Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 26
26 2. október 2008 FIMMTUDAGUR Seðlabankar beggja vegna Ermar- sunds gerðu bönkum og fjármála- fyrirtækjum kleift í gær að sækja sér sextíu milljarða Bandaríkja- dala, jafnvirði 6.562 milljarða íslenskra króna, til að blása lífi í millibankamarkað í álfunni. Jean-Claude Trichet, seðlabanka- stjóri evrópska seðlabankans, sagði í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær að bankinn myndi halda áfram að bregðast við lausafjárþurrð bankanna og styðja við bak þeirra. Greiningardeild Kaupþings bendir á það í gær að seðlabankar um víða veröld hafi dælt öllu því lausafé sem þeir mega inn á fjár- málamarkaði – í innlendum og erlendum gjaldmiðlum. Seðla- banki Íslands hafi frá áramótum einungis dælt nettó um 40 milljörð- um króna inn á markaðinn. - jab Seðlabankar styðja bankana ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 37 54 0 9/ 08 • Ráðstefnan er öllum opin – nánari upplýsingar á vefsíðu OR Að taka náttúruna með í reikninginn Ráðstefna á Háskólatorgi við Háskóla Íslands föstudaginn 10. október 2008 frá kl. 8:30-17:00 Orkuveita Reykjavíkur, ásamt samstarfsaðilum, boðar til ráðstefnu um endurheimt staðargróðurs og frágang á gróðri og landslagi eftir rask vegna framkvæmda. Ráðstefnan er hugsuð sem vettvangur fyrir framkvæmdaraðila, sérfræðinga og eftirlitsaðila til þess að ræða lausnir á þessu sviði. Hún er þáttur í undirbúningi fyrir gerð verklagsreglna um umgengni og frágang vegna rasks við framkvæmdir, sem vonandi geta nýst sem flestum aðilum. Markmið ráðstefnunnar er að: • auka meðvitund um mikilvægi þess að taka tillit til náttúru og landslags allt frá hönnun til framkvæmdaloka. • stuðla að því að útfærsla og staðsetning mannvirkja séu með þeim hætti að áhrif þeirra á vistkerfi og landslag verði sem minnst. • finna leiðir til að lágmarka rask meðan á framkvæmdum stendur og haga frágangi þannig að hægt verði að endurheimta staðar- gróður á röskuðum svæðum og bæta virkni skemmdra vistkerfa svo fljótt sem kostur er. Þátttökugjald er 5.000 kr. www.or.is Seðlabankinn er harðlega gagnrýndur í skýrslu Kaup- þings, hann gerði ekki það sem hann hefði átt að gera, og hann gerði það sem hann hefði ekki átt að gera. „Töluverðar þrautir eru nú lagðar á íslenskt fjármálakerfi,“ segir í skýrslu Kaupþings, en þar er því haldið fram að Seðlabanki Íslands hafi, með röngum og ómarkvissum aðgerðum, grafið undan stöðug- leika íslenska fjármálakerfisins. Seðlabankinn er harðlega gagn- rýndur fyrir að hafa ekki nýtt tím- ann síðan alþjóðlega lausafjárkrís- an hófst fyrir fjórtán mánuðum til að efla gjaldeyrisvaraforðann og lausafjárstöðu hagkerfisins. „Þess í stað reyndu hagstjórnaryfirvöld að styrkja krónuna fyrst með því að berja áfram óvirkan vaxtamarkað með hækkun stýrivaxta og síðan þrengja enn frekar að lausafjár- stöðu á fjármálamarkaðnum með útgáfu ríkistryggðra bréfa.“ Stýrivextir Seðlabankans urðu óvirkir á gjaldeyrismarkaði í mars á þessu ári þegar íslensku bankarn- ir hættu að geta haft milligöngu um gjaldeyrisskiptasamninga við erlenda vaxtamunarfjárfesta. Seðlabankinn hafi hins vegar ekki viljað horfast í augu við að vopn hans hafi verið orðin bitlaus. Meðan erlendir seðlabankar leit- ast við að styrkja fjármálakerfi sinna landa með því að samþykkja fleiri eignir sem veðhæfar til end- urhverfra viðskipta, hefur Seðla- bankinn lítið gert, og ekki boðið upp á slík viðskipti í erlendri mynt. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildarinnar, segir að Seðlabankinn virðist hafa talið að gjaldeyrisvaraforðinn væri ekki nógu öflugur til að leyfa slík við- skipti, en ljóst sé að gjaldeyris- skiptasamningar við erlenda seðla- banka hefðu bætt þar úr. Alvarlegasta ádrepan er þó að Seðlabankinn hafi gert slæmt ástand verra með vaxtastefnu sinni: „Það sem Seðlabankinn hefði ekki átt að gera var að hækka vexti í miðri fjármálakrísu – eins og gerð- ist síðasta vor – né heldur að halda vöxtum áfram í 15,5 prósentum til þessa dags.“ msh@markadurinn.is Stöðugleikanum var fórnað ÁSGEIR JÓNSSON Ásgeir, for- stöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir mistök hafa verið gerð í að halda hér vöxt- um háum mitt í fjármálakrísu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þeir sem fjárfesta í skuldatrygg- ingarálögum ættu að horfa til Íslands fremur en Kasakstans og Líbanons. Þetta kemur fram í dálki Lex í breska viðskiptadag- blaðinu Financial Times. Í dálkinum er bent á að þjóðnýt- ingin á Glitni hafi gert illt verra enda hafi skuldatryggingarálög íslensku bankanna rokið upp. Lex segir Seðlabankann hafa staðið almennt aðgerðalausan á hliðarlínunni þar til nú. Þegar neyðin kallaði hafi ríkið stokkið til og þjóðnýtt Glitni. Nær hefði verið að slaka á reglum líkt og í Dan- mörku og Írlandi og leiða bankann gegnum hremmingarnar. - jab Bankinn brást BANKARNIR Seðlabankinn hefði átt að slaka á reglum og lána Glitni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ef einhver hefur stutt við þessa blessuðu krónu þá eru það við,“ segir Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri hjá Novator, félags í eigu Björgólfs Thors Björ- gólfssonar, í Bretlandi og slær á sögusagnir um hið gagnstæða. Heiðar segist hafa haldið því fram í allan september að krónan sé ódýr og nú sé tíminn til að fjárfesta í henni. Hún eigi hins vegar lítið bakland hér á landi og fátt styðji við hana í þeim óróleika sem sé á alþjóð- legum fjármálamörkuðum. Þá telur Heiðar innlendan mark- aðsbrest, sem lýsi sér í skorti íslensku bankanna á erlendum gjaldeyri, hafa sett mark sitt á krón- una upp á síðkastið. „Menn þurfa í raun að koma með erlendan gjaldeyri, pund, evrur og dollara, og rétta íslensku bönkunum þá í skiptum fyrir krónur. Þetta er ekki hægt í gegnum afleiðusamn- inga lengur þar sem sá markaður er sprunginn. Það er Seðlabankanum að kenna enda hefur hann ekki aukið peningamagn í umferð nægi- lega og ekki létt á vöxtunum, né heldur liðsinnt með erlendan gjald- eyri eins og hlutverk hans segir til um,“ segir Heiðar og bætir við að erlendir spákaupmenn eigi sömu- leiðis hlut að máli. „Um leið og menn finna veikleika hjá einhverj- um ráðast þeir allir á hann.“ - jab BJÖRGÓLFUR THOR Novator hefur, þvert á það sem sagt er, stutt við „blessuðu“ íslensku krónuna, segir framkvæmdastjóri félagsins í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Markaðsbrestir fella krónuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.