Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2008, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 09.10.2008, Qupperneq 54
34 9. október 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > SÚ KYNÞOKKAFYLLSTA Halle Berry hefur verið kjörin kyn- þokkafyllsta kona heims af tíma- ritinu Esquire. Berry, sem er 42 ára og ól fyrsta barn sitt í mars, var ánægð með útnefninguna. „Ég veit ekki alveg hvað þetta þýðir, en verandi 42 ára ný- bökuð móðir, get ég ekki ekki annað en verið sátt,“ sagði Halle Berry. Nú þegar Britney Spears virðist vera að ná sér á strik á ný hefur skapast góður grundvöllur fyrir systur hennar til að komast á for- síður slúðurblaðanna. Jamie Lynn er nú sögð eiga von á barni aftur en þessi sautján ára leikkona eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári. Ekki hefur fengist staðfest hvort að þetta sé raunin en víst er að þær Spears-systur eru frjósamar. Samkvæmt bandarísk- um slúðurblöðum er Jamie kominn átta vikur á leið og má því ljóst vera að barnið varð til aðeins fjórum vikum eftir að dóttirin Maddie kom í heiminn. Ef þetta reynist rétt má reikna með að barnaaf- mælin hjá Spears-fjölskyld- unni verði sífellt fjörugri með ári hverju. Jamie Lynn hefur átt í stopulu ástarsam- bandi við Casey Aldrige en hann ku ekki hafa vitað hvernig málum er háttað. „Jamie trúði því ekki að hún gæti orðið ólétt svona fljótt eftir barnsburð. Þær mæð- gur vita eiginlega ekkert hvernig þær eiga að bregðast við,“ hefur tímaritið WENN eftir heimildarmanni sínum. „Hún hágrét þegar hún sá óléttuprófið,“ bætir hann við. Jamie Lynn sögð barnshafandi á ný Mótmælatónleikar Bubba Morthens á Austurvelli, sem höfðu reyndar um- breyst í samstöðutónleika þegar stundin rann upp á hádegi í gær, voru ágætlega sóttir. Bubbi lék á als oddi fyrir erlenda fréttamenn að hljómleikunum loknum. „I don´t care about the image of Iceland, I care about the families in Iceland,“ svaraði Bubbi Mort- hens þegar hann var spurður hvort hann teldi að ímynd landsins hefði beðið álitshnekki í sjónvarpsviðtali við bresku sjónvarpsstöðina BBC í gær. Fleiri erlendir fjölmiðlar tóku viðtal við Bubba eftir tónleika hans á Austurvelli í hádeginu í gær, en talið er að milli átta hundruð og þúsund manns hafi lagt leið sína á Austurvöll á tónleikana. Á stuttum hljómleikunum var Bubba tíðrætt um að nú skipti miklu máli fyrir alla Íslendinga að standa saman og láta kærleikann ráða ferðinni í stað reiðinnar. Einn- ig lagði hann áherslu á mikilvægi þess að landsmenn lærðu af þeim efnahagshörmungum sem gengið hafa yfir síðustu daga og vikur. Gott væri að eiga peninga, en pen- ingar væru ekki guð. „Íslendingar eru ein stór fjöl- skylda, og í öllum fjölskyldum verða einhver vandræði. Bleiki fíllinn í stofunni er búinn að leggja stofuna í rúst,“ sagði Bubbi áður en hann renndi sér í frumflutning á laginu „Ein stór fjölskylda“, sem hann samdi að sögn snemma í gær- morgun. Að tónleikum Bubba loknum sáu hljómsveitin Buff, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og rapparinn Poetr- ix um að skemmta viðstöddum. Skemmtilegur endapunktur hádeg- isins var svo þegar sjálfur Sævar Marinó Ciesielski steig á svið og söng einsöng án undirleiks við nokkurn fögnuð þeirra fáu sem þá voru eftir á Austurvelli. kjartan@frettabladid.is ÍMYNDIN SKIPTIR EKKI MÁLI „Ég var einmitt að semja lagið „Rússarnir koma“ rétt áðan,“ segir Sigurjón Kjartans- son, einn höfunda Skaupsins í ár. Hinir eru Hjálmar Hjálmarsson, Hugleikur Dagsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Silja Hauksdóttir leikstjóri. „Við gerum okkur grein fyrir gríðarlegri ábyrgð okkar og þetta er mjög mikil áskorun. Við sitjum við og fylgjumst vel með öllum hreyfingum. Maður er semjandi sketsa hægri, vinstri, enda úreldast þeir svo hratt. “ Sigurjón hefur verið í fríi á Spáni síðan fyrir helgi ásamt fjölskyldunni en kemur heim í kvöld. „Evran var komin í 226 krónur en nú var fararstjórinn að segja að búið væri að loka fyrir viðskipti með íslensk kort. Við tókum sem betur fer út um helgina og lifum á því. Það reddast,“ segir Sigurjón í sólinni. „Við fórum í dagsferð til Marokkó í gær og það var mjög hollt. Sú ferð minnti mann á það að þrátt fyrir allt er nú ekki svo mikil kreppa á Íslandi. Þetta var eins og að fara 3000 ár aftur í tímann, á biblíutíma. Allt nema öskuhaug- arnir, þeir voru nútímalegir.“ - drg Ábyrgð okkar er mikil BUBBI MESSAR Bubbi hélt tónleika á Aust- urvelli í gær. Nú er ekki rétti tíminn til að leita söku- dólga sagði Bubbi og tók nokkur vel valin lög. Óvænt steig Sævar Ciesielski á svið við lok tónleikanna en þarna slakar hann á við Austurvöll. Fámennur hópur setti lit á tónleikana með torkennilegum skilaboð- um eins og „Þú áttir aldrei jeppann“. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ÓTRÚLEGT Jamie Lynn er