Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 28
28 2. október 2008 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Hér sit ég við tölvuna mína á Grand Hotel í Ósló. Hingað
kom Henrik Ibsen tvisvar á dag
ár eftir ár, hálfa aðra klukku-
stund hvoru sinni, til að matast
og lesa blöðin, oftast með
pípuhatt á höfðinu. Ég er staddur
hér í boði Seðlabanka Noregs til
að tala við fjármálamenn um
ástand og horfur íslenzkra
banka. Glitnir býður núna hæstu
innlánsvextina í Noregi og
auglýsir grimmt, svo að bankar
heimamanna eiga í vök að
verjast. Ég ætti vitaskuld að
vera úti í mildu kvöldveðrinu í
hjarta þessarar sögufrægu og
fallegu borgar og njóta lífsins, en
ég ligg heldur í símanum inni á
hóteli til að fylgjast með ósóma
og vitfirringu heimsins. Það er
mánudagskvöld. Fyrr í dag risu
bandarískir þingmenn, aðallega
repúblikanar, upp gegn Bush
forseta og felldu frumvarp
leiðtoga beggja flokka um
neyðarhjálp handa bankakerfinu,
svo að hlutabréf hröpuðu í verði
um allan heim. Paul Krugman,
prófessor í Princeton, lýsir landi
sínu sem bananalýðveldi með
bombu.
Traust talsamband við flokkinn
Skyndiþjóðnýting Glitnis um
miðja nótt vekur áleitnar spurn-
ingar. Margir hafa átt von á, að
stærstu viðskiptabönkunum þrem
gæti reynzt erfitt að halda áfram
að endurfjármagna erlend
skammtímalán. Þau uxu upp úr
öllu valdi á örfáum árum og námu
um mitt ár 2008 rösklega tvö-
faldri landsframleiðslu og sex-
tánföldum gjaldeyrisforða Seðla-
bankans. Þau uxu hratt vegna
þess, að Seðlabankinn hafði enga
stjórn á útþenslu bankanna. Seðla-
bankanum bar að halda aftur af
vexti bankanna með því að skylda
þá til að binda fé í Seðlabankan-
um í samræmi við ákvæði laga og
hemja útlán þeirra og vöxt að því
marki. En Seðlabankinn gerði hið
gagnstæða: hann lækkaði bindi-
skylduna til að þóknast bönkun-
um og hætti síðan að beita henni.
Einn angi bankavandans er
bundinn við jöklabréf. Þetta eru
skammtímabréf, sem til dæmis
belgískur tannlæknir kaupir með
evrum, sem hann tekur að láni við
lágum vöxtum og skiptir í krónur
og leggur inn á hávaxtareikning á
Íslandi og leysir síðar út höfuð-
stólinn með áföllnum vöxtum.
Þessi viðskipti borguðu sig meðan
gengi krónunnar hélzt stöðugt.
En nú kippa erlendir fjárfestar
eins og belgíski tannlæknirinn að
sér hendinni og losa sig við krón-
urnar frekar en að kaupa ný jökla-
bréf, og við það lækkar gengi
krónunnar. Útistandandi jökla-
bréf, sem falla á gjalddaga innan
árs, nema nú röskum fimmtungi
landsframleiðslunnar. Við eðli-
legar aðstæður væri ekki hlaupið
að því fyrir bankana að velta svo
þungum bagga á undan sér eða
vinda ofan af honum. Lánsfjár-
þurrðin þyngir róðurinn til
muna.
Þegar aðþrengdur erlendur
banki dró skyndilega lánsloforð
til baka, óskaði Glitnir eftir aðstoð
í Seðlabankanum. Allir þekkja
afstöðu formanns bankastjórnar
Seðlabankans til helzta eiganda
Glitnis. Það var í því ljósi sér-
kennileg ákvörðun af hálfu Glitn-
is að leita til Seðlabankans frekar
en til ríkisstjórnarinnar í ljósi
alls, sem á undan er gengið. Glitn-
ir hefði verið í fullum rétti, hefði
hann beðið ríkisstjórnina um að
halda Seðlabankanum af vanhæf-
isástæðum utan við málið. Samt
gengu Glitnismenn að því er virð-
ist grunlausir í gin ljónsins og
misstu bankann úr höndunum.
