Fréttablaðið - 29.09.2008, Blaðsíða 16
16 29. september 2008 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
SIGMUNDUR GUÐBJARNASON
PRÓFESSOR ER 77 ÁRA.
„Það besta í heimi hér
verður aldrei mælt með
neinni mælistiku en það er
ást og hamingja.“
Sigmundur Guðbjarnason er
prófessor í efnafræði við Há-
skóla Íslands og var rektor
sama skóla á árunum 1985 til
1991.
Sér Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir var
vígð til prests á
Suðureyri við Súg-
andafjörð þennan
dag árið 1974. Hún
varð fyrst kvenna á
Íslandi til að taka
við prestsembætti.
Þar með var alda-
löng hefð rofin og
einstaka andmæli
heyrðust.
Þó að Geirþrúð-
ur Hildur Bern-
höft væri fyrsta
konan til að ljúka guðfræðiprófi 1948 sótti hún
aldrei um brauð. Auður lauk námi 1962 og tíu
árum síðar sótti hún í fyrsta sinn um embætti, í
Kársnes prestakalli
í Kópavogi. Þá voru
prestskosningar í
gildi og Auður fékk
aðeins 148 atkvæði
af 1.829.
Súgfirðingar sáu
því hins vegar ekk-
ert til fyrirstöðu að
ráða Auði Eir sem
sóknarprest. Þar
hafði enginn sótt
um þegar emb-
ættið var auglýst
en Auður Eir fór
vestur og bauð sig
fram til starfans. Herra Sigurbjörn Einarsson fann
enga guðfræðilega meinbugi á því að kona yrði
prestur og vígði Auði í Dómkirkjunni í Reykjavík.
ÞETTA GERÐIST: 29. SEPTEMBER 1974
Fyrsti íslenski kvenpresturinn vígður
MERKISATBURÐIR
1906 Landssími Íslands tekur
til starfa. Hannes Hafstein
ráðherra sendir konungi
fyrsta símskeytið um ný-
lagðan neðansjávarstreng.
1918 Búlgaría verður fyrst Mið-
veldanna til að undirrita
vopnahléssamkomulag
við Bandamenn.
1922 Norræna félagið er stofn-
að í Reykjavík til að efla
norræna samvinnu.
1980 Flugvél er flogið til Reykja-
víkur frá Færeyjum með
mann standandi á þak-
inu til að setja heimsmet.
Flugið tekur sex tíma.
1990 Nesjavallavirkjun í Grafn-
ingi gangsett. Fyrsti áfangi
hennar er 100 megawött.
1996 Jarðskjálfti upp á 5 stig á
Richter finnst við Bárðar-
bungu.
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
Þorlákur Sævar Halldórsson
barnalæknir
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn
2. október kl. 13.00.
Sigrún Erla Skúladóttir
Dóra Soffía Þorláksdóttir
Linda Sif Þorláksdóttir
og barnabörn.
„Þeir fara aldrei úr höfðinu á mér
þessir krakkar sem ég kynntist í
bröggunum og mig langar svo að hóa
þeim saman. Ég er búin að fá aðstöðu
fyrir okkur í Múlakaffi eina kvöld-
stund og bið þá sem áhuga hafa að
slá á þráðinn í síma 865 3316,“ segir
Guðbjörg Benjamínsdóttir. Hún býr
núna í Reykjanesbæ en ólst upp í
braggahverfunum við Suðurlands-
braut, Múlakampi og Herskálakampi.
Kveðst eiga æskuvinkonur í Grinda-
vík sem ásamt bræðrum sínum
bjuggu í kömpunum til 1969 og deila
með henni áhuganum á að hitta aftur
braggabörnin.
„Veistu, maður er bara kominn
á þann aldur að það er annað hvort
núna eða ekki að koma svona hitt-
ingi á,“ segir Guðbjörg, sem á hlýj-
ar endurminningar frá ungdómsár-
um þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. „Á
þeim tíma var svo mikill kærleikur
og góðmennska á milli fólks þótt kjör-
in væru kröpp,“ segir hún.
Væntanlegur samkomustaður er
vel valinn því Múlakaffi stendur
við rætur Múlakamps að sögn
Guðbjargar. „Múlakampur náði upp
að kartöflugörðunum í Safamýri og
teygði sig austur með Suðurlands-
brautinni. Þar tók Herskálakampur
við og náði langleiðina að Grensás-
vegi. Ég átti heima í Múlakampi til
ellefu ára aldurs og síðar Herskála-
kampi,“ lýsir hún. „Það var byrjað að
byggja Laugardalshöllina þegar ég
man síðast eftir mér þarna.“
Guðbjörg kveðst hafa farið snemma
að heiman þótt hún sé stolt af sínum
uppruna og hafi átt yndislega for-
eldra. „Þetta var gott en fátækt fólk,“
segir hún.
Beðin að rifja upp eitthvað frá
æskuárunum, þó ekki sé nema til að
kveikja í gömlu leikfélögunum, svar-
ar Guðbjörg: „Þetta var bara eins
og hjá öðrum krökkum á þeim tíma.
Það var ekkert sjónvarp til að hanga
yfir. Við renndum okkur á sleðum
eða vorum inni í mömmuleik á vet-
urna og á sumrin í búleik og bökuð-
um þar blómum skreyttar drullu-
kökur. Nóg var um efnivið í holtun-
um og lítil bílaumferð því göturnar
voru fáar og fæstir íbúanna áttu bíla.
Þegar kalt var í veðri gat maður alls
staðar farið inn og fengið heitt kakó
og kökur. Einn strákur í götunni átti
hjól og á því lærði ég að hjóla. Svo var
róló á milli hverfanna og þar komum
við krakkarnir mikið saman.“
Barnapössun er eitt af því sem
Guðbjörg sinnti meðan hún var barn,
eins og þá var títt, og talsvert var um
sendiferðir í mjólkurbúðina í Her-
skálakampi. „Það var fínt að fara
þangað á morgnana því við krakk-
arnir fengum enda af vínarbrauðum
þar,“ rifjar hún upp.
Erfiðari eru minningar Guðbjarg-
ar frá skólaverunni enda kveðst hún
hafa þjáðst af lesblindu sem á þeim
tíma var enginn skilningur á. „Ég var
stimpluð tossi og flosnaði upp úr námi
en fékk uppreisn æru fyrir nokkr-
um árum, því þá fór ég í skóla. Það
er aldrei of seint. Nú starfa ég fyrir
lesblinda auk þess að vinna með fötl-
uðum bæði í skóla og á sambýli. Það
hefur orðið lífsstarfið mitt. Mér hefur
vegnað vel, ég hef verið reglusöm og
sérlega heppin með börnin mín.“
gun@frettabladid.is
GUÐBJÖRG BENJAMÍNSDÓTTIR: HÓAR SAMAN BRAGGABÖRNUM
Kærleikur og góðmennska
ríktu þótt kjörin væru kröpp
FÉLAGSVERA „Ég er búin að fá aðstöðu fyrir okkur braggabörnin í Múlakaffi eina kvöldstund,“ segir Guðbjörg Benjamínsdóttir.
MYND/JAKOBÍNA ÓLAFSDÓTTIR
AFMÆLI
LECH WAL-
ESA fyrrver-
andi forseti
Póllands er
65 ára.
ÞÓRUNN
SIGURÐAR-
DÓTTIR
leikstjóri er
64 ára.
ÓLAFUR
ÖRN HAR-
ALDSSON
forstjóri er
61 ára.
PÁLMI
GUNN-
ARSSON
tónlistar-
maður er
58 ára.
ÁRNI
BJARNASON
forseti Far-
manna- og
fiskimanna-
sambands-
ins er 56
ára.
Þorsteinn Sófusson setti,
ásamt félögum sínum,
heimsmet í sleðahunda-
hlaupi fyrir skemmstu
þegar þeir spenntu 57
sleðahunda fyrir dráttar-
vél og létu þá draga hana
fjögurra kílómetra langa
leið.
„Við höfum verið að æfa
stíft og okkur datt í hug að
spenna alla hundana okkar
fyrir í einu. Met sem þetta
hefur aldrei verið skráð
og því er um heimsmet að
ræða,“ segir Þorsteinn í
samtali við Vísi. Þorsteinn
er mikill áhugamaður um
sleðahundahlaup og hefur
hafið undirbúning fyrir
komandi keppnistímabil í
Noregi.
Setur heimsmet í
sleðahundahlaupi
ÍÞRÓTTIR Íslendingar þjálfa nú hunda af kappi fyrir sleðahunda-
hlaup í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MICHELLE
BACHELET
forseti Chile
er 57 ára.