Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 66
54 2. október 2008 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT
2. dæld, 6. gat, 8. herma, 9. stilla, 11.
tveir eins, 12. flatfótur, 14. kvk nafn,
16. skóli, 17. dýrafita, 18. fugl, 20.
tveir eins, 21. tangi.
LÓÐRÉTT
1. skítur, 3. samtök, 4. ósigur, 5.
missir, 7. land í Evrópu, 10. írafár, 13.
angan, 15. illgresi, 16. skammst., 19.
tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. laut, 6. op, 8. apa, 9. róa,
11. pp, 12. ilsig, 14. lilja, 16. ma, 17.
mör, 18. önd, 20. ff, 21. oddi.
LÓÐRÉTT: 1. sori, 3. aa, 4. uppgjöf,
5. tap, 7. pólland, 10. asi, 13. ilm, 15.
arfi, 16. möo, 19. dd.
„Ég hef nokkrum sinnum reynt
að troða í mig hafragraut og
öðrum viðbjóði en það endist
aldrei. Ég borða oftast ristað
brauð með skinku og gúrku og
vatnsglas með.“
Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli,
útvarpsmaður.
„Já, karlarnir eiga náttúrlega að
mæta af því það er svo mikið af
konum í húsinu,“ segir Stein-
grímur Guðmundsson, slag-
verks meistari Milljónamæring-
anna.
Á laugardagskvöld standa Mill-
arnir fyrir sérstöku konukvöldi á
Players í tilefni af 17 ára afmæli
hljómsveitarinnar. Konur fá
ókeypis inn mæti þær fyrir mið-
nætti og þær fyrstu 60 fá mojito-
drykk. Aðspurður hvort þetta
megi ekki heita kynjamisrétti
ber Steingrímur því við að karl-
arnir elti konurnar og það þurfi
því ekkert að gera sérstaklega
vel við þá. „Er það ekki pæling-
in?“
Páll Óskar mun hættur að
syngja með sveitinni, enda hefur
hann í nægu að snúast við að elta
sinn eigin sólóferil og mun tals-
vert meira uppúr því að hafa
enda deilist innkoman ekki á eins
marga. „Rich Bitch eins og hann
segir sjálfur,“ segir Bogomil. En
Millarnir eru ekki í vandræðum
með söngvara: Bjarni Ara, Raggi
Bjarna og Bogomil Font. Á með-
fylgjandi mynd, þar sem Millj-
ónamæringarnir eru sallafínir
úti á golfvelli, virðist sem nýr
meðlimur sé kominn í sveitina.
„Já, nei, þetta er kylfusveinninn
okkar. Bogomíl missti prófið og
gerði þá díl við mann, sem er
jafnframt leigubílstjóri, um að
hann keyrði stjörnuna um,“ segir
Steingrímur. „Allt er þetta rétt
og satt. Fyrir ári missti ég prófið
í nokkra mánuði og Helgi bíl-
stjóri skutlaði mér fram og til
baka,“ segir Bogomil sem lýsir
Helga sem einkar myndrænum
manni og höfðingja. „Hann er
fylginn sér en við kynntumst
þegar Bogomil gerði myndband
fyrir mörgum árum við lagið
Speak Low. Hann keyrði mig ein-
mitt í þessa myndatöku og var
með á myndinni.“ - jbg
Millarnir uppvísir að kynjamisrétti
MILLARNIR FLOTTIR AÐ VANDA Helgi leigubílstjóri (lengst til vinstri) er ekki nýr með-
limur heldur fyrrverandi einkabílstjóri Bogomils.
„Þetta hefur verið haft í flimting-
um síðan við byrjuðum að æfa
verkið en maður er aðeins varari
um sig núna,“ segir Sigurður
Hrannar Hjaltason. Hann og Bald-
ur Trausti Hreinsson eru væntan-
lega fyrstu íslensku fórnarlömb
Macbeth-bölvunarinnar víðfrægu.
Þeir leika báðir í Macbeth sem
frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu
um næstu helgi.
Samkvæmt þjóðsögu í leikhús-
heiminum hvílir yfir leikritinu
einhver óútskýrð bölvun sem
nútímamaðurinn setur eflaust í
flokk með hindurvitnum og hjá-
trú. Töluvert hefur verið fjallað
um að sýningin hafi ekki enn orðið
fyrir barðinu á þessum illu öflum
en á mánudaginn varð þar breyt-
ing á. Sigurður Hrannar og Baldur
Trausti lentu nefnilega báðir í
árekstri. Á svipuðum stað á svip-
uðum tíma. Skömmu fyrir fyrstu
forsýningu.
Sigurður var að aka eftir Bæjar-
hálsinum í Árbænum á Skoda
Fabia-bíl sínum þegar bíll ók í veg
fyrir hann. Sigurður kveðst ekki
hafa lent í árekstri síðan hann var
átján ára og honum var því eðli-
lega nokkuð brugðið. „Sem betur
fer urðu þó ekki nein slys á mönn-
um. Ég reyndar hélt að mitt atvik
væri einangrað en þegar ég frétti
af Baldri þá runnu á mig tvær
grímur,“ útskýrir Sigurður sem
kveðst hafa hugsað til Macbeth-
þjóðsögunnar um leið og slysið
varð en ýtt þeirri tilhugsun frá
sér. Honum sé aftur á móti ljóst
núna að bölvunin sé ekki bara inni-
lokuð í leikhúsrýminu heldur teygi
hún anga sína út fyrir það.
Leikarinn segir þó engan bil-
bug á leikhópnum að finna, slys-
in tvö hafi þjappað hópnum betur
saman og enn sem komið er hafi
engin óhöpp átt sér stað á æfing-
unum. „Við höfum þó verið að
kalla nafn Macbeth og blístra á
æfingum en ætli við látum ekki
af þeirri iðju um stundarsakir,
svona til að vera ekkert að storka
örlögunum,“ segir Sigurður,
reiðubúinn til að takast á við
bölvun Macbeth.
freyrgigja@frettabladid.is
SIGURÐUR HRANNAR OG BALDUR TRAUSTI: LEIKARAR LENDA Í ÁREKSTRI
Íslenskir leikarar fá að
kenna á bölvun Macbeth
Páll Gunnar Ragnarsson, einn af eigendum
skemmtistaðarins 22 við Laugaveg, og Gunnar
Már Þráinsson hafa fest kaup á Organ í
Hafnarstræti.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins
verður staðurinn opinn meðan á tónlist-
arhátíðinni Iceland Airwaves stendur
dagana 15. til 19. október. Eftir hana hefst
undirbúningur að veglegri opnun sem
verður mánaðamótin þar á eftir.
Heyrst hefur að klúbbastemning
muni ráða ríkjum á nýja staðnum
í anda skemmtistaðanna Thoms-
en og Kapital sem nutu vinsælda
fyrir nokkrum árum. Við hliðina á
Organ er einmitt klúbbatónlist í
hávegum höfð á Tunglinu og sé
þessi orðrómur á rökum reistur
eiga þessir tveir staðir eftir að
berjast hatrammlega um gesti í framtíðinni.
Þorsteinn Stephensen, skipuleggjandi
Iceland Airwaves, er ánægður með að fá afnot
af Organ meðan á hátíðinni stendur. „Við
höfðum miklar áhyggjur af því að þetta myndi
lenda í miklum ógöngum en þetta eru góðar
fréttir og við óskum þeim alls hins besta,“
segir hann.
Tæpur mánuður er liðinn síðan Organ
lagði upp laupana með miklum hvelli
vegna deilna sem stóðu yfir um greiðslu
á leigu og aðrar vanefndir rekstraraðil-
ans. Lýsti Inga Sólveig Friðjónsdóttir,
þáverandi eigandi staðarins, því yfir
að reksturinn stæði ekki undir sér og efaðist
um að hægt væri að reka slíkan tónleikastað
nema með ríkisstyrkjum.
Ekki náðist í nýja eigendur Organs við
vinnslu fréttarinnar. - fb
Breyttur Organ opnar á ný
ORGAN Organ við Hafnarstræti hefur fengið nýja eig-
endur og verður staðurinn opnaður síðar í mánuðinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
ÞORSTEINN STEPHENSEN
Tónleikahaldarinn er ánægður með að fá
afnot af Organ meðan á Iceland Airwaves
stendur.
FÉKK AÐ FINNA FYRIR MACBETH Sigurði Hrannari Hjaltasyni brá nokkuð þegar hann
lenti í árekstri á dögunum. Honum varð svo ekki um sel þegar fréttist að Baldur
Trausti, sem leikur með honum í Macbeth, hefði lent í árekstri á sama tíma á svipuð-
um stað. Leikhúsfólk grínast með að þeir séu fyrstu íslensku fórnarlömb Macbeth-
bölvunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Bubbi Morthens var í merku við-
tali á Rás 2 hjá vini sínum og aðdá-
anda, Ólafi Páli Gunnarssyni. Þar
kom fram að hann þyrfti nú heldur
betur að fara að vinna fyrir sér því
tapaður væri allur lífeyrissparn-
aðurinn, tugir milljóna sem fóru í
hruni á verðbréfamarkaði. Að sögn
kóngsins hlakkaði í öfundarmönn-
um, hýenum og hælbítum þess
vegna. Bubbi sagðist mega þakka
fyrir ef honum tekst að halda húsi
sínu en fall krónunnar þýðir veru-
lega aukningu skulda. Bubbi sagði
það misskilning að hann
hefði selt lög sín Sjóvá
og Glitni heldur hafi
þar verið um að ræða
fyrirframgreiðslu höfund-
arlauna – Bubbi á lögin
en ekki tekjurnar af
þeim. Þær eiga nú
Davíð Oddsson
og ríkið.
Oddi, Guten-
berg og Kassagerðin
sameinuðust undir merkjum Odda
og bjóða til sérstæðra tónleika í
Kassagerðinni við Köllunarkletts-
veg í kvöld. Björn Blöndal, sem
margir þekkja sem bassaleikara
Ham, heldur utan um giggið en
það er enginn annar en áðurnefnd-
ur Bubbi sem treður upp. Það
var einmitt þegar Bubbi starfaði í
Kassagerðinni sem ferill hans fór
á flug en þar kynntist hann þeim
Pollock-bræðrum og Utangarðs-
menn urðu til.
Fjölmenni var á frumsýningu
Reykjavík – Rotterdam í Háskólabíó
í fyrrakvöld. Baltasar Kormá-
kur fór með gamanmál áður en
leikstjórinn Óskar Jónasson tók til
máls. Balti sagði að ef fólk vantaði
sæti gæti það bara sest í stólana
sem væru teknir frá fyrir ráðherr-
ana. Þeir hefðu augljóslega annað
við tíma sinn að gera en að mæta
í bíó. Þá þakkaði hann styrktar-
aðilum myndarinnar,
Eimskipi og Glitni, fyrir
sitt framlag og sagðist
vona að framlagið til
myndarinnar hefði
ekki ýtt þeim
yfir brúnina.
- jbg, drg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Strandgötu 43 | Hafnarfirði
Sími 565 5454
Auglýsingasími
– Mest lesið