND/GUÐJÓN GENGIÐ 26.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 184,1072 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 96,57 97,03 177,48 178,34 140,72 141,5 18,858 18,968 16,986 17,086 14,518 14,604 0,916 0,9214 151,55 152,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.