Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 62
50 2. október 2008 FIMMTUDAGUR Meistaradeild Evrópu A-riðill: CFR Cluj Napoca-Chelsea 0-0 Bordeaux-Roma 1-3 1-0 Yoann Gourcuff (18.), 1-1 Mirko Vucinic (64.), 1-2 Julio Baptista (71.), 1-3 Julio Baptista (83.). B-riðill: Anorthosis-Panathinaikos 3-1 1-0 sjálfsm. (11.), 2-0 Sinisa Dobrasinovic (15.), 2-1 D. Salpingidis (28.), 3-1 H. Mohammed (78.). Inter-Werder Bremen 1-1 1-0 Maicon (13.), 1-1 Claudio Pizarro (62.). C-riðill: Sporting-Basel 2-0 1-0 Leandro Romagnoli (55.), 2-0 V. Derlei (86.). Shakhtar-Barcelona 1-2 1-0 Ilsinho Días (45.), 1-1 Lionel Messi (87.), 1-2 Lionel Messi (90.+3.). D-riðill: Liverpool-PSV 3-1 1-0 Dirk Kuyt (5.), 2-0 Robbie Keane (34.), 3-0 Steven Gerrard(76.), 3-1 Danny Koevermans(78.). Atletico Madrid-Marseille 2-1 1-0 Sergio Aguero(4.), 1-1 Mamadou Niang(16.), 2-1 Razl Garcia (22.). N1-deild karla í handbolta HK-Haukar 25-23 (11-11) Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 6/3 (17/4), Brynjar Hreggviðsson 4 (6), Ásbjörn Stefánsson 4 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4 (8), Einar Ingi Hrafnsson 2 (2), Gunnar Steinn Jóns- son 2 (5), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2), Hákon Bridde 1 (2), Jón Björgvin Pétursson 1 (7), Arnar Þór Sæþórsson (1) Varin skot: Björn Friðþjófsson 16/1 (39/4, 41%) Hraðaupphlaup: 8 (Brynjar 4, Ásbjörn, Hákon, Gunnar, Sigurgeir) Fiskuð víti: 4 (Gunnar 3, Jón) Utan vallar: 6 mínútur Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 8/2 (12/3), Andri Stefan 4 (7), Kári Kristján Kristjánsson 2 (3), Elías Már Halldórsson 2 (4), Arnar Jón Agn- arsson 2 (4), Gunnar Berg Viktorsson 2 (8), Gísli Jón Þórisson 1 (1), Einar Örn Jónsson 1/1 (1/1), Freyr Brynjarsson 1 (3), Tryggvi Haraldsson (2) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23/1 (48/3 47,9%), Gísli Guðmundsson (1/1) Hraðaupphlaup: 6 (Elías 2, Sigurbergur 2, Freyr, Andri) Fiskuð víti: 4 (Kári 2, Andri, Gunnar) Utan vallar: 10 mínútur Powerade-bikar í körfubolta Grindavík-Njarðvík 104-86 Keflavík-Þór 100-81 ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Kvennalið Keflavíkur hefur tekið ákvörðun um að senda Tracey Walker heim og hefur þess í stað leitað til Keshu Watson um að hún komi og spili sitt þriðja tímabil með liðinu. Watson hafði hug á því að leita annað í Evrópu en var enn án samnings þegar í ljós kom að nýi erlendi leikmaður Keflavíkurliðs- ins stæðist ekki þær væntingar sem til hennar voru gerðar. Watson var frábær á síðasta tímabili þegar Keflavík vann fjóra af fimm titlum í boði og það er ljóst að koma hennar er mikill fengur fyrir liðið. Hún var með 27,3 stig og 6,2 stoðsendingar í deildarkeppninni og 26,8 stig og 8,5 stoðsendingar í leik úrslita- keppninni þar sem að hún nýtti 44 prósent þriggja stiga skota sinna og 92 prósent vítaskota sinna. Það er ekki öruggt að Watson verði komin fyrir undanúrslita- leik Keflavíkur á móti Haukum í kvöld en hún verður örugglega með komist liðið í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Leikur Keflavíkur og Hauka hefst klukkan 19.00 í Laugardalshöll en á eftir mætast lið KR og Grindavíkur. - óój Mikil tíðindi í kvennakörfunni: Kesha spilar með Keflavík FRÁBÆR Kesha Watson er með betri leikmönnum sem hafa spilað hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI HK sigraði Íslands- meistara Hauka á heimavelli sínum í Digranesi, 25-23, í gær- kvöld í hörkuspennandi leik. Jafnræði var með liðunum allan leikinn en HK var sterkara á enda- sprettinum og vann sanngjarnan sigur. „Ég er ánægður með hugarfarið hjá strákunum. Við vorum ákveðn- ir í að koma hingað og selja okkur dýrt. Við ætluðum okkur tvö stig. Varnarleikurinn var frábær og sóknarleikurinn agaður. Við feng- um helling af færum en Birkir gerði okkur erfitt fyrir. Ég sagði strákunum að halda haus og halda áfram. Við fengum færi í nánast hverri sókn. Þetta var frábært,“ sagði Gunnar Magnússon sigur- reifur þjálfari HK í leikslok. „Bestu liðin eru mjög jöfn og þetta snýst um stöðuleika. Við byrjuðum mótið skelfilega og von- andi erum við búnir með lélega leikinn og við sýndum í kvöld hvar við ætlum að berjast í vetur. Við vissum að við værum ekki fljótir í gang og við bætum okkur með hverjum leiknum. Við þurfum að halda áfram og megum ekki gleyma okkur þó við vinnum þenn- an leik. Það eru þrír leikir á átta dögum og við þurfum að vera ein- beittir og á tánum áfram,“ sagði Gunnar. HK lék frábæra vörn í leiknum og var sóknarleikur Hauka ráða- laus frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og aðeins Sigurbergur Sveinsson sem var með lífsmarki sóknarlega. „Við spiluðum góða vörn mest allan leikinn og Birkir varði vel en við gerum ofboðslega mikið af klaufamistökum í sókninni.Það vantaði hreyfanleika og kraft og við létum verja allt of mikið frá okkur. Við tókum mörg léleg skot,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Leikkerfin virkuðu ekki og ein- staklingsframtakið gekk ekki heldur. Þeir spiluðu eins og við vissum að þeir myndu spila en við vorum bara slakir sóknarlega og ekki nógu einbeittir.“ -gmi HK-ingar voru fyrstir til þess að skella Íslandsmeisturum Hauka á þessu tímabili í N1-deild karla: Íslandsmeistararnir eru ekki ósigrandi ÖFLUGUR Valdimar Þórsson hefur fundið sig vel með HK í fyrstu leikjunum í N1-deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Nokkuð var um óvænt úrslit í Meistaradeildinni í gær- kvöld en þar bar hæst að rúm- enska félagið CFR Cluj gerði jafn- tefli við Chelsea og kýpverska félagið Anorthosis vann Panat- hinaikos. Það kom hins vegar lítið á óvart að Stórveldin Liverpool og Barcelona sigruðu sína leiki. Liverpool réði lögum og lofum á Anfield-leikvanginum í gærkvöld gegn PSV og vann að lokum 3-1. Hollendingurinn Dirk Kuyt, sem er betri en enginn í Meistaradeild- inni, skoraði fyrsta mark leiksins strax á 5. mínútu. Robbie Keane bætti við öðru marki eftir rúman hálftíma leik en það var hans fyrsta mark fyrir Liverpool og honum var augljóslega létt við að vera loks kominn á blað í rauðu treyjunni. Steven Gerrard skoraði þriðja markið fyrir Liverpool á 76. mín- útu með fallegu skoti, hans hundr- aðasta mark fyrir félagið og þó svo Danny Koevermans hafi minnkað muninn þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks var sigur Liverpool aldrei í hættu. „Það er alltaf gaman að skora fyrir framan Kop-stúkuna á Anfi- eld og það er gaman að ná þessum áfanga. Þetta voru góð úrslit en við höfum ekki unnið neitt enn,“ segir Gerrard í leikslok. Í hinum leik d-riðils fór Atletico Madrid með sigur gegn Marseille. CFR Cluj kom aftur á óvart Það var fátt sem gladdi augað framan af leik CFR Cluj og Chel- sea en það vakti óneitanlega athygli hversu öflugir Rúmenarn- ir voru gegn Lundúnafélaginu. Chelsea var vissulega meira með boltann í leiknum en leik- menn CFR Cluj sýndu og sönnuðu að sigur þeirra gegn Roma í fyrstu umferð riðlakeppninnar var engin tilviljun. Bæði félögin fengu sín tækifæri til þess að hirða öll stigin á loka- kafla leiksins en niðurstaðan varð markalaust jafntefli og geta Rúm- enarnir unað vel við fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum. Roma náði að bjarga andlitinu eftir vonbrigðin gegn CFR Cluj í fyrstu umferðinni með góðum 1-3 útisigri gegn Bordeaux. En það verður reyndar að segjast að lukk- an var á bandi Rómverja þar sem dómarinn Mallenco gaf Carlos Henrique, varnarmanni Bordea- ux, rautt spjald fyrir litlar sakir í lok fyrri hálfleiks í stöðunni 1-0 fyrir Frakkana. Heilagur Messi Barcelona lenti í tómu basli á úti- velli gegn Shakhtar Donetsk og lengi stefndi í að Úraínumennirnir færu með frækinn sigur af hólmi. Argentíski snillingurinn Lionel Messi var þó á öðru máli og tryggði Barcelona öll stigin