Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 09.10.2008, Qupperneq 34
 9. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Smæð landsins er jafnvel til bóta fyrir skartgripasölu á Ís- landi, að mati Huldu B. Ágústs- dóttur skartgripahönnuðar en hönnun hennar er til sölu í Kirsuberjatrénu. „Ég hef verið skartgripahönnuður í fjöldamörg ár og er búin að vera í Kirsuberjatrénu síðan 1995. Það var samt ekki þannig að ég hafi alltaf ætlað mér að verða skart- gripahönnuður. Ég lærði mynd- list í Frakklandi og bjó þar í fjögur ár. En hlutirnir þróuðust þannig að ég fór að hanna skartgripi,“ segir Hulda B. Ágústsdóttir og bætir við að hún hafi í upphafi aldrei verið mikið með skartgripi. „Ég var alin upp á þeim tíma þar sem maður var frekar hippalegur en síðan prófaði ég og þótti þetta skemmtilegt.“ Huldu þykir gaman að reyna eitthvað nýtt og gera tilraun- ir með efni, eins og sjá má á fjöl- breyttu skartgripaúrvali hennar. „Ég hef alltaf haft meiri áhuga á að hanna stærri hluti. Fyrst var ég að vinna úr leir en af því að ég vildi hafa skartgripina stóra, og leir- inn er þungur, þá fór ég að nota pappamassa. Í kjölfar- ið gerði ég tilraunir með alls konar efni. Það sem mér finnst höfða til mín er eitthvað sem sést,“ útskýrir Hulda og á hún þá við skartgripi sem eru litskrúðugir og lyfta mann- eskjunni upp. „Síðustu ár hef ég mikið notað plexígler en þar áður var ég mikið með plastslöngur og málaði að innan með pensli. Svo setti ég stundum organsa silki inn í og ég hef notað blýsilfur, dúska, skeljar og fleira.“ Skeljarnar kallast sæ- eyra og kaupir Hulda þær í París. „Þær eru mjög viðkvæmar en afar fallegar. Þær lita ég með taulitum. Ég reyni að finna eitthvað hérna heima og finn til dæmis mikið efni í byggingavöruverslunum en síðan fer ég oft til Parísar.“ Oft getur verið erfitt að hafa uppi á efni í skartgripina. „Það er svolítil kúnst að finna til dæmis góðar festingar og smærra efni en ég þekki París vel og veit hvar ég á að leita þar.“ Gúmmíið og plexíglerið kaupir hún hins vegar hér á landi. En hvaðan koma hugmyndirnar? „Ein hugmynd leiðir mig að þeirri næstu og mér finnst allt efni í raun spennandi,“ segir Hulda áhugasöm og þykir henni gaman að prófa sig áfram með nýja hluti. Skartgripa- smíði getur hins vegar verið tölu- vert nostur. „Mestur tími fer í hug- myndavinnuna og að finna upp eitthvað nýtt. Þegar ég er búin að ákveða hvað ég ætla að gera og finna allar lausnir með samsetn- ingar þá er ég kannski ekki mjög lengi að vinna skartið.“ Að sögn Huldu ganga viðskipt- in vel og eru Íslendingar mjög já- kvæðir. „Það er stór hópur kvenna sem kemur alltaf í Kirsuberjatréð og ég held að smæð landsins sé kostur. Þetta spyrst fljótt út og ef fólk er ánægt þá kemur það aftur þannig að það er fínt að vera skart- gripahönnuður á Íslandi,“ segir Hulda og brosir. - hs Litríkt og leikandi Hulda segir hugmyndavinnuna að skartinu vera tímafrekasta. MYND/HULDA B. ÁGÚSTSDÓTTIR Hulda vann fyrst með leir en hefur svo verið ófeimin að prófa alls kyns efni. Skart Huldu, armbönd og hálsmen bera hugmyndaauðgi hennar vitni. Hulda vill hafa skartgripina áberandi. Huldu þykir gaman að reyna eitthvað nýtt og gera tilraunir með efni, eins og sjá má á fjölbreyttu skartgripaúrvali hennar. Skart- gripir hennar fást í Kirsuberjatrénu. F R É T TA B L A Ð IÐ /A N T O N Hulda hannar gripina meðal annars með það fyrir augum að bæta sálarlífið. Vallhumall, mjaðjurt og hvannarót. Þessar íslensku jurtir eru meðal þess sem Kolbrún grasalæknir notar í sínar vörur. Hún ræður ríkjum í Jurtaapótekinu á Laugavegi 2. -Kolbrún ertu lengi búin að eiga Jurtaapótekið? „Það verða fjögur ár núna í desember.“ -Hvaða erindi á fólk helst hingað? „Að halda heilsunni. Við erum með alls konar efni sem styðja við hana, bæði andlega og líkam- lega.“ -Eru þetta lífselexírar sem þú ert að framleiða? „Já, þú þarft ekk- ert endilega að byrja að hugsa um heilsuna þegar eitthvað klikk- ar. Það er miklu skynsamlegra að reyna að fyrirbyggja heilsu- brest. Jurtir eru mjög orkugefandi og þær hreinsa vel líkamann líka.“ -Hvaða jurtir eru þetta helst sem þú notar? „Við notum mikið af steinselju til dæmis í töflur sem við köllum grænu bombuna og innihalda mörg vítamín og steinefni. Vallhumallinn er í ýmsum blöndum, hann er blóðþrýstingslækkandi og róandi og styrk- ir æðakerfið líka. Einnig er hann góður í græðismyrsl og svo bara te.“ Mjaðarjurtin er íslensk líka og nýtist vel í magabólgublöndu.“ -Hm,.. ertu með einhver fegr- unarkrem? „Já já. Nokkrar gerðir. -Og gera þær eitthvert gagn? „Þær byggja húðina upp og næra en eru jafnframt mjög mildar. Við erum með til dæmis eina blöndu gegn rósaroða en það er æðaslit í kinnunum og afar við- kvæm húð. Blandan heitir Rán og hefur hjálpað mörgum. -Ertu með eitthvað sérstakt fyrir krakka? „Já, við erum með eyrnaolíu vegna eyrnabólgu og kvefmixtúru sem virkar mjög vel líka. Í henni er blómavatn frá Bretlandi. Ég þarf að flytja margt inn til framleiðslunnar en allt er búið til hérna heima. Við erum sjö sem vinnum í þessu húsi en framleiðslan fer mikið fram í Ölvisholti í Flóa.“ -Þú ert á besta stað í bænum. „Já. Það er frábært að vera hér og góður andi í húsinu.“ - gun Grasalyf og græn bomba fyrir heilsuna „Það er nauðsynlegt að hugsa um heilsuna áður en eitthvað klikkar,“ segir Kolbrún Björns sem býr til blöndur og krem. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jafnvel nöfnin blása okkur hreysti í brjóst. Bændurnir Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir eru að byggja upp heimavinnslustöð að Erps- stöðum í Búðardal. Þau stefna að því að hefja þar framleiðslu á ís, skyrkonfekti og ostum öðru hvoru megin við jól. Í fyrra gerðu þau skemmtilega skyrkonfekt- mola í samstarfi við nemend- ur úr Listaháskóla Íslands en ekki þarf að fjölyrða um hvaðan innblásturinn að lögun þeirra og litum kemur. Þorgrímur vonast til að þá verði hægt að nálgast ásamt öðru innan skamms. „Við erum að byggja nýtt 1.000 fermetra húsnæði þar sem 800 fermetrar fara í fjós en 200 í heimavinnslu. Auk þess gerum við ráð fyrir móttöku-að- stöðu þar sem verður hægt að halda fyrirlestra og sýna gestum inn í fjós. Í framtíðinni á fólk svo að geta keypt afurðir af okkur hér heima.“ -ve Kusukonfekt úr skyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.