Líklegt virðist, úr því sem komið
er, að Sjálfstæðisflokkurinn búist
nú til að afhenda einkavinum
sínum í Landsbankanum bréf rík-
isins í Glitni sem fyrst með kveðju
frá skattgreiðendum.
Tveir heimar
Ég hef áður lýst þeirri skoðun á
þessum stað (21. febrúar 2008),
að tímabundin endurþjóðnýting
banka væri vænlegasta leið ríkis-
ins til að rétta þeim hjálparhönd,
ef á skyldi reyna hér heima. En
þjóðnýting Glitnis þurfti ekki að
fara fram í skyndingu í skjóli
nætur, án þess að nokkur gögn
væru kunngerð eða útreikningur
sérfræðinga á umsömdu yfir-
tökuverði. Eðlileg meðferð máls-
ins hefði verið að veita Glitni
víkjandi lán með ströngum skil-
yrðum, svo að lánsféð breyttist í
hlutafé, tækist Glitni ekki í tæka
tíð að standa í skilum. Vandi Glitn-
is er lausafjárvandi og gefur ekki
tilefni til tafarlausrar þjóðnýting-
ar. Seðlabankinn beitti eigendur
bankans harðræði, þar á meðal
verkafólk og sjómenn í lífeyris-
sjóðnum Gildi, og dró Sjálfstæð-
isflokkinn á eftir sér í allra aug-
sýn eins og uppstoppaðan hund í
bandi. Alþingi getur rift gerræð-
inu með lögum. Til þess þarf Sam-
fylkingin að rjúfa stjórnarsam-
starfið, knýja fram kosningar
strax eða mynda nú þegar nýja
ríkisstjórn með stjórnarandstöð-
unni til að sýna Sjálfstæðisflokkn-
um í tvo heimana og hreinsa til í
Seðlabankanum.
ÞORVALDUR GYLFASON
Í DAG |
Skyndibiti í skjóli nætur
Uppnám í fjármála-
heiminum
UMRÆÐAN
Ólafur F. Magnússon skrifar um
borgarmál
Fyrir stuttu fylgdist þjóðin með því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn í ríkis-
stjórn kom fram af hörku og óbilgirni við
ljósmæður sem fóru fram á eðlilega leið-
réttingu launa sinna. Margar ljósmæður
eru hjúkrunarfræðingar sem hafa bætt við
sig ljósmæðranámi en hafa lækkað við það
í launum. Ljósmæður eru þýðingarmikil en ekki
mjög fjölmenn stétt. Þess vegna átti það að vera
fljótafgreitt og sjálfsagt mál að gera við þær við-
unandi kjarasamning. En viljinn reyndist ekki
fyrir hendi í flokknum þar sem kjörorðioð góða
„hlýðni er allt sem þarf“ gildir. Málið var komið í
harðan hnút og stefndi í óefni áður en það leystist.
Eitt af fyrstu verkum mínum sem borgarstjóri
var að leggja fram tillögu um eingreiðslur til
starfsfólks í mennta- og velferðarkerfi borgarinn-
ar til að greiða fyrir samningum við grunnskóla-
kennara. Í kjölfarið náði borgin í samfloti með
öðrum sveitarfélögum mjög viðunandi samningum
við grunnskólakennara mánuði áður en samningar
þeirra runnu út. Þetta er einsdæmi í sam-
skiptum borgarinnar við þessa fjölmennu
stétt. Með þessum samningum var starf
grunnskólanna tryggt næsta vetur en
vissulega kostuðu kjarasamningar við svo
fjölmenna stétt sitt. Því heyrðist hljóð úr
horni frá Sjálfstæðisflokknum, þar sem
starfsemi mennta- og velferðarkerfisins í
borginni virðist ekki njóta þess forgangs,
sem þó var yfirlýst stefna fráfarandi
meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks.
„Velferð og öryggi“ var yfirskrift mál-
efnasamnings þessara flokka, en frá upphafi unnu
frjálshyggjusinnaðir ungliðar Sjálfstæðisflokks-
ins í borgarstjórn gegn þessari forgangsröðun.
Með Óskar Bergsson innanborðs er nýr meiri-
hluti ekki líklegur til að koma böndum á útgjalda-
gleði formanna fagráða borgarinnar sem eru upp-
teknir af prófkjörsundirbúningi og láta sig
fjármálastjórn borgarinnar litlu varða. Það verður
hins vegar að gera og ættu afleiðingar fjárfestinga
og gríðarlegra lántaka íslenskra banka og fjár-
málafyrirtækja, sem birtast þjóðinni þessa dag-
ana, að vera mönnum víti til varnaðar. En ólíkt höf-
umst við að.
Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri.
Ólíkt höfumst við að
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
Fundarsalur Þjóðminjasafnsins
fimmtudaginn 2. október kl. 12 á hádegi
Henri Lepage er höfundur bókarinnar
Demain le capitalisme eða Á morgun
kapítalismi, sem kom út 1978 og hefur
verið þýdd á fjölda tungumála. Þar veitir
hann yfirlit um helstu hugsuði frjálshyg-
gjunnar. Í bókinni Bréfi til Maríu deildi
Einar Már Jónsson harkalega á bók
Lepage.
Henri Lepage
Franski rithöfundurinn
Henri Lepage
Í DAG KAPÍTALISMI
Öllum opið – ókeypis aðgangur
Nánari upplýsingar á www.rse.is
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
RSE Rannsóknamiðstöð í samfélags- og efnahagsmálum
Einn flokk enn
Enn einn ganginn er Kristinn Gunn-
arsson kominn í veika stöðu í sínum
flokki. Nýlega sagðist hann ekkert
vera á förum úr flokknum eftir að Jón
Magnússon velti honum úr sessi sem
þingflokksformaður. En hann sagði
reyndar: „Ekki enn þá.“ Þá fara menn
vissulega að velta því fyrir sér hvað
hann geti gert; það
virkar nefnilega
ekki traustvekj-
andi að fara í
fjórða flokkinn á
sínum stjórnmála-
ferli.
Draumadjobbið
Kannski kemur lausnin fyrir Kristin
frá Samfylkingunni, ekki þó með
þeim hætti að hann fari þangað þó
að Össur hafi boðið honum. Mörður
Árnason var nefnilega að hætta
störfum fyrir flokkinn en lausnin felst
þó ekki í því að leysa Mörð af hólmi
því enginn fer í skóna hans
Marðar eins og Skúli Helgason,
framkvæmdastjóri Samfylking-
arinnar, segir. En Mörður segist
ætla að starfa sem sjálfstætt
starfandi íslenskufræðingur og
stjórnmálamaður. Látum
íslenskufræðin vera
en Kristinn; sjálfstætt
starfandi stjórnmála-
maður. Er þetta ekki
málið?
Að horfa fram á veginn
„Jafnvægisgengi“ er orð sem oft er
notað í efnahagsumræðunni þessa
dagana, til dæmis af forsætisráð-
herra. Orðið felur í sér að krónan geti
farið úr jafnvægi um stund og spurn-
ing sé þá hvenær hún komist aftur í
jafnvægi, rétt eins og maður sem
kemst úr jafnvægi jafnar sig
svo með tíð og tíma. Það er
því hughreystandi að heyra
þetta orð. „Að horfa fram
á veginn“ er klisja sem oft
er notuð í pólitík. Miðað við
fjárlögin má finna huggun
í því að horfa fram á
veginn; til ársins 2012.
jse@frettabladid.isT
ónninn hefur breyst verulega þegar talað er um sam-
skipti ríkisvaldsins og fjármálalífsins. Ekki fyrir svo
löngu voru háværustu raddirnar þær að ríkisvaldið ætti
að láta fjármálaheiminn sem mest í friði, markaðurinn
myndi sjá um sig sjálfur ef ríkið léti sér nægja að leggja
upp með grunnleikreglurnar, sem ættu að vera sem fæstar og ein-
faldastar. Nú er, með réttu, kallað á götum úti; hvar er ríkisstjórn-
in og hvað er hún að gera?
Þessi viðsnúningur er ekki bara íslenskur, heldur fylgifiskur
alþjóðlegu fjármálakrísunnar. Án þess að vilja bera þessa krísu
saman við heimskreppuna á fjórða áratug síðustu aldar, er verið að
velta því upp hvort sú staða sem uppi er núna geti haft einhver þau
áhrif á hugmyndafræði stjórnmálamanna, líkt og heimskreppan
gerði. Þá vék hugmyndafræðin um tiltölulega óhefta frjálshyggju
fyrir keynesískri hagfræði um hvað fjárlagafrumvarpið sem fjár-
málaráðherra kynnti í gær er gott dæmi.
Þeir svartsýnustu spá endalokum kapítalismans eins og við
þekkjum hann en flestir þeir sem halda ró sinni sjá að ekki er
að vænta slíkra ofsafenginna breytinga við krísunni. Líklegustu
afleiðingar þessarar krísu er krafa um öruggari fjármögnun, sem
þýðir að nokkuð langt getur liðið þar til lánastofnanir fara að taka
slíka áhættu eins og gerðist í síðustu uppsveiflu. Vegna þess að
flestir gera sér grein fyrir því hve mikilvægt það er fyrir fjár-
málakerfið, og þá jafnt fyrir stóra fjárfesta sem einstaklinga með
sínar litlu fjárfestingar og skuldir, að það sé gott flæði fjármagns,
er ólíklegt að ríkisstjórnir muni gjörbreyta lagaumhverfinu sem
fjármálastofnanir vinna eftir. Það vill enginn í raun snúa aftur til
tíma hafta og innilokunar.
Ef litið er til stjórnmála er sterkur möguleiki á vinstrisveiflu í
kjölfar fjármálakrísunnar. Vegna þess hve mikil áhrif hún hefur á
einstaklinga, sem sjá fram á atvinnuleysi, verðbólgu og þrenging-
ar, er ekki ólíklegt að kjósendur vilji á einhvern hátt refsa stóru
og óábyrgu fjárfestunum sem komu okkur í þessa stöðu. Fyrst það
er ekki hægt í kosningum er næstbesta leiðin að refsa þeim sem
vörðu hve harðast óheft markaðskerfi; hægri menn. Þá ber líka að
líta til þess að stjórnmálamiðjan hefur færst mikið til hægri á und-
anförnum áratugum og þó svo að miðjan færist aðeins til vinstri,
verður ekki snúið aftur til einhvers konar kaldastríðsástands.
Milljarðar hafa gufað upp í íslensku fjármálakerfi, er þá ótal-
ið þær gígantísku fjárhæðir sem hafa horfið á alþjóðamörkuðum.
Slíkar vendingar og áhrif þeirra á líf einstaklinga munu hafa áhrif
á hvernig ríkisstjórnir líta á markaðinn. Fjármálamarkaðurinn má
í framtíðinni samt ekki líða fyrir hefnigirni gagnvart fjárfestum
sem gengu of langt að þessu sinni.
Alþjóðleg áhrif fjármálakrísunnar:
Breytt hlutverk
ríkisvaldsins?
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR