Fréttablaðið - 29.09.2008, Síða 51

Fréttablaðið - 29.09.2008, Síða 51
MÁNUDAGUR 29. september 2008 19 Á fimmtudag var tilkynnt hverjir fengu styrk úr sjóðum Hagþenkis til vinnu og útgáfu hugverka, rit- verka og sjónvarpshandrita. Hagþenkir, félag höfunda fræði- rita og kennslugagna, veitir árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerð- ar fræðslu- og heimildarmynda. Árið 2008 var sótt um 41 starfs- styrk til ritstarfa og nam heildar- upphæðin sem sótt var um rúmri 21 milljón króna. Til ráðstöfunar voru átta milljónir króna. Úthlutað var styrkjum til átján verkefna. Umsóknir um þrjá styrki til hand- ritagerðar bárust og hlutu þær allar styrk að upphæð 300.000 kr. hver. Í úthlutunarnefnd starfs- styrkja til ritstarfa voru Erlingur Hauksson, Guðni Th. Jóhannesson og Kristín Unnsteinsdóttir. Átta fræðimenn fengu styrki að upphæð 600.000 krónur: Aðalheiður Guðmundsdóttir til rits um dans og danskvæði, Axel Kristinsson vegna rits um útþenslu og sam- keppni í Evrópu frá bronsöld, Bjarki Valtýsson vegna rits um íslenska menningarpólitík, Davíð Ólafsson fyrir rit um dagbækur og dagbókarritun, Sigrún María Kristinsdóttir fyrir rit um ættleið- ingar, Trausti Ólafsson vegna rits um leiklistarkenningar 19. og 20. aldar og að síðustu Þorgrímur Gestsson vegna rits sem hann kallar „Í kjölfar jarla og konunga – siglt um haf innan“. Þrír fengu styrki til handrita- gerðar fyrir heimildarmyndir, en aðrir styrkþegar sóttu um styrki til fjölbreytilegra verkefna, sögu Nýlistasafnsins, sögu Breiða- fjarðar byggða, íslenskar perlur frá víkingatíð, síðustu verk Hall- dórs Laxness, byggingar Manfreðs Vilhjálmssonar og líf Ragnars í Smára. Styrkir Hagþenkis duga því höfundum eitthvað á veg við að rannsaka og birta verk um marga mikilsverða þætti í menningu okkar. - pbb Hagþenkir deilir út fé BÓKMENNTIR Styrkþegar við móttöku fjárins á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hrafnhildur Arnardóttir mynd- listar maður fjallar um eigin verk í hádegisfyrirlestri í dag kl. 12.30 í húsnæði myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Laugarnes- vegi 91. Hrafnhildur, sem skapar list undir nafninu Shoplifter, býr og starfar í New York. Hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og stundaði framhalds- námi við School of Visual Arts í New York. Hún hefur átt verk á sýningum víða um heim, til dæmis vann hún verk fyrir MOMA- listasafnið í New York síðastliðið vor. Hrafnhildur hefur unnið verkefni í samstarfi við fjölda þekktra listamanna og hópa. - vþ Hrafnhildur um eigin verk Hljóðútgáfan Heyr heyr, sem nýlega gaf út Íslenskar þjóðsögur I og II, óskar eftir ömmum og öfum með góða frásagnarhæfni og sögu að segja, enda hefur fyrir- tækið í huga að gefa út hljóðdisk fyrir börn með alvöru sögum alvöru fólks. Ömmur og afar kunna margar sögur, jafnvel af ömmum sínum og öfum. Þetta gætu því verið sögur sem spanna síðustu þrjár aldir og eru þannig hálfgerðar óskráðar þjóðsögur. Stundum er að finna sannleikskorn í sögunum en stundum eru þær hreinn uppspuni. Þetta geta verið lífsreynslusögur, hetjusögur eða sögur af yfirnátt- úrulegum atburðum og verum. Sögurnar verða teknar upp af Heyr heyr, glæddar lífi með tónlist og hljóðheimum og gefnar út á geisladiski. Kjörlengd hverrar sögu er 5-10 mínútur. Áhugasamar ömmur og afar geta send Heyr heyr útdrátt úr sögum sínum í gegnum vefsíðuna www.heyrheyr. is eða í pósti á Heyr heyr ehf, Háaleitisbraut 41, 108 Reykjavík. - vþ Óskað eftir sagnafólki Óperukór Hafnarfjarðar, undir stjórn óperusöngkonunnar Elínar Óskar Óskarsdóttur, er um þessar mundir ásamt Peter Máté píanóleikara á tónleikaferð um Kanada. Kórinn kemur fram í borgunum Toronto, Ottawa og Mont- real og flytur metnaðarfulla dagskrá; blöndu af íslenskum lögum eftir okkar ástsælu tónskáld bæði eldri og núlifandi. Töluverð eftirvænting hefur ríkt vestra vegna komu kórsins og birtist meðal annars tilkynning um tónleikana á forsíðu Lögbergs- Heimskringlu. - vþ Óperukór vestur ELÍN ÓSK KÓRSTJÓRI STOLIÐ ÚR BÚÐ? Verk eftir Hrafnhildi Arnardóttur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.