Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 2. október 2008 5 Heilunarskóli Skógarsetursins Næstu námskeið og viðburðir: Reiki I 2ja kvölda námskeið 13. og 14. okt. nk. Hugleiðslu og draumanámskeið 2ja kvölda námskeið 3. og 4. nóv. nk. Kominn er til starfa í Skógarsetrinu nýr meðferðaraðili, Æsa Hrólfsdóttir sem er heilsunuddari, ilmolíufræðingur og vinnur með Thetaheilun. Til leigu er í Setrinu 1 herbergi; Möguleiki er á að leigja það fl eiri en einum aðila. Sigrún Gunnarsdóttir -læknamiðill og Reikimeistari Skráning og uppl. um Heilunarskólann og starfsemi Skógarsetursins eru í s: 5551727 og á heimasíðu Skógarsetursins www.skogarsetrid.is Nýtt Heilsusetur fyrir líkama og sál opnar í Faxafeni 14 Opið hús helgina 4. og 5. október frá 13-17 Verið hjartanlega velkomin Tilboð á árskortum Kynning á starfsemi Skráning á námskeið Heilsusetrid Faxafeni Heilsusetrið Faxafeni 14 sími 5553536 Tækjasalur Yoga STOTT PILATES Átaksnámskeið Body Balance Fit Pilates Rope Yoga Dans þerapía Heilsa og Hamingja-nýtt á Íslandi Meðferðaraðilar og ráðgjafar Notaleg setustofa og verslun Námskeið þetta er hugsað sem sjálfsræktar námskeið þar sem unnið er að því að losa út tilfi nningar á forsendum hvers og eins með aðstoð innsæis/hugleiðsla, íslenskra blómadropa, meistara spila og stjörnukorti sem byggir á fyrri lífum. Nánar á www.viskaoggledi.is og jon03ina@hotmail.com s: 867 9817 Ertu meistari eigin lífs? INFLÚENSUBÓLUEFNIN eru komin til landsins. Þó að ekki sé hægt að tryggja sig algjörlega gegn flensunni fá þeir sem eru bólusettir vægari flensu ef þeir fá hana. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hefur frá því í apríl á síðasta ári staðið fyrir heyrnarmælingum á nýburum en um er að ræða til- raunaverkefni í samvinnu við Landspítalann. Á þeim tíma hefur heyrnarskerðing verið staðfest hjá tveimur börnum. „Við leggjum til búnað og fjár- magn en starfsfólk Landspítalans sér um að heyrnamæla, í fimm daga skoðun, öll börn sem fæðast á spítalanum,“ segir Guðrún Gísla- dóttir, framkvæmdastjóri Heyrn- ar- og talmeinastöðvarinnar sem stendur fyrir opnu húsi í húsa- kynnum stöðvarinnar að Háaleitis- braut 1 á laugardag. Hún segir að börnin tvö, sem voru heyrnar- skert, hafi bæði fengið heyrnar- tæki við tveggja mánaða aldur. „Annað barnið hefðum við hugs- anlega fundið út frá ættarsögu en hitt hefði líklega ekki komið til okkar fyrr en í kringum þriggja ára aldur en það er meðalaldur þeirra barna sem koma til okkar í fyrsta skipti,“ segir Guðrún, en hún bindur miklar vonir við að fjármagn verði veitt til að halda mælingunum áfram á landsvísu. „Fyrstu árin skipta sköpum fyrir máltöku barns og því er slæmt ef heyrnarskerðing uppgötvast seint. Með áframhaldandi nýburamæl- ingum gætum við fengið þessi börn til okkar mun fyrr,“ segir Guðrún, en á bilinu átta til sextán börn eru með heyrnarskerðingu í hverjum árgangi. Guðrún segir börn með heyrnarskerðingu fá meðhöndlun með heyrnartæki en að heyrnarlausum börnum séu kennd tákn. „Við teljum mikilvægt að opna augu fólks fyrir heyrnarskerðingu því þetta er svo ósýnileg fötlun. Það er þó stór hópur Íslendinga, sennilega um tuttugu til þrjátíu þúsund, sem þjáist af heyrnar- skerðingu og fjölgar í þeim hópi eftir því sem þjóðin eldist. Guðrún segir ánægjulegt að haustið 2010 muni Háskóli Íslands bjóða upp á meistaranám í tal- meinafræði en hingað til hefur þurft að nema fræðin í útlöndum. „Okkur langar að kynna þær for- kröfur sem eru gerðar til þeirra sem vilja komast inn í námið en fólk þarf til dæmis að vera búið að ljúka ákveðnum námskeiðum í íslensku. Þetta er mikilvægt skref því talmeinafræðingar á Íslandi eru jú að vinna með íslenskuna sem ekkert er fjallað um í erlend- um háskólum.“ vera@frettabladid.is Fyrstu árin skipta sköpum Heyrnar- og talmeinastöð Íslands heldur opið hús á laugardag til að kynna þjónustu sína. Meðal nýj- unga eru heyrnarmælingar á nýburum og meistaranám í talmeinafræði. Guðrún segir fyrstu árin skipta sköpum fyrir máltöku barns og því sé slæmt ef heyrn- arskerðing eða heyrnarleysi uppgötvast seint. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.