Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2008, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 06.10.2008, Qupperneq 36
20 6. október 2008 MÁNUDAGUR Á níunda áratug síðustu aldar blómstraði nokkuð öflug jaðarrokkmenning víða í hinum vestræna heimi. Hún var þó á fáum stöðum í jafnmiklum blóma eins og í norðvesturhluta Bandaríkjanna þar sem misskildar týpur höfðu frelsi til að rokka frá sér allt vit án þess að umheimurinn hefði nokkuð út á það að setja. Svo fór allt fjandans til í byrjun tíunda áratugarins þegar tvær af þessum jaðar- hljómsveitum, Nirvana og Pearl Jam skömmu síðar, slógu rækilega í gegn og grugg-stefnan svokallaða varð að tískufyrirbæri um heim allan. Í kjölfar vinsældanna var náttúrlega úti um jaðarrokk sem slíkt; það liggur í hlutarins eðli að vinsælt efni getur ekki tilheyrt jaðrinum. Allar götur síðan hefur vinsældapopp miskunnarlaust nýtt sér útlit, sögu og hljóðheim jaðarrokksins til að markaðssetja horbjóð ýmiss konar ofan í ráðvillta unglinga. Eiginlegt jaðarrokk hefur að sama skapi tekið upp ýmsa vanhugsaða takta úr heimi vinsældatónlistar. Misskilið og pirrað fólk á sér fá athvörf í tónlistarheiminum nú til dags. Tónlistarfræðingar eru þó flestir sammála um að sökina á þessari leiðu þróun beri Pearl Jam fremur en Nirvana, þó svo að síðar- nefnda hljómsveitin hafi í raun verið sú sem hratt jaðaræðinu af stað á sínum tíma. Ástæðan fyrir því er einföld: Pearl Jam er skipuð mönnum sem hafa áhuga á keppnis- íþróttum (hljómsveitin kom meðal annars einu sinni fram undir nafninu Mookie Blaylock, auk þess sem söngvarinn Eddie Vedder spilaði hafnabolta í frístundum sínum). Ljóst er að karlmenn sem hafa áhuga á íþróttakappleikjum tilheyra svo sannarlega ekki jaðrinum á einu né neinu og eru því að sigla undir fölsku flaggi þegar þeir selja sig sem vini hins misskilda. Kurt Cobain varð vissulega vinsæll, en hann hafði rænu á að hafna íþróttaáhuga alveg til hins síðasta. Vedderinn drap jaðarinn NOKKUR ORÐ Vigdís Þormóðsdóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Almenna flutningafyrirtækið Takið eftir! Hafragrjón eru á tilboði! Og kardemommudrop- ar líka! Í þessa átt! Ég held nú ekki að hafragrjón séu á tilb... My mistake! Getum við verið svo- lítið fljót að þessu? Hvað er klónun eiginlega? Ja... ... eins og ég skil þetta þá eru vísindin að reyna að finna aðra leið til að skapa manneskju en þá venjulegu. Þetta er athyglisvert umræðu- efni! Aðeins fullorðnu fólki finnst eitthvað áhugavert, þegar búið er að útiloka það skemmtilega. Mjáááá si! Kall náttúrunnar. DÝNUR ALLAN SÓLARHRINGINN Dýnur allan sól- arhringinn, get ég aðstoðað? Má ég spyrja að einu? Skjóttu! Áttu 180 sentímetra breiða kojudýnu? Skriðu krakk- arnir upp í rúm til þín? HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ | TÓNABÚÐIN | SÍÐUMÚLA 20 | 108 REYKJAVÍK 111.486 57.147 78.672 20.000 0 40.000 60.000 80.000 100.000 120.000 Meðallestur á tölublað m.v. allt landið, 12–54 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Þjóðin veit hvað hún vill Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnis- aðila sína eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. Allt sem þú þarft... ...alla daga Það mælist í tugum þúsunda hvað miklu fleiri lesa Fréttablaðið en Morgunblaðið og 24 stundir

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.