Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 26
26 2. október 2008 FIMMTUDAGUR
Seðlabankar beggja vegna Ermar-
sunds gerðu bönkum og fjármála-
fyrirtækjum kleift í gær að sækja
sér sextíu milljarða Bandaríkja-
dala, jafnvirði 6.562 milljarða
íslenskra króna, til að blása lífi í
millibankamarkað í álfunni.
Jean-Claude Trichet, seðlabanka-
stjóri evrópska seðlabankans,
sagði í tilkynningu sem bankinn
sendi frá sér í gær að bankinn
myndi halda áfram að bregðast við
lausafjárþurrð bankanna og styðja
við bak þeirra.
Greiningardeild Kaupþings
bendir á það í gær að seðlabankar
um víða veröld hafi dælt öllu því
lausafé sem þeir mega inn á fjár-
málamarkaði – í innlendum og
erlendum gjaldmiðlum. Seðla-
banki Íslands hafi frá áramótum
einungis dælt nettó um 40 milljörð-
um króna inn á markaðinn. - jab
Seðlabankar
styðja bankana
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
4
37
54
0
9/
08
• Ráðstefnan er öllum opin – nánari upplýsingar á vefsíðu OR
Að taka náttúruna
með í reikninginn Ráðstefna á Háskólatorgi við Háskóla Íslands föstudaginn 10. október 2008 frá kl. 8:30-17:00
Orkuveita Reykjavíkur, ásamt samstarfsaðilum, boðar til
ráðstefnu um endurheimt staðargróðurs og frágang á gróðri og landslagi eftir rask vegna framkvæmda. Ráðstefnan er hugsuð sem
vettvangur fyrir framkvæmdaraðila, sérfræðinga og eftirlitsaðila til þess að ræða lausnir á þessu sviði. Hún er þáttur í undirbúningi
fyrir gerð verklagsreglna um umgengni og frágang vegna rasks við framkvæmdir, sem vonandi geta nýst sem flestum aðilum.
Markmið ráðstefnunnar er að:
• auka meðvitund um mikilvægi þess að taka tillit til náttúru og landslags allt frá hönnun til framkvæmdaloka.
• stuðla að því að útfærsla og staðsetning mannvirkja séu með þeim hætti að áhrif þeirra á vistkerfi og landslag verði sem minnst.
• finna leiðir til að lágmarka rask meðan á framkvæmdum stendur og haga frágangi þannig að hægt verði að endurheimta staðar-
gróður á röskuðum svæðum og bæta virkni skemmdra vistkerfa svo fljótt sem kostur er.
Þátttökugjald er 5.000 kr.
www.or.is
Seðlabankinn er harðlega
gagnrýndur í skýrslu Kaup-
þings, hann gerði ekki það
sem hann hefði átt að gera,
og hann gerði það sem hann
hefði ekki átt að gera.
„Töluverðar þrautir eru nú lagðar á
íslenskt fjármálakerfi,“ segir í
skýrslu Kaupþings, en þar er því
haldið fram að Seðlabanki Íslands
hafi, með röngum og ómarkvissum
aðgerðum, grafið undan stöðug-
leika íslenska fjármálakerfisins.
Seðlabankinn er harðlega gagn-
rýndur fyrir að hafa ekki nýtt tím-
ann síðan alþjóðlega lausafjárkrís-
an hófst fyrir fjórtán mánuðum til
að efla gjaldeyrisvaraforðann og
lausafjárstöðu hagkerfisins. „Þess í
stað reyndu hagstjórnaryfirvöld að
styrkja krónuna fyrst með því að
berja áfram óvirkan vaxtamarkað
með hækkun stýrivaxta og síðan
þrengja enn frekar að lausafjár-
stöðu á fjármálamarkaðnum með
útgáfu ríkistryggðra bréfa.“
Stýrivextir Seðlabankans urðu
óvirkir á gjaldeyrismarkaði í mars
á þessu ári þegar íslensku bankarn-
ir hættu að geta haft milligöngu um
gjaldeyrisskiptasamninga við
erlenda vaxtamunarfjárfesta.
Seðlabankinn hafi hins vegar ekki
viljað horfast í augu við að vopn
hans hafi verið orðin bitlaus.
Meðan erlendir seðlabankar leit-
ast við að styrkja fjármálakerfi
sinna landa með því að samþykkja
fleiri eignir sem veðhæfar til end-
urhverfra viðskipta, hefur Seðla-
bankinn lítið gert, og ekki boðið upp
á slík viðskipti í erlendri mynt.
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður
greiningardeildarinnar, segir að
Seðlabankinn virðist hafa talið að
gjaldeyrisvaraforðinn væri ekki
nógu öflugur til að leyfa slík við-
skipti, en ljóst sé að gjaldeyris-
skiptasamningar við erlenda seðla-
banka hefðu bætt þar úr.
Alvarlegasta ádrepan er þó að
Seðlabankinn hafi gert slæmt
ástand verra með vaxtastefnu sinni:
„Það sem Seðlabankinn hefði ekki
átt að gera var að hækka vexti í
miðri fjármálakrísu – eins og gerð-
ist síðasta vor – né heldur að halda
vöxtum áfram í 15,5 prósentum til
þessa dags.“ msh@markadurinn.is
Stöðugleikanum var fórnað
ÁSGEIR JÓNSSON Ásgeir, for-
stöðumaður greiningardeildar
Kaupþings, segir mistök hafa
verið gerð í að halda hér vöxt-
um háum mitt í fjármálakrísu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þeir sem fjárfesta í skuldatrygg-
ingarálögum ættu að horfa til
Íslands fremur en Kasakstans og
Líbanons. Þetta kemur fram í
dálki Lex í breska viðskiptadag-
blaðinu Financial Times.
Í dálkinum er bent á að þjóðnýt-
ingin á Glitni hafi gert illt verra
enda hafi skuldatryggingarálög
íslensku bankanna rokið upp.
Lex segir Seðlabankann hafa
staðið almennt aðgerðalausan á
hliðarlínunni þar til nú. Þegar
neyðin kallaði hafi ríkið stokkið til
og þjóðnýtt Glitni. Nær hefði verið
að slaka á reglum líkt og í Dan-
mörku og Írlandi og leiða bankann
gegnum hremmingarnar. - jab
Bankinn brást
BANKARNIR Seðlabankinn hefði átt að
slaka á reglum og lána Glitni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Ef einhver hefur stutt við þessa
blessuðu krónu þá eru það við,“
segir Heiðar Már Guðjónsson,
framkvæmdastjóri hjá Novator,
félags í eigu Björgólfs Thors Björ-
gólfssonar, í Bretlandi og slær á
sögusagnir um hið gagnstæða.
Heiðar segist hafa haldið því
fram í allan september að krónan sé
ódýr og nú sé tíminn til að fjárfesta
í henni. Hún eigi hins vegar lítið
bakland hér á landi og fátt styðji við
hana í þeim óróleika sem sé á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum.
Þá telur Heiðar innlendan mark-
aðsbrest, sem lýsi sér í skorti
íslensku bankanna á erlendum
gjaldeyri, hafa sett mark sitt á krón-
una upp á síðkastið.
„Menn þurfa í raun að koma með
erlendan gjaldeyri, pund, evrur og
dollara, og rétta íslensku bönkunum
þá í skiptum fyrir krónur. Þetta er
ekki hægt í gegnum afleiðusamn-
inga lengur þar sem sá markaður er
sprunginn. Það er Seðlabankanum
að kenna enda hefur hann ekki
aukið peningamagn í umferð nægi-
lega og ekki létt á vöxtunum, né
heldur liðsinnt með erlendan gjald-
eyri eins og hlutverk hans segir til
um,“ segir Heiðar og bætir við að
erlendir spákaupmenn eigi sömu-
leiðis hlut að máli. „Um leið og
menn finna veikleika hjá einhverj-
um ráðast þeir allir á hann.“ - jab
BJÖRGÓLFUR THOR Novator hefur, þvert
á það sem sagt er, stutt við „blessuðu“
íslensku krónuna, segir framkvæmdastjóri
félagsins í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Markaðsbrestir
fella krónuna