Fréttablaðið - 09.10.2008, Side 30

Fréttablaðið - 09.10.2008, Side 30
 9. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR Guðrún Þóra Hjaltadóttir prjónar öllum stundum og framleiðir barnalopapeysur í nokkuð stórum stíl. Kennarinn og næringarráðgjafinn Guðrún Þóra Hjaltadóttir prjónar við öll möguleg og ómöguleg tæki- færi og framleiðir töluvert af barna- lopapeysum. Upphaflega prjónaði hún á ættingja og vini en í dag er hægt að kaupa peysurnar í verslun- inni Lykkjufalli á Laugavegi. „Þetta byrjaði fyrir um þremur árum þegar dóttir mín var ófrísk. Ég var nýbúin að prjóna á hana að- sniðna lopapeysu eins og þá voru í tísku og spurði hún mig hvort ég gæti ekki prjónað eins á barnið. Ég hugsaði með mér að ég gæti ekki gert peysu úr lopa þannig að ég varð mér úti um barnaull sem má þvo. Ég gerði eina dökka með munstri og aðra hvíta sem voru mikið notað- ar,“ segir Guðrún. Svo fór að ættingjar og vinir fóru að biðja Guðrúnu að prjóna á börnin sín og á endanum bað Sigrún Bald- ursdóttir, eigandi Lykkjufalls og æskuvinkona dóttur Guðrúnar, hana um að prjóna fyrir búð- ina. Ég reyni að hafa peys- urnar í sauðalitunum en þær allra nýjustu eru með smá lit. Guðrún seg- ist ávallt hafa verið mikil handa- vinnukona. „Ég fékk sykursýki þegar ég var barn og gat því ekki tekið þátt í því sama og jafnaldrar mínir en sat gjarnan inni og gerði handavinnu. Þótt mig hafi eflaust langað til að gera eitthvað annað þá bý ég að því í dag.“ Guðrún prjónar öllum stundum. „Ég prjóna fyrir framan sjónvarp- ið, ef ég er farþegi í bíl og á öllum fundum. Ég held betri einbeitingu ef ég prjóna,“ fullyrðir hún. Í síðustu viku lauk hún við fimm peysur sem allar fóru til vinkvenna hennar sem eiga barnabörn. „Ég gæti nú bara verið í þessu en það er verst að þetta gefur svo lítið af sér. Handavinna er ofboðslega illa metin og gerir fólk lítinn greinar- mun á því hvort hlutirnir séu hand- gerðir eða úr vél.“ - ve Guðrún segist halda bestri ein- beitingu með prjóna í hönd. Prjónar á fundum Peys- urnar fást í versluninni Lykkjufalli. Gísli Jóhannsson og Helena Jóns- dóttir, garðyrkjubændur í Dals- garði í Mosfellsdal, segja að blómin séu viðkvæm vara sem huga þurfi vel að jafnt að nóttu sem degi. „Blómin veita vellíðan,“ segir Gísli Jóhannsson, garðyrkjubóndi í Dalsgarði í Mosfellsdal, þegar hann er spurður út í blómaræktina sem hann þekkir vel allt frá blautu barnsbeini. Fyrir um sextíu árum hófu foreldrar Gísla búskap með blómarækt í Dalsgarði. Gísli og kona hans Helena Jónsdóttir tóku síðan alfarið við búskapnum fyrir um áratug. „Íslensk blómarækt hefur byggst upp á miklum dugn- aði,“ segir Gísli og minnist þess að menn höfðu mikla trú á að hægt væri að nýta heita vatnið. Engin launung er á því að það hefur tekið langan tíma að byggja upp markað- inn með mikilli elju og þrautseigju. „Það má segja að við séum að mjólka rósir,“ segir garðyrkjubónd- inn þegar hann líkir starfi blóma- ræktandans við vinnu kúabónd- ans sem mjólkar kýr alla morgna. „Blómin eru viðkvæm vara sem þarf að hugsa vel um dag og nótt,“ segir Gísli og vísar til þess að eftir því sem atlætið við blómin er meira því meira blómstra þau. Gísli nefnir að á haustin séu rauðir og appelsínugulir litir ráð- andi í rósum. En með vorinu í kring- um fermingar og útskriftir eru það bleikir litir sem verða ríkjandi. Ís- lenskir blómabændur sjá kaup- mönnum að mestu fyrir blómum allt árið um kring, en það er helst á konudaginn eða þegar mikið liggur við að bændur anna ekki eftirspurn. „Við bændurnir erum auðvitað að keppast um hver er með bestu vör- una. Markaðurinn er lítill og þetta er hörkuslagur.“ Á undanförnum árum hefur fækkað í greininni að sögn Gísla. „Ætli við séum ekki í kringum tíu blómabændur sem halda uppi þjón- ustunni í dag.“ Rósirnar vaxa allan ársins hring í gróðurhúsunum en túlípanaræktunin er árstíðabundin. Í Dalsgarði er einmitt þessa dagana verið að undirbúa túlípanaræktun- ina fyrir jólin. - vg Blómin veita vellíðan F R É T TA B L A Ð IÐ /A N T O N Helena og Gísli segja blómin vera viðkvæm og hugsa þurfi vel um þau. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN F R É T TA B L A Ð IÐ /S T E FÁ N Gæðabakstur ehf • Álafabakka 12 • 109 Reykjavík sími 564-2024 • kleina@centrum.is Hollur biti í dagsins önn. Sólkjarnarúgbrauð, Maltbrauð, Normalbrauð Speltrúgbrauð, Orkukubbur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.