með tveimur mörkum á lokamínútunum eftir að hafa komið inn á sem varamaður þegar hálftíma var eftir af leikn- um. Eiður Smári Guðjohnsen byrj- aði einnig á bekknum en kom inn á og var sprækur á lokakaflanum. Í hinum leik c-riðils vann Sport- ing öruggan heimasigur gegn Basel. Fyrsti sigur Anorthosis Kýpverska félagið Anorthosis undir stjórn Temuri Ketsbaia, fyrrum leikmanns Newcastle, vann sinn fyrsta leik í Meistara- deildinni þegar Panathinaikos kom í heimsókn. En Anorthosis, sem gerði jafntefli gegn Werder Bremen í fyrstu umferðinni er greinilega til alls líklegt. Í hinum leik b-riðils gerðu Inter og Werder Bremen jafntefli. omar@frettabladid.is Sigur Liverpool var aldrei í hættu Liverpool átti ekki í vandræðum með PSV á heimavelli þar sem Robbie Keane skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og Steven Gerrard sitt hundraðasta. Chelsea sótti hins vegar ekki gull í greipar rúmenska félagsins CFR Cluj og varð að sætta sig við markalaust jafntefli. Snillingurinn Messi reyndist bjargvættur Barcelona. FÖGNUÐUR Robbie Keane fagnaði eins og honum einum er lagið þegar hann opn- aði loks markareikninginn hjá Liverpool með marki eftir sendingu Fernando Torres. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindavík, kann greini- lega vel við sig meðal nýju mann- anna í Grindavík því hann fór mik- inn í öruggum 18 stiga sigri Grindavíkur á Njarðvík, 104-86, í átta liða úrslitum Powerade-bik- ars karla. Grindavík mætir Snæ- felli í undanúrslitunum en þar spila einnig KR og Keflavík eftir 19 stiga sigur Keflavíkur á Þór Akureyri í gær, 100-81. Páll Axel skoraði 39 stig í leikn- um og hitti úr 13 af 24 skotum sínum en ólíkt því sem áður var þá skoraði hann flest stiganna inni í teig en ekki fyrir utan þriggja stiga línuna. Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá Njarðvík með 25 stig en liðið lék án Magnúsar Þórs Gunnarssonar stærsta hluta leiks- ins eftir að hann lét reka sig út af í fyrri hálfleik með tvær tæknivill- ur. Friðrik Stefánsson var einnig sterkur með 13 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. Páll Axel var ekki sá eini hjá Grindavík sem var að spila vel því Damon Bailey og Arnar Freyr Jónsson áttu einnig fínan leik. „Þetta var allt í lagi hjá okkur. Það má segja að við höfum ekki spilað mikið meira en 20 mínútur í þess- um leik. Það var alveg nóg til þess að vinna,“ sagði Arnar Freyr Jóns- son eftir sinn fyrsta opinbera leik í Grindavíkurbúningnum. Arnar Freyr átti mjög góðan leik og var með 15 stig og 10 stoðsendingar. Honum finnst hann ekkert vera að sanna sig sem aðalleikstjórnandi í vetur. „Mér finnst ég vera búinn að sanna mig fyrir löngu. Ég er bara einn af stórri heild og reyni bara að gera mitt besta. Þetta er flott hjá okkur, við erum að spila hraðan bolta en þegar við getum ekki keyrt, þá hægjum við bara á leiknum. Við getum gert allt og leikið okkur því við erum með svo mikið af góðum mönnum,“ segir Arnar Freyr. Grindavík mætir Snæfelli í undanúrslitunum í Höll- inni á föstudaginn. „Ég er vanur að vinna Snæfell í Keflavíkurbún- ingi en við sjáum hvernig þetta verður í Grindavíkurbúningi,“ sagði Arnar Freyr að lokum. Gunnar Einarsson skoraði 19 stig í sigri Keflavíkur á Þór og þeir Þröstur Jóhannsson, Jesse Pellot-Rosa og Sigfús Árnason skoruðu allir 14 stig auk þess að Sigfús gaf 11 stoðsendingar.Cedric Isom skoraði 23 stig fyrir Þór og Mil- orad Damjanac var með 17 stig. - óój Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík tryggðu sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikars karla í gærkvöld: Páll Axel blómstrar með nýjum mönnum NÝIR LIÐSMENN Hér má sjá nokkra nýja liðsmenn Grindavíkur og Njarðvíkur. Talið frá vinstri; Logi Gunnarsson, Brenton Birmingham, Damon Bailey, Arnar Freyr Jónsson og Magnús Þór Gunnarsson. MYND/ÓSKAR ÓFEIGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.