Fréttablaðið - 09.10.2008, Side 22

Fréttablaðið - 09.10.2008, Side 22
22 9. október 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Guðjón Bergmann skrifar um hugarfar Fyrirsögn þessa greinarkorns vísar í þrjú mikilvæg hugtök: æðruleysi, samúð og jákvæðni. Í orðabók jafngildir sögnin að æðrast því að láta hugfallast, guggna, kvarta sáran og kveina. Æðru- leysi er andstaðan við þetta. Við Íslendingar líkt og margir fleiri um allan heim stöndum frammi fyrir aðstæðum þessa dagana sem krefjast algjörrar endurskoðunar á fyrri hugmyndum, aðferðum og aðstæðum. Æðruleysi minnir okkur á að sleppa taki á hlutum og aðstæðum sem við getum ekki breytt eða stjórnað og beina þess í stað athyglinni að þeim hlutum sem við getum mögulega haft áhrif á. Æðruleysi eitt og sér mun ekki laga ástandið en sá hugsunarháttur er líklegur til að draga úr spennu, kvíða og streitu hjá einstaklingum. Á sama tíma er mikilvægt að finna til samúðar og samkenndar með þeim sem ganga nú í gegnum hremmingar af völdum hinnar yfirvofandi kreppu. Á erfiðistímum er fátt mikilvægara en náungakærleikur, umhyggja og aðstoð. En það sem þjóðfélagið þarf mest á að halda er jákvæðni. Nú á ég ekki við óraun- sæja eða innistæðulausa bjartsýni, heldur raunverulega jákvæðni. Síðustu ár hef ég haldið því statt og stöðugt fram að jákvæðni sé ekkert merkileg fyrr en á móti blæs. Erfiðleikar afhjúpa karakter og hugsunarhátt einstaklinga betur en margt annað. Nú ríður á að sem flestir leggi sig fram og geri sitt besta til að hugsa um lausnir, leiðir og möguleika. Þegar óttinn tekur völdin hjá stórum hópum þjóðfélagsins er mikilvægt að þeir sem geta leggi lóð sín á vogarskálarnar og bjóði fram nýjar lausnir í meira mæli en áður. Jákvæð og lausnamiðuð hugsun býr til von og síst af öllu þurfum við á vonleysi fjöldans að halda. En ef allt annað þrýtur er ágætt að minnast orða Zen-meistarans sem sagði: Þetta, líkt og allt annað, mun líða hjá. Höfundur er jógakennari, rithöfundur og fyrirlesari. Æðruleysi, samúð og jákvæðni GUÐJÓN BERGMANN Veislustjórinn í Hruna Ummæli sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra lét falla í mars í fyrra eiga eftir að verða langlíf. Árni var þá í sjónvarpsviðtali spurður út í niðurskurð á barnabótum og svaraði með því að vitna í kumpána sinn sem hafði sagt: „Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“ Honum láðist hins vegar að geta að veislan var haldin í Hruna. Ummæli Árna voru vitaskuld sett í samhengi við orð sem eignuð voru Maríu Antoniotte Frakklands- drottningu, sem átti að hafa spurt hvers vegna brauðlaus lýðurinn æti ekki bara kökur. Eini munurinn er sá, að María lét ummælin fleygu sem höfð eru eftir henni aldrei falla – það gerði Árni hins vegar. Meðan Róm brennur Það er misjafnt sem stjórnmálamenn aðhafast í gjörningaveðri efnahags- mála þessa dagana. Við upphaf þingfundar í gær sá enginn þingmað- ur ástæðu til að taka til máls undir dagskrárliðnum störf þingsins, og gaf það fyrirheit um að þingmenn ætluðu að láta karp og persónuleg áhugamál lönd og leið. En nei, Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, var ekki á því heldur hélt langa ræðu um afnám stimpilgjalda. Náttúruleg nauðsyn „Sterk, jákvæð ímynd er náttúru- leg nauðsyn hverri þjóð,“ segir í hálfsárs gamalli ímynd- arskýrslu forsætis- ráðuneytisins. Enn fremur kemur fram: „Ímynd má líkja við viðskipta- vild, sem laðar að fólk, fjármagn og hugmyndir og er efnahagslífi þjóðar nauðsynleg.“ Þar fór í verra, því eftir hrakfarir Icesave í Bretlandi má gera því skóna að ímynd Íslands á erlendri grundu sé ekki upp á marga fiska. En ekki er öll von úti, því eins og segir í skýrslunni getur ímynd landa byggst á staðreyndum, getgátum eða jafnvel ranghug- myndum. Ætli Ísland verði ekki að veðja á ranghugmyndirnar í bili. bergsteinn@frettabladid.is Bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey Sachs segir stundum söguna af fundi sínum með Viktor Gerasjenkó, þá seðla- bankastjóra í Moskvu. Gera- sjenkó var flokksjaxl af gamla skólanum, forhertur kommúnisti. Hann hafði aldrei haft fyrir því að kynna sér efnahagsmál eða hagfræði, en hikaði samt ekki við að taka við stjórn Seðlabanka Rússlands. Þegar ríkisstjórn Jeltsíns forseta bað Sachs að leggja á ráðin um hagstjórn eftir 1991, hlaut Sachs að leggja leið sína í seðlabankann til að reyna að leiða bankastjóranum fyrir sjónir, að of mikil útlánaþensla hlyti að ýfa verðbólguna. Gerasjenkó var á öðru máli og sagði Sachs, að aukin útlán bankakerfisins og peningaprent- un myndu þvert á móti draga úr verðbólgu, væri þess gætt að koma lánsfénu í réttar – vinveitt- ar – hendur. Hann átti við ríkisfyrirtækin, sem römbuðu á barmi gjaldþrots, enda var þeim stjórnað af mönnum eins og honum sjálfum. Sachs sat lengi hjá Gerasjenkó og reyndi að miðla honum af reynslu þjóða, sem hafa misst stjórn á útlánum bankakerfisins og peningamagni, en bankastjórinn lét sér ekki segjast. Sachs sagði nokkru síðar af sér sem ráðgjafi ríkisstjórnar- innar og hefur ekki síðan stigið fæti á rússneska grund. Verð- bólgan æddi áfram, og seðla- bankinn jós olíu á eldinn. Gerasjenkó var rekinn úr bankanum 1994, en hann var ráðinn þangað aftur 1998-2002 (þannig er Rússland). Hann var sagður versti seðlabankastjóri heims og bar nafngiftina með rentu. Seðlabanki Íslands er í svipuð- um vanda staddur. Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu bankanna að ósk þeirra og lagði hana síðan frá sér, þótt bindiskyldan sé ásamt stýrivöxtum nauðsynlegt vopn gegn óhóflegri útlánaþenslu við íslenzkar aðstæður. Bankarnir una háum stýrivöxtum, því að þeir geta ávaxtað fé á þeim kjör- um í Seðlabankanum. Bankarnir una ekki bindiskyldu, því að hún skerðir útlánagetu þeirra. Seðla- bankinn átti að hafa hemil á bönk- unum, en lagðist flatur fyrir framan þá. Reynslan sýnir, að stýrivaxtavopn Seðlabankans dugir ekki eitt sér til að hemja útlánavöxt og verðbólgu svo sem vita mátti. Seðlabankinn ber því höfuðábyrgð á útlánaþenslu bank- anna, verðbólgunni af hennar völdum og um leið einnig að tals- verðu leyti á bankahruninu nú, enda þótt neistinn, sem kveikti bálið, hafi borizt utan úr heimi. Í annan stað vanrækti Seðla- bankinn ítrekaðar aðvaranir um óhóflega skuldasöfnun bankanna og of lítinn gjaldeyrisforða og hafði sjálfur lítið sem ekkert frumkvæði í málinu. Ríkissjóður neyddist því á elleftu stundu til að taka dýr erlend lán til að auka forðann, sem er þó enn allt of lítill miðað við miklar skammtíma- skuldir bankanna. Hefði Seðla- bankinn verið vakandi, hefði gjaldeyrisforðanum ekki verið leyft að dragast aftur úr erlend- um skammtímaskuldum bank- anna, og þá væri Seðlabankinn í stakk búinn að verja gengi krón- unnar gegn áhlaupum spákaup- manna. En Seðlabankinn svaf, og gengið hrapaði. Það þýðir ekki fyrir bankastjórn Seðlabankans að stíga nú fram og segjast hafa varað ríkisstjórnina við á einka- fundum. Í þriðja lagi hefur Seðlabank- inn vanrækt að leita eftir aðstoð hvort heldur frá Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð eða Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, sem er ýmsum tækjum búinn til að taka á vanda sem þessum. Í staðinn hefur bankastjórn Seðlabankans farið með fleipur eins og það, að Sjóðurinn sé til þess að aðstoða gjaldþrota þjóðir, sem er alrangt. Ýmis önnur ógætileg ummæli formanns bankastjórnarinnar hafa aukið vandann. Aðstoð að utan hlyti að vera bundin skilyrð- um um bætta hagstjórn, svo sem eðlilegt er og alsiða. Rússar setja trúlega engin slík skilyrði. Ein- mitt þar liggur hættan. Tilgang- urinn með því að þiggja erlenda aðstoð við aðstæður sem þessar er að endurvekja traust umheims- ins með því að þiggja ráð af öðrum. Sé Rússalánið, ef af því verður, engum skilyrðum háð, getur það ekki haft nein áhrif til að endurreisa traust útlendinga á íslenzku efnahagslífi. Þvert á móti hafa ríkisstjórnin og Seðla- bankinn kosið að auglýsa það ósannlega fyrir umheiminum, að Ísland njóti einskis trausts lengur meðal gamalla vina og banda- manna. Seðlabankanum ber að lögum að stuðla að stöðugu verðlagi og virku og öruggu fjármálakerfi. Bankastjórnin veldur hvorugu hlutverkinu. Verðbólga og geng- isfall ógna afkomu margra heim- ila og fyrirtækja. Bankarnir og fjármálakerfið eru í uppnámi. Ríkisstjórnin og Alþingi bera ábyrgð á Seðlabankanum. Banka- stjórn Seðlabankans verður að víkja án frekari tafar. Að því til- skyldu verður hægt að hefja end- urreisnarstarfið í samvinnu við erlenda sérfræðinga. Versti seðlabankastjórinn Nú reynir á ÞORVALDUR GYLFASON Í DAG | ”Af stað”. Gigtarganga - Gigtarfólk- Gigtarganga Göngum í dag - 9. október Gengið frá Lækjartorgi upp á Skólavörðuholt undir kjörorðinu ”Að hugsa jákvætt.” Við stöndum fyrir dugnað, einurð og útsjónarsemi. Úrræði við gigtarsjúkdómum er fjárfesting. 17:00 - Safnast verður saman á Lækjartorgi 17:20 - Upphitun fyrir gönguna 17:30 - Gengið upp Bankastr. og Skólavörðust.* 18:10 - Gangan enda við styttu Leifs heppna. * Hægt er að koma inn í gönguna við Bergstaðastræti. Verum sýnileg, tökum fjölskylduna með. Allar frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu GÍ í síma 530 3600. Gigtarfélag Íslands "Af stað". U m nokkurra mánaða skeið hefur legið fyrir að í óefni stefndi á Íslandi, að fjármálakreppa væri yfirvofandi. Margir erlendir sérfræðingar um efnahagsmál höfðu bent á þetta allmiklu fyrr og nokkrir Íslendingar líka. Þessar athugasemdir hafa ekki verið teknar til greina og því jafnvel svarað til að skiln- ingsleysi á íslenskum dugnaði og áræðni lægi að baki þeim. Eftir því sem liðið hefur á þetta ár hefur smám saman orðið ljósara að í alvarlega fjármálakreppu stefndi. Íslensk stjórn- völd, þeir sem til ábyrgðar standa í rekstri íslenskrar þjóðar- skútu, hafa á þessum tíma kosið að láta meira og minna eins og ekkert væri. Eiginlega hafa íslenskir ráðamenn minnt á strút- inn sem stingur höfðinu í sandinn þegar vá er fyrir dyrum. Alla síðastliðna helgi beið þjóðin í ofvæni eftir niðurstöðum raðfundarhalda í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Seint á sunnudagskvöld mælti svo forsætisráðherra af tröppum ráðherrabústaðarins og sagði að ekki væri þörf á „sérstökum aðgerðapakka“. Það var niðurstaða fundahalda helgarinnar. Næsti kapítuli var ávarp sama forsætisráðherra innan við sólarhring síðar þar sem hann greindi þjóðinni frá því að stað- an væri gerbreytt og að hann hygðist leggja fram frumvarp um neyðarlög í landinu. Alþingi samþykkti neyðarlögin. Nú varð atburðarás hröð og bankar voru yfirteknir. Einnig var ákveðið að festa gengi íslensku krónunnar en vegna skorts á gjaldeyri var aldrei hægt að framfylgja þeirri ákvörðun og gengi krónunnar í algerri óvissu. Hins vegar hefur ekki verið hreyft við stýrivöxtum Seðlabankans þrátt fyrir að skipbrot stýrivaxtastefnunnar sé löngu ljóst. Yfirlýsing seðlabankastjóra um væntanlegt lán frá Rússum, áður en það var frágengið, ásamt því að gefa í skyn að Íslend- ingar hygðust brjóta lög á breskum sparifjáreigendum var heldur ekki til þess fallið að auka tiltrú almennings á því að þjóðarskútan væri undir styrkri stjórn, auk þess sem þessar yfirlýsingar hafa skaðað ímynd Íslands enn frekar en orðið var í alþjóðasamfélaginu. Í gær beið þjóðin eftir blaðamannafundi meðan þess var freistað að slökkva þá elda sem seðlabankastjóri hafði kveikt. Þjóðin vænti þeim mun meiri tíðinda af fundinum. Þau komu ekki. Enn bíður þjóðin. Ljóst er að fjárhagsgrundvöllurinn fjar- ar nú undan fjölmörgum fjölskyldum þrátt fyrir að koma eigi böndum á afborganir af íbúðalánum með yfirtöku Íbúðalána- sjóðs og að ríkið muni ábyrgjast sparifé á bankareikningum. Gjaldþrot blasa einnig við fjölda fyrirtækja með tilheyrandi atvinnuleysi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að yfirvöld tali einum rómi. Skilaboðin til þjóðarinnar eiga að koma frá ríkisstjórn- inni, ekki seðlabankastjóra. Upplýsingar verða að vera skýrar og ganga eftir. Almenningur verður að finna að ríkisstjórnin hafi stjórn á atburðarásinni innanlands. Sú er ekki raunin enn sem komið er. Til þess verða aðgerðir að vera markvissari og skilaboð skýrari. Yfirvöld verða að tala einum rómi. Óskýr skilaboð STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.