Fréttablaðið - 06.10.2008, Síða 8
8 6. október 2008 MÁNUDAGUR
LÍTTU Í EIGIN BARM
Sýndu stuðning þinn í verki og settu slaufu í barminn
bleikaslaufan.is
0
8
-1
8
4
8
/
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
Ð
I
/
S
ÍA
1 Hvað er talið að risavíkinga-
myndin, sem bandarískir
kvikmyndagerðarmenn stefna á
að taka hér á landi á næstunni,
muni kosta?
2 Hver er langtekjuhæsti rithöf-
undur heims?
3 Hversu oft hafa KR-ingar
orðið bikarmeistarar?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
STJÓRNSÝSLA Síðan núverandi ríkis-
stjórn tók við hafa ráðherrar þegið
rúmlega 18,4 milljónir í dagpen-
inga. Upphæðirnar eru mismun-
andi eftir ráðherrum, en allir hafa
þó þegið eitthvað. Fimm makar
ráðherra hafa þegið dagpeninga,
samtals ríflega tvær milljónir.
Nokkurn tíma tók að fá svar við
fyrirspurn Fréttablaðsins um dag-
peninga. Þess vegna hafa sumir
ráðherra þegið meira fé en kemur
fram hér, þeir hafa farið í ferðalög
á meðan beðið var eftir svörum
annarra.
Eðli málsins samkvæmt hefur
utanríkisráðherra þegið mest.
Síðan ríkisstjórnin tók við og fram
til 15. september þáði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir tæpar átta millj-
ónir í dagpeninga. Ingibjörg fór í
32 ferðir. Maki ráðherra hefur
enga dagpeninga þegið. Síðan þá
hefur ráðherra í það minnsta farið
til New York og væntanlega þegið
dagpeninga fyrir það.
Nokkra athygli vekur að Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra hefur þegið
tæplega 2,9 milljónir króna í dag-
peninga. Maki hennar hefur aldrei
fengið greidda dagpeninga. Þor-
gerður hefur fengið um milljón
meira í dagpeninga en forsætis-
ráðherra.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
hefur greitt tæplega 2,2 milljónir í
dagpeninga fyrir Björn Bjarnason
ráðherra og um 470 þúsund fyrir
maka hans. Ráðuneytið er ekki
stórt en málefni Schengen eru á
þess könnu.
Í svari forsætisráðuneytisins frá
10. september kemur fram að Geir
H. Haarde hafði þegið 1,9 milljónir
í dagpeninga og maki hans 540 þús-
und. Síðan þá hefur forsætisráð-
herra farið á allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna.
Þórunn Sveinbjarnardóttir
umhverfisráðherra hefur fengið
lægsta fjárhæð greidda í dagpen-
inga, eða 527 þúsund. Tveir aðrir
ráðherrar hafa þegið minna en
milljón; Kristján Möller samgöngu-
ráðherra með 628 þúsund og
Jóhanna Sigurðardóttir með 605
þúsund. Enginn maka þessara ráð-
herra hefur þegið dagpeninga.
Aðrir ráðherrar hafa allir þegið
yfir milljón krónur.
Forseti Íslands er hluti af ríkis-
ráðinu. Frá því að núverandi ríkis-
stjórn tók við og fram í september
á þessu ári hafa verið greiddar út
tæpar 2,8 milljónir í dagpeninga til
forsetans. Dorrit Moussaieff hefur
aldrei þegið dagpeninga.
kolbeinn@frettabladid.is
Á þriðja tug
milljóna í
dagpeninga
Ríkisráð Íslands, ráðherrar og forseti, hafa fengið
rúmlega 21 milljón í dagpeninga frá því að núver-
andi ríkisstjórn tók við og makarnir tvær miljónir.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu fékk
tilkynningar um þrettán líkams-
árásir aðfaranótt sunnudags.
Í einu tilfellinu réðust tveir
menn að manni í miðborginni,
börðu hann illa og rændu af
honum veskinu. Maðurinn var
fluttur á slysadeild en lögregla
leitaði árásarmannanna enn í
gær. Þá var maður laminn með
kylfu í Hafnarfirði. Hann var
fluttur á slysadeild með kúlu á
höfði en ofbeldismaðurinn
færður í fangageymslu.
Einn var fluttur á slysadeild
eftir að hafa lent í áflogum í
Austurstræti. Um fimmleytið
réðust svo tveir menn á konu
sem var á leið til vinnu og rændu
hana. - kdk
Þrettán árásir tilkynntar:
Ofbeldi og rán í
höfuðborginni
KÓPAVOGUR „Hækkunin er sem olía
á verðbólgubál og kemur því á
versta tíma,“ segir einróma
bæjarráð Kópavogs sem mótmælir
harðlega ákvörðun stjórnar
Orkuveitu Reykjavíkur um 10
prósent hækkun á heitavatnsgjaldi.
Bæjarráðið segir skjóta skökku
við að hækkunin sé rökstudd með
vísan til fjárfestinga Orku-
veitunnar. Það geti vart hafa verið
ætlunin að þær myndu leiða til
slíkra verðhækkana hjá almenn-
ingi: „Bæjarráð Kópavogs skorar á
eigendur Orkuveitunnar, þar sem
Reykjavíkurborg fer með lang-
stærstan eignarhlut, að endurskoða
ákvörðunina.“ - gar
Hækkun OR á heitu vatni:
Sögð vera olía á
verðbólgubálið
RÍKISRÁÐIÐ Ráðherrar og forseti hafa
þegið rúmlega 21 milljón króna í
dagpeninga síðan ríkisstjórnin tók við.
Makar hafa þegið rúmar tvær milljónir,
en ekki þiggja allir makar dagpeninga.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fo
rs
æ
tis
D
óm
s-
o
g
ki
rk
ju
Fé
la
gs
-
og
tr
yg
gi
ng
a
H
ei
lb
rig
ði
s
M
en
nt
am
ál
a
Sj
áv
ar
-
la
nd
bú
na
ða
r
U
ta
nr
ík
is
8
6
4
2
0
M
illjónir króna
Fo
rs
et
i Í
sl
an
ds
Ráðuneyti
Makar
DAGPENINGAR RÍKISRÁÐS FRÁ 23. MAÍ 2007
10.9 17.9 17.9 23.9 5.9 9.9 9.9 5.9 1.10 15.9 15.9 8.9 12.9
Fj
ár
m
ál
a
Ið
na
ða
r
Sa
m
gö
ng
u
U
m
hv
er
fis
Vi
ðs
ki
pt
a
Samtals: 23.250.574
Svar
barst
NÁTTÚRA Talið er að minkur sé
horfinn í Tjörneshreppi. „Að baki
þessum árangri liggur mikil vinna
og árvekni veiðimanna okkar,“
segir á vefsíðu svæðisins tjornes-
hreppur.is.
Róbert Arnar Stefánsson líf-
fræðingur segir að með mjög
markvissu átaki hafi það sýnt sig
víða um land að mjög góður árang-
ur geti náðst í baráttunni við mink-
inn. Það sé hins vegar erfitt að
meta hvort tekist hafi að útrýma
minkunum. „Tómar gildrur gefa þó
vísbendingu um að góður árangur
hafi náðst,“ sagði hann þegar
Fréttablaðið hafði samband við
hann.
Á Tjörnesi var ákveðið að hefja
skipulagðar veiðar árið 2006 með
því markmiði að útrýma mink af
svæðinu. Ári síðar fannst ekkert
greni en í október það ár veiddist í
gildru eitt dýr og síðan ekki söguna
meir til dagsins í dag, eins og segir
á síðu svæðisins. Ef ekkert dýr
finnst í gildrum veiðimanna í okt-
óbermánuði vona sveitungar að
sýnt þyki að hægt sé að halda
útbreiðslu minks í skefjum.
Minkaveiðar hófust fljótlega
eftir að minkar fóru að breiðast um
landið, en árið 1939 var byrjað að
greiða fyrir veiðarnar úr opinber-
um sjóðum til að reyna að stemma
stigu við fjölgun þeirra í landinu.
Tjörneshreppur er utan þess svæð-
is sem ríkið hefur veitt 160 milljón-
um til, vegna sérstaks átaks í bar-
áttunni við minkinn. - kdk
Sveitungar í Tjörneshreppi ötulir við minkadráp:
Minkar hverfa af Tjörnesi
TJÖRNES Tjörnes er skagi á milli Skjálfandaflóa og Axarfjarðar. Kaupstaðurinn Húsa-
vík sem nú er hluti af sveitarfélaginu Norðurþingi stendur sunnarlega á vestanverðu
nesinu en byggðin í Tjörneshreppi nær frá Reyðará sem fellur til sjávar í Héðinsvík.
SVÍÞJÓÐ, AP Mannréttindasinnar
frá Kína og Rússlandi eru taldir
líklegastir til að fá friðarverðlaun
Nóbels, sem afhent verða í vik-
unni. Ítali, Sýrlendingur og Ísraeli
eru hins vegar efstir á blaði þegar
bókmenntaverðlaunin ber á góma.
Á meðan verðlaunanefndirnar
sitja sveittar yfir afrekum ársins
á sviðum vísinda, friðar og bók-
mennta fara getspekingar mikinn
og eru háar fjárhæðir lagðar undir
á þá sem taldir eru munu hreppa
hnossið og verðlaunaféð upp á 1,3
milljónir dala.
Valið í læknisfræði, eðlisfræði,
efnafræði og hagfræði er venju-
lega afgreitt í vísindasamfélag-
inu en valið hjá friðar- og bók-
menntanefndunum er yfirleitt
umdeildara.
Einn meðlima sænsku Nóbels-
stofnunarinnar, sem veitir verð-
launin í bókmenntum á fimmtu-
dag, vakti mikla reiði meðal
bókmenntaunnenda í Bandaríkj-
unum, þegar hann sagði Banda-
ríkjamenn of þröngsýna og
fáfróða til að standast
Evrópubúum snúning í bók-
menntaheiminum.
Horace Engdahl, formaður
Nóbelsnefndarinnar, hafnar því
að stjórnmál hafi nokkuð með val
nefndarinnar að gera.
Nóbelsverðlaunin eru afhent
10. desember en þann dag árið
1986 lést Alfreð Nóbel, stofnandi
verðlaunanna. - kdk
Mannréttindafrömuðir frá Kína og Rússlandi líklegir Nóbelsverðlaunahafar:
Friðarverðlaun til Kínverja eða Rússa
NÓBELSVERÐLAUN Halldór Laxnes fékk
bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Fjórir ökumenn handteknir
Fjórir ökumenn voru handteknir á
Suðurnesjum aðfaranótt sunnudags.
Einn vegna gruns um akstur undir
áhrifum fíkniefna og þrír vegna akstur
undir áhrifum áfengis.
Saga rafstöðva við Sogið
Sveitarstjórn Grímsness- og Grafn-
ingshrepps hyggst láta skrifa sögu
Grafningshrepps og rafstöðva við Sog.
SUÐURLAND
VEISTU SVARIÐ?