Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 8
 2. október 2008 FIMMTUDAGUR 30% afsláttur Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Hverafold Akureyri - Höfn - Grindavík ...ódýrari kostur! TILBOÐIN GILDA 2. - 5. OKTÓBER w w w .m ar kh on nu n. is 40% afsláttur 25% afsláttur ÓTRÚLEGT VERÐ HEILL KJÚKLINGUR FERSKUR 469 kr/kg 782 kr/kg SAMBANDS HANGILÆRI ÚRBEINAÐ 1.574 kr/kg 2.249 kr/kg LÚXUS HNETUBLÖNDUR EFNAHAGSMÁL Íbúðalán að fjárhæð 25 milljónir íslenskra króna, sem tekið var í japönskum jenum og svissneskum frönkum fyrir ári, hefur tæplega tvöfaldast og stend- ur nú í 48 milljónum króna. Mánað- arlegar afborganir hafa hækkað um 120 þúsund krónur, úr 146 þúsund- um í október í fyrra í 269 þúsund nú. Höfuðstóllinn hefur þá hækkað um 84 prósent. Afborganir af bílaláni, sem var tekið fyrir ári upp á 1,2 milljónir króna í japönskum jenum og sviss- neskum frönkum, hafa hækkað um tæplega 70 prósent. Eftirstöðvarn- ar eru nú 1,8 milljónir króna. Ekki eru til neinar tölur sem sýna nýjustu stöðuna í vanskilum lands- manna fyrr en bankarnir skila níu mánaða uppgjöri í næsta mánuði. Haraldur Ólafsson, upplýsingafull- trúi hjá SP fjármögnun, segir að vanskil vegna bílalána hafi þyngst örlítið en ekki mikið. Þó að afborganir erlendra íbúða- lána og bílalána hafi aukist virðist fjárnámum ekki hafa fjölgað mikið, að sögn Reynis Grétarssonar, for- stjóra Creditinfo. Hann telur að gangi krónan ekki til baka sé hætta á holskeflu gjaldþrota og uppsagna fyrir áramót. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis, segir að gengi krónunnar hafi víðtæk áhrif á stöðu heimilanna. Um fjórtán prósent af skuldum þeirra séu gengisbundin lán og þar hafi gengið bein áhrif. Höfuðstóllinn hækki og afborgan- irnar sömuleiðis hratt. Þá hafi geng- ið áhrif á aðrar skuldir í gegnum verðtrygginguna. „Þetta hefur áhrif á kostnað heim- ilanna í vörum og þjónustu. Gengis- breytingin kemur heimilunum afar illa og rýrir kaupmátt þeirra mjög hratt. Eitt prósents lækkun á gengi krónunnar veldur 0,4 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs. Það sýnir hvað þessi áhrif eru sterk og sterkari en víðast í stærri hagkerf- um.“ Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, telur að það geti haft mjög alvarlegar afleiðing- ar fyrir fyrirtæki og heimili ef gengið helst svipað og það var í gær en telur ólíklegt að svo verði til frambúðar. „Þetta lága gengi er ekki í neinu samhengi við undir- stöður efnahagslífsins,“ segir hann. Ekki sé hægt að útiloka atvinnu- leysi og flótta fyrirtækja úr landi ef ástandið breytist ekki. Stjórnvöld, Seðlabanki og fjármálastofnanir þurfi að taka höndum saman í „sam- stilltu reginátaki til að sækja erlent fé inn í landið til að gjaldeyrismark- aðurinn fái það lausafé sem svo alvarlega vantar nú,“ segir hann. ghs@frettabladid.is EKKI FJÖLGAÐ MIKIÐ Fjárnámum virðist ekki hafa fjölgað mikið, að sögn Reynis Grétarssonar, forstjóra Creditinfo. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Íbúðalán hækkar úr 25 milljónum í 48 Mjög alvarleg hætta steðjar að heimilunum og fyrirtækjum almennt vegna gengisfalls krónunnar. Afborganir erlendra lána hafa nánast tvöfaldast. Ef gengið lagast ekki eykst hætta á gjaldþrotum heimila ekki síður en fyrirtækja. SÁRVANTAR LAUSAFÉ Stjórnvöld, Seðlabanki og fjármálastofnanir þurfa að gera samstillt reginátak til að sækja erlent fé inn í landið til að gjaldeyrismarkaðurinn fái lausafé sem sárvantar, að mati Ólafs Ísleifssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík. LÖGREGLUMÁL „Maður skilur ekki svona hugsunargang,“ segir Arnór Sigurðsson, kirkjugarðsvörður í kirkjugarðinum í Hafnarfirði, um skemmdir sem unnar voru á tólf leiðum í garðinum. Luktum og blómavösum var sparkað af legsteinum og leiðum auk þess sem legsteinn var brot- inn niður. Arnór segir greinilegt að einhverjir hafi gengið um garð- inn og sparkað niður það sem fyrir varð. Hann telur að skemmdirnar hafi verið unnar á sunnudags- eða mánudagskvöldið. „Það kom kona til okkar á þriðjudaginn og sagði okkur að leiði manns síns hefði verið skemmt. Þá fórum við að ganga um og athuga þetta.“ Arnór segir engan liggja undir grun. „Við fundum bjórdósir við eitt leiðið. Þannig að það virðast einhverjir hafa setið að sumbli.“ Hann segir þetta í fyrsta skipti sem svo alvarlegar skemmdir eru unnar á leiðum í garðinum og að þau hjá kirkjugarðinum líti málið alvarlegum augum. „Okkur þykir þetta mjög leitt en maður ræður ekki við svona.“ Hann segir ekki hægt að loka garðinum á kvöldin. „Fólk verður að fá að koma að leiði sinna nánustu þegar það hefur þörf fyrir það.“ - ovd Alvarlegar skemmdir unnar á leiðum í kirkjugarðinum í Hafnarfirði: Sorgleg aðkoma að garðinum BROTINN KROSS Líklegt er talið að ölv- aðir einstaklingar hafi gert sér að leik að ganga um kirkjugarðinn og sparka niður því sem fyrir varð. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR NÁTTÚRA „Þetta er farið að minna á sauðaþjófnað fyrri tíma,“ segir Guðfinna M. Hreiðarsdóttir en það var ófögur sjón sem blasti við henni á nokkrum stöðum við Skötufjörð í Ísafjarðardjúpi þar sem hún var við smalamennsku um síðustu helgi. Þar fann hún hræ af rollu, hræ af þó nokkrum gæsum og síðan af lambi. „Lambið fannst skammt frá veginum svo líklegast hefur verið keyrt yfir það en síðan hefur einhver, hvort sem það var nú ökumaðurinn eða einhver sem kom síðar að, haft fyrir því að skera af því lærin.“ Rollu- og gæsahræin fundust hins vegar við afleggjara sem liggur að eyðibýlinu Hjöllum. „Það hafði einhver komið rollunni fyrir þarna, það er alveg ljóst að hún hefur ekki drepist þarna. Og svo var búið að hirða bringuna úr gæsunum en afganginum hefur verið kastað þarna.“ Hún segir að eigendum hafi hvorki verið tilkynnt um lambið né rolluna. En ekki voru raunir smalanna allar eftir að hafa horft upp á hræin. „Við gengum fram á lamb sem var alblóðugt og hafði greinilega verið bitið af hundi á aftanverðri síðunni, þetta voru það stór tannaför að þetta gat ekki verið eftir tófu. Svo það var margt undarlegt sem bar fyrir auga smala þetta árið.“ - jse Hræ af sauðfé og gæsum finnast í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi: Skar lærin af lambi við veginn GUÐFINNA M. HREIÐARSDÓTTIR ÓFÖGUR SJÓN VIÐ DJÚPIÐ Hræ af gæsum og rollu blöstu við smölum skammt frá eyðibýlinu Hjöllum í Skötufirði við Ísafjarðardjúp. MYND/GUÐFINNA HREIÐARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.