Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 2. október 2008 3 Í miðjum fjármálalegum fellibyl hófst tískuvikan „sumar 2009“ í París á sunnudag og ekki beinlínis hátíðarstemning. Tíska og lúxus er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann meðan atvinnu- leysi í landinu hækkar um tvö prósent á einum mánuði. Ekki ólíklegt að innkaupa- og verslunarstjórar sem hafa streymt til borgarinnar fari var- lega í innkaupum fyrir komandi sumar. Fjármálakreppan birtist í fleiri myndum í heimi tískunnar því sú tíska sem nú er kynnt er mótuð af kreppunni. Hönnuðir bjóða upp á einfaldari og not- hæfari tísku en áður sem hentar þannig breiðari hópi. Þetta sást á hátískusýningum fyrir kom- andi vetur nú í júlí og enn frekar í sumartísku næsta sumars sem nú er kynnt. Dior sýndi á mánudag og þótti hönnun Johns Galliano óvenju einföld og notendavæn sem í sjálfu sér er ekki svo slæmt fyrir fatnað. Galliano hefur oft verið uppteknari af því að hanna fatnað sem er eins og ætlaður fyrir sýningar en með takmark- að notagildi. Í þetta sinn var uppistaðan einföld, stutt pils eða kjólar úr gegnsæjum efnum í sterkum litum eins og gulu og ljósgrænu. Afrísk áhrif sjást meðal annars í hárgreiðslum þar sem að fyrirsæturnar höfðu líkt og afríska trommu gerða úr hári. Einnig með skartgripum úr kuð- ungum sem áður voru notaðir í Afríku sem mynt. Það var hins vegar annar Eng- lendingur, Gareth Pugh, dúxinn þetta árið úr Saint-Martins-skól- anum í Lundúnum eins og Galli- ano sjálfur, sem opnaði tískuvik- una með dálítið sadó/masólegum fatnaði; blöndu af leðri og vínyl. Sýningin vakti mikla athygli og líklegt að þessi 27 ára hönnuður eigi eftir að láta á sér bera. Eini ástralski hönnuðurinn sem sýnir í París og sýndi í upp- hafi vikunnar, Collette Dinnig- an, segir í viðtali að það sé rangt að þeir ríku verði ekki varir við kreppuna og hún hafi því lítil áhrif á lúxusframleiðsluna. Verð hækki stöðugt á fataefnum og það skili sér í dýrari klæðum. Víst er að viðskiptavinir sem eru loðnir um lófana halda að sér höndum í eyðslunni meðan verð- bréf eru í frjálsu falli og margir sem áður höfðu ráð á fínum tísk- umerkjum geta ekki lengur leyft sér að eyða eins og áður. Dinn- ingan er annað dæmi um hönn- unð sem hefur einfaldleikann að leiðarljósi. Hún sækir innblást- ur í herklæði. Eina von tískuhúsanna um að gera góð viðskipti um þessar mundir er að arabískir olíufurst- ar eða nýríkir Kínverjar og Rússar líti við. En hversu lengi munu þeir halda lífi í tískunni? Jú, þangað til bankarnir þeirra smitast af hinum en líklega er bið á að arabísku olíubankarnir veikist. bergb75@free.fr Tískuvika í hvirfilbyl ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Nýjasti kvenilmur Jean Paul Gaultier er fyrir konur sem vilja skara fram úr. Jean Paul Gaultier tileinkar hinni frjálsu nútímakonu nýjasta ilm sinn, Ma Dame. Þótt nafnið gefi til kynna að hann sé ætlaður fínum dömum þá er hugmyndin gagn- stæð eða eins og Gaultier sjálfur orðar það No „MADAME“ allowed. Lyktin hefur sterkan karakter og í henni mætast hrekkir og gleði. Í henni er bæði að finna styrk og mýkt en hið sama má segja um flestar konur. Glasið, sem er neonbleikt, hefur skarpar útlínur sem undirstrika bogadregnar línur kvenlíkamans sem greyptur er í glasið. - ve Daman mín Ilmvatnsglasið hefur skarpar útlínur sem undirstrika bogadregnar línur kvenlíkamans sem greyptur er í það.                                                                                                   !"#                    !    "  #   " $     " $ Ný sending af húfum og höttum Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.