Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 4
4 2. október 2008 FIMMTUDAGUR
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
14°
14°
7°
10°
13°
14°
14°
13°
12°
12°
26°
25°
15°
13°
26°
19°
29°
21°
Á MORGUN
5-10 m/s
LAUGARDAGUR
8-13 m/s
0
-1
-2
0
-1
1
1
1
1
1
-5
3
1
2
6
10
10
6
5
2
4
2 1
-1
01
2 2
4
43
5
HELGARHORFUR
Eins og staðan er
nú er helst að sjá
að heldur hlýni um
helgina. Úrkomuloft
verður við norður-
og austurströndina á
laugardag og verður
sú úrkoma yfi rleitt
slydda eða rigning á
láglendi. Á sunnu-
dag verður víða ein-
hver úrkoma, rigning
eða slydda en þó
úrkomulítið SV-til.
Vindhraðinn er mjög
á reiki enn þá.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
VINNINGUR Vinningshafinn í
þrefalda pottinum í lottóinu um
síðustu helgi er ung kona í
sambúð sem á von á sínu fyrsta
barni. Þetta kom fram á vefsíðu
Íslenskrar getspár í gær.
Á síðunni segir einnig að konan
hafi verið með tíu raða lottóseðil í
áskrift í nokkurn tíma og voru
tölurnar sem dregnar voru út á
laugardaginn í efstu röðinni á
seðlinum hennar. Fjölskyldan hafi
átt erfitt með að trúa því þegar
tölurnar birtust á skjánum að þau
væru nú orðin rúmlega fjótán
milljónum ríkari. - kdk
Íslensk getspá:
Barnshafandi
ung kona vann
14 milljónir ALÞINGI Sé lærdómur dreginn af baráttu Íslands fyrir fullveldi og
forræði yfir miðum landsins sést
að vandamálin sem nú steðja að
eru ekki meiri að vöxtum en erfið-
leikar á fyrri tímum, sagði Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
við setningu Alþingis í gær.
Ólafur sagði þá erfiðleika sem
nú steðji að hér á landi hvorki gefa
tilefni til uppgjafar né örþrifa-
ráða: „Þvert á móti er þjóðin nú
ríkulega búin að auðlindum, fjöl-
þættri menntun og margþættri
reynslu, og hún nýtur velvildar
hjá öllum ríkjum.“
Ólafur sagði að þó að sigur hafi
unnist í baráttu við heimsveldi
eftir að lögsagan var færð út í tólf
sjómílur fyrir 50 árum hafi úrslit-
in verið óviss meðan á átökunum
hafi staðið. Aðstæður í heiminum
hafi verið andsnúnar Íslandi.
„Það þurfti framsýna forystu-
sveit til að ákveða útfærslu land-
helginnar, leiðtoga sem höfðu
kjark til að ganga gegn vilja vold-
ugra ríkja. Fólkið í landinu stóð
einhuga að baki þeim, skildi að hin
nýja sjálfstæðisbarátta var ekki
síður brýn en sú sem Fjölnismenn
og Jón Sigurðsson hófu á sínum
tíma,“ sagði Ólafur Ragnar.
Þá hvatti hann þingheim til að
veita 1. desember þá virðingu sem
þeim degi beri, og gera það í tæka
tíð fyrir aldarafmæli fullveldisins
árið 2018. Þjóðin muni án efa taka
slíku frumkvæði vel. - bj
Vandamál sem nú steðja að gefa ekki tilefni til uppgjafar, segir forseti Íslands:
Lærum af sjálfstæðisbaráttu
ÞINGSETNING Ólafur Ragnar hvatti
þingheim til að veita 1. desember þá
virðingu sem deginum beri.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EFNAHAGSMÁL Þjóðhagsspá for-
sætisráðuneytisins var kynnt í
gær í skugga óþekktra sveiflna í
íslensku hagkerfi. Forsendur
spárinnar, sem byggð er á upplýs-
ingum frá því um miðjan sept-
ember, hafa gjörbreyst og riðlað
niðurstöðum. Langtímaspár eru
þó taldar áreiðanlegar þrátt fyrir
að þróun á landsframleiðslu og
verðlagi séu háðar meiri óvissu
en nokkru sinni. Spáin verður
endurmetin á næstu vikum en
fjárlagafrumvarpið sem einnig
var kynnt í gær byggir á henni.
Þorsteinn Þorgeirsson, skrif-
stofustjóri efnahagsskrifstofu
fjármálaráðuneytisins, segir að
forsendur þjóðhagsspár þurfi að
leggja fram í byrjun september
þar sem það er lögboðið að birta
þjóðhagsspá í byrjun október.
„Þegar við erum að vinna að
spánni verðum við að taka tillit til
aðstæðna eins og þær eru á þeim
tíma. Síðan hefur ýmislegt gerst
og kannski meira en við höfum
áður séð. Í allri spágerð verðum
við að gefa okkur forsendur og
sjáum ekki fram í tímann. Tíma-
setningin vinnur ekki með okkur.“
Þorsteinn segist ekki vita, frekar
en aðrir, hvernig gengið þróast á
næstunni en gert hafi verið ráð
fyrir nokkurri styrkingu í
spánni.
Almennt séð segir Þorsteinn
það jákvætt að nýlokið sé fram-
kvæmdum sem hafa aukið fram-
leiðslugetu í áli og mikill viðsnún-
ingur fyrirsjáanlegur í
utanríkisviðskiptum. Eins sé að
fara í gang frekari fjárfesting í
stóriðju sem muni hafa jákvæð
áhrif á efnahagslífið. Samkvæmt
þjóðhagsspánni verður verðbólga
11,5 prósent í ár að jafnaði miðað
við að gengisvísitalan sé 148,9 en
hún stendur nú í rúmlega 200
stigum. Aðspurður ef gengið
héldist svipað á næstu mánuðum
svarar Þorsteinn að Kaupþing
hafi spáð sextán prósenta verð-
bólgu fyrir árslok og aðrir hafi
nefnt að verðbólgan fari í nítján
prósent fyrir árslok. „Við höfum
hins vegar ekki enn þá endurmet-
ið þessa þróun en það er verkefni
næstu daga og vikna.“
Helstu niðurstöður þjóðhags-
spárinnar eru að hagvöxtur verði
neikvæður um 1,6 prósent á næsta
ári, verðbólga verði 5,7 prósent,
kaupmáttur dragist saman um 1,4
prósent og atvinnuleysi verði 2,7
prósent. Gert er ráð fyrir 8,2 pró-
senta viðskiptahalla.
Spáð er að verðbólga dragist
hratt saman á næsta ári og að 2,5
prósent verðbólgumarkmiði
Seðlabanka verði náð á seinni
hluta árs 2010. Það ár er spáð 3,5
prósent atvinnuleysi.
svavar@frettabladid.is
Þjóðhagsspá nær úr-
elt á örfáum dögum
Gengi krónunnar hefur lækkað um 20 prósent síðan þjóðhagsspá fjármálaráðu-
neytisins var tilbúin 18. september. Aðstæður á fjármálamörkuðum hafa sömu-
leiðis versnað til muna. Óvissan er mikil en spár til lengri tíma taldar standast.
ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON
GÓÐ RÁÐ DÝR Endurskoðun þjóðhagsspár er þegar hafin þrátt fyrir að hún sé byggð
á upplýsingum frá því í byrjun september. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
ALÞINGI Breyta ætti því fyrirkomu-
lagi sem tíðkast hefur á afgreiðslu
þingmannafrumvarpa á Alþingi,
sagði Sturla Böðvarsson, forseti
Alþingis, í ræðu sinni við setningu
þingsins í gær.
Sturla sagði að öll þingmál eigi
að fá afgreiðslu úr nefndum
þingsins hvort sem meirihluti í
nefndinni styðji frumvarpið eða
ekki. Alþingi eigi að fá að greiða
atkvæði um málin, og fella ef ekki
er meirihluti fyrir þeim.
Hann sagði það sína skoðun að
þingmannamál ættu að fá
afgreiðslu frá Alþingi á því
kjörtímabili sem þau séu lögð fram
á þinginu. - bj
Forseti Alþingis vill breytingar:
Þingmannamál
verði afgreidd
ÞING SETT Breyta þarf þeirri viðteknu
venju að þingmannamál sofni í nefnd-
um þingsins, að mati forseta þingsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GEORGÍA, AP Friðargæsluliðar
Evrópusambandsins fengu í gær
að kynna sér ástandið á landamær-
um georgísku sjálfstjórnarhérað-
anna Suður-Ossetíu og Abkasíu.
Hlutverk þeirra er að tryggja að
friðarsamkomulag milli Rússlands
og Georgíu verði virt.
Talsmenn rússneskra hersins
héldu því fram á þriðjudag að
friðargæsluliðarnir þyrftu að
halda sig fyrir utan svokallað
öryggissvæði, sem nær um sex
kílómetra frá landamærunum.
Þegar til kom fengu þeir þó að
fara inn á öryggissvæðið án
nokkurra vandkvæða. - bj
Friðargæsluliðar í Georgíu:
Fá að fara að
landamærum
RÆÐA MÁLIN Um 300 friðargæsluliðar
frá ESB komu sér fyrir í fjórum stöðvum
í Georgíu í gær. NORDICPHOTOS/AFP
EFNAHAGSMÁL Framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins er ósam-
mála Helga Hjörvar þingmanni um
að bankastjórn Seðlabankans þurfi
að rökstyðja áform sín og ákvarð-
anir nánar.
„Nei, mér finnst ekki vanta
rökstuðning, ég er bara ósammála
þeim. Ég tel ekki að haglíkanið sem
þeir nota lýsi íslenska hagkerfinu,“
segir Vilhjálmur Egilsson.
Helgi telur óheppilegt að
Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafi
verið ósamstiga og leggur til að
bankaráðið verði leyst upp. - kóþ
Framkvæmdastjóri SA:
Haglíkanið lýsir
ekki aðstæðum
FRAKKLAND, AP Endurskoða þarf
kapítalíska kerfið í ljósi ástandsins
í fjármálaheiminum, þar á meðal
háar starfslokagreiðslur stjórn-
enda fyrirtækja, segir Nicolas
Sarkozy Frakklandsforseti.
Hann hefur boðað fulltrúa
Þýskalands, Bretlands og Ítalíu á
fund á næstu dögum. Talið er
líklegt að fundurinn fari fram í
París á laugardag.
„Kreppan í fjármálaheiminum
sýnir að kerfið er að verða
bensínlaust,“ sagði Luc Chatel,
talsmaður Sarkozy. Hann sagði að
finna þurfi leiðir til að útfæra
kapítalismann í nýju umhverfi. - bj
Frakklandsforseti vill ráðstefnu:
Endurskoða þarf
kapítalismann
GENGIÐ 01.10.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
201,241
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
107,9 108,42
192,5 193,44
152,62 153,48
20,459 20,579
18,451 18,559
15,688 15,78
1,0168 1,0228
166,8 167,8
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR