Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2008, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 29.09.2008, Qupperneq 29
MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 5ekvador ● Á Bókasafni Kópavogs verða sýndar kvikmyndir frá Ekvador dag- ana 4. til 11. október í fjölnota salnum Kórnum. Kvikmyndakynning- in er í tengslum við Suður-amerísku menningarhátíðina sem fram fer í Kópavogi 4. til 12. október. Kvikmyndirnar sem sýndar verða eru: La tigra frá árinu 1990 eftir Camilo Luzuriaga en hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga, meðal annars sem besta myndin á Film Festival í Cartagena í Kól- umbíu árið 1990. 1809-1810 Mientras llega el día frá árinu 2004 eftir Camilo Luzur- iaga. Þetta er ástarsaga byggð á sannsögulegum atburðum þegar konunglegi spænski herinn undir stjórn Arredondo hershöfðingja barði á uppreisnarmönnunum gegn spænska landstjóranum. Myndin Que tan lejos frá árinu 2006 eftir Tania Hermida verður einnig á dagskrá og svo myndin Paella con ají frá árinu 2006 eftir Galo Urbina en sú mynd fjallar um félagslegu hliðina á málefnum ekvadorskra innflytjenda á Spáni í byrjun 21. aldarinnar. Auk þessara kvikmynda verða sýndar fræðslumyndir um Ekvador og munir frá landinu settir upp í sýningarskápum bóka- safnsins. Tónlist bæði frá Ekvador og öðrum löndum Suður-Ameríku verður síðan leikin af geisladiskum á þriðju hæðinni. Bókasafnið er opið mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 10 til 20, föstudaga frá klukkan 11 til 17 og laugardaga og sunnudaga frá klukkan 13 til 17. - rat Kvikmyndir á safni Í Molanum verður hægt að kynnast mannlífi, matargerð og spennandi kvikmyndum frá Ekvador. Matarhefð Ekvador verður kynnt á matarkvöldi í Molanum, menn- inga- og tómstundamiðstöð ungs fólks, miðvikudagskvöldið átt- unda október. Gestum og gang- andi býðst þá að kitla bragð- laukana með smáréttum frá veitingastaðnum Vox að hætti matreiðslumeistarans Rolando Guapisaca. Í Ekvador er rík matarhefð sem má að hluta til rekja hins fjölbreytta hráefnis sem heima- menn hafa aðgang að vegna legu landsins að Kyrrahafinu og ann- arra landgæða. Sjávarréttir og súpur, kjötréttir og úrval græn- metis skipa stóran sess ásamt hrísgrjónum og maís. Á matarkvöldinu munu auk þess íslenskir skiptinemar sem hafa farið til Ekvador á vegum AFS á Íslandi spjalla við gesti um upplifun sína og reynslu af landi og þjóð. Auk þess munu Ekvadorar búsettir á Íslandi koma og ræða ríka menningar- arfleifð sína og lífið í Ekvador og á Íslandi. Daginn áður verður hægt að hita upp á sérstöku kvikmynda- kvöldi en þar verða tvær ekvad- orskar kvikmyndir, sem báðar hafa unnið til fjölda viðurkenn- inga og verðlauna sýndar. Fyrri myndin eftir leikstjór- ann Tania Hermida er frá árinu 2006 og nefnist „Svo miklu fjær“, eða „Qué tan lejos“. Þetta er sam- tímakvikmynd sem fjallar um tvær ungar konur sem þurfa að komast til borgarinnar Cuenca. Þegar áætlunarbíllinn bilar grípa þær til þess ráðs að gerast putta- ferðalangar. Seinni myndin er eftir leikstjór- ann Camilo Luzuriaga og nefnist á íslensku „Mínútum fyrir dag- renningu“, eða „Mientras llega el día“. Í henni segir frá tveim- ur elskendum sem fyrir tilviljun lenda í hringiðu stríðsátaka milli konunglega spænska hersins og uppreisnarmanna en þess má geta að myndin er byggð á atburðum sem áttu sér stað á árunum 1809- 1810 í Ekvador. Fyrri myndin verður sýnd klukkan 20. en hin síðari klukkan 21.30. - ve Matur og spennandi myndir í Molanum Í Ekvador er rík matarhefð og gefst gestum og gangandi kostur á að kitla bragðlaukana í Molanum með smáréttum frá veitingastaðnum Vox að hætti matreiðslumeistarans Rolando Guapisaca. Heimamenn hafa aðgang að fjölbreyttu hráefni vegna legu landsins að Kyrrahaf- inu og annarra landgæða. Bókasafn Kópavogs býður upp á kvikmyndasýningar frá Ekvador á Suður-amerísku menningarhátíðinni. F R É T TA B L A Ð IÐ /V A L L I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.