Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 48
28 9. október 2008 FIMMTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Við skoðuðum
gögnin þín og það
virðist sem þú eigir
nokkra ógreidda
reikninga hjá fyr-
irtæki sem heitir
Gulrótasalan!
Af hverju heitir
þetta „Að borða
kirsuber með
þeim stóru“?
Ja... sjáðu
þarna.
Þeir stóru borða
jú frekar sjaldan
kirsuber!
Uss!
Borðaðu
ísinn
þinn!
Bless... ég
elska þig!
Mamma,
þetta er of
gamal-
dags.
Að segja
að ég
elski þig?
Já, það er
skelfilegt.
Hvað á
ég þá að
segja?
Það veit
ég ekki,
reyndu
að finna
eitthvað
nútímalegra.
Friður á
jörð! Haltu
áfram að
hugsa...
Lánadeild
Hættu
þessu!
Svona hljómar þú!
Úps!
Ég næ
þessu!
Sleik!
Sleik!
Sleik!
Puff!
Puff!
Puff! Þurrka!
Þurrka!
Þurrka!
Maður
verður að
passa sig
á bakterí-
unum.
Ég gekk í sjóinn í gær. Það var ekki slæmt ástand í efnahagsmálum sem fékk mig til þess að taka þessa
ákvörðun heldur ákvörðun vinnufélaga að
prófa sjósund í Nauthólsvík. Mig hefur
lengi langað til að fara í sjóinn við Ísland
en samt ekki látið slag standa, hann er svo
helvíti kaldur og óárennilegur nema
kannski á heitustu sumardögum. Hvað
hefur maður ekki oft horft út á haf og
hryllt sig við gráum öldum og hugsað að
bráður bani biði þess sem lenti úti í
íslensku ölduróti? Út undan mér
hef ég samt heyrt af fólki sem
stundaði sjóböð við Ísland og
ég hef verið full aðdáunar.
Ég var því fljót að tilkynna
þátttöku mína í ferð vinnufé-
laga sem höfðu tekið þá
ákvörðun að kasta sér í
sjóinn. Því skal ekki
neitað að ég var kvíðin. Vatnið er sjö
gráður heyrði ég umsjónarmann segja
einhverjum þaulvönum kappa rétt áður en
ég skipti um föt en ég gerði mitt besta til
þess að hugsa ekki frekar um það.
Og svo var ég komin á steyptan rampa,
horfði á sjóinn og byrjaði að vaða. Sjórinn
var kaldur, ég varð andstutt af kulda bara
þegar sjórinn var kominn upp á mið læri.
Eftir nokkrar atlögur tókst mér að fara
dýpra en það var ekki fyrr en þaulvanur
sjósundkappi kallaði til okkar viðvaning-
anna að anda hægar að ég áttaði mig á því
að ég gæti það. Og með það synti ég af stað.
Að vísu örstutta leið en ég synti samt og
mikið var ég ánægð þegar ég steig upp úr
hafinu og rölti í pottinn. Mögnuð reynsla og
ekki spurning að ég mæti aftur í
Nauthólsvík fljótlega til
að ganga í sjóinn í
góðum félagsskap.
Gengið í sjóinn
NOKKUR ORÐ
Sigríður Björg
Tómasdóttir
Villidýr á verði