Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 46
34 2. október 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. MAHATMA GANDHI, ÞJÓÐAR- LEIÐTOGI INDVERJA, FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1869. Lærðu eins og þú eigir að lifa eilíflega. Lifðu eins og þú eigir að deyja á morgun. Mohandas Mahatma Gand- hi fór fyrir friðsamlegri baráttu tugmilljóna Indverja fyrir sjálf- stæði frá Bretum. Tólf ár eru liðin frá því að gríðarlegt eldgos braust upp úr Vatnajökli, milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Gufubólstrar risu í svim- andi hæð og eldtungur sáust leiftra. Tveim- ur dögum fyrr höfðu sést merki um gos undir jöklinum og voru jarðvísindamenn á tánum. Mikið magn bráðnaði af ís eins og vænta mátti í þessum hita svo úr varð sig- ketill er fékk nafnið Gjálp. Úr honum rann bræðsluvatn yfir til Grímsvatna. Þar safnað- ist það saman og beið útrásar. Hækkaði yf- irborð Grímsvatna um níutíu metra á fimm dögum en eftir það hægar. Bjuggust jarðvísindamenn við stóru hlaupi niður Skeiðarársand og var reynt að verja mannvirki þar, brýr og vegi sem þóttu í mikilli hættu. Hlaupið lét bíða eftir sér lengur en vænta mátti og voru vísindamenn á vakt- inni nætur og daga. Leið meira en mánuður þar til hlaupið braust fram og var það mikið að vöxtum. ÞETTA GERÐIST: 2. OKTÓBER 1996 Gos braust út í Gjálp „Markmið samtakanna er í stuttu máli það að skapa fag- leg tengsl sem efla menntun og undirbúa meðlimi sína í að starfa á alþjóðasviði,“ segir Eva Margrét Kristinsdóttir um samtök evrópskra laganema, European Law Students Ass- ociation, skammstafað ELSA. Eva Margrét, sem er á öðru ári í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er ein þeirra sem hafa undirbúið aðalfund Ís- landsdeildar ELSA. Hann verður í kvöld á Hverfisbarnum í Reykjavík. „Við teljum mikilvægt fyrir íslenska laganema og unga lögfræðinga að eiga aðgang að samtökunum og ég vona að sem flestir mæti,“ segir hún. Félagar í Evrópusamtökunum eru um 30 þúsund í 200 háskólum en þeir starfa líka með samtökum laganema í Norður-Ameríku, Japan, Ástralíu, S-Afríku og á Fílabeins- ströndinni. „ELSA stendur fyrir alls konar rannsóknum og málþingum um lögfræðileg efni, heimsóknum og stúdenta- skiptum. Þannig er hægt að fá starfsreynslu í öðrum lönd- um í gegnum samtökin. Það er þýðingarmikið að vera hluti af svona stóru tengslaneti og komast í tæri við reynslu og þekkingu í öðrum ríkjum,” segir Eva Margrét og tilhlökk- unin leynir sér ekki. Íslenska félagið skráði sig í Evrópusamtökin 1989 en hefur ekki verið virkt síðustu árin, að sögn Evu Margrétar. „Þegar það var stofnað var lögfræði bara kennd í Háskóla Íslands en nú hafa Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bif- röst og Háskólinn á Akureyri bæst við þannig að aðstæð- ur hafa breyst,“ bendir hún á. „Með endurlífgun félagsins erum við að skapa samstarfsgrundvöll allra íslenskra laga- nema, óháð því í hvaða skóla þeir eru. Á Facebook er síða sem heitir ELSA Iceland sem laganemar geta skoðað. Þeir fá ekki inngöngu þar í félagið en geta sótt sér upplýsingar.“ gun@frettabladid.is ELSA: FÉLAG LAGANEMA ENDURVAKIÐ Opið fólki úr öllum skólum LAGANEMINN Eva Margrét Kristinsdóttir hefur brennandi áhuga á félaginu ELSA Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Guðmundsson Aflagranda 40, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi, fimmtudaginn 25. september. Útför hans verður frá Fossvogskirkju, föstudaginn 3. október, kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. Ásgerður Gísladóttir Hrafnhildur Sigurðardóttir Brynjúlfur Sæmundsson Gíslína Guðmundsdóttir Haraldur Dungal Ólöf og Axel, Ragnar, Sigurður Ásar, Hrafn og langafabörnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Ásgrímur Eyfjörð Antonsson Stafnaseli 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 28. september á krabbameinsdeild 11E. Útför hans fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 6. október kl. 13.00. Hjördís Hjörleifsdóttir Agnes Eyfjörð Kristinsdóttir Elías Örn Óskarsson Ástþóra Kristinsdóttir Magnús Eiríksson Anton Ásgrímur Kristinsson Helga Sveinsdóttir Hjörleifur Kristinsson Kristinn Ásgrímur Kristinsson Hrund Grétarsdóttir Hulda Sjöfn Kristinsdóttir Jón Ólafur Jóhannesson barnabörn, fjölskyldur og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erla Valdimarsdóttir frá Ísafirði, Dofraborgum 9, Reykjavík, lést mánudaginn 29. september á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 6. október kl. 15.00. Sigríður Þórunn, Lára Bylgja Guðmundur Viðar, Valdimar Lárus Kristinn Reynir, Sigurður Brynjar Þórdís Elva, Hjörtur Sævar Soffía Kristbjörg, Sigurbjörg Stella tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hjörtur Haraldsson vélstjóri Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést að heimili sínu laugardaginn 27. september. Útför fer fram frá Áskirkju föstudaginn 3. október kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Sigrún Haraldsdóttir Elsa Friedlaender Haraldur Hjartarson Jenny Irene Sörheller Walter Hjartarson Kristbjörg Steingrímsdóttir Þorgeir Hjartarson Linda Guðmundsdóttir Eyþór Hjartarson Klara Hansdóttir Jónas Hjartarson Dagný Oddsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 90 ára afmæli á í dag, 2. október, Halldóra Ólafía Bjarnadóttir áður Selfossi, nú Sólvöllum Eyrarbakka. Hún tekur á móti gestum í Rauða húsinu Eyrarbakka sunnudaginn 5. október kl. 15-17. Halldóra afþakkar blóm og g jafi r. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Bróðir okkar, Þór Pálsson, Rangá, sem andaðist 22. sept. sl. verður jarðsunginn frá Skarðskirkju Landsveit laugardaginn 4. okt. og hefst athöfnin kl. 14.00. Systkinin. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Gísladóttir frá Hvalsnesi, Borgarholtsbraut 73, Kópavogi, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 4. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gjafasjóð Hvalsneskirkju, Sparisjóðnum í Sandgerði sími: 423 8190. Tómas Grétar Ólason Margrét Tómasdóttir Matthías Guðm. Pétursson Anna Guðrún Tómasdóttir Matthías Kjartansson Guðlaug Þóra Tómasdóttir Daníel Þór Ólason Magnea Tómasdóttir Pétur Gauti Valgeirsson ömmubörn og langömmubarn. Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn og frænka, Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir sem lést 21. september sl. verður jarðsett frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 4. október kl. 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Björgunarsveitina Tind í Ólafsfirði. Líney Hrafnsdóttir Georg Páll Kristinsson Hanna Stella Georgsdóttir Daníel Þór Gunnarsson Alvilda María Georgsdóttir Heiðar Brynjarsson Lilja Kristinsdóttir Kristinn Georgsson Líney Mist Daníelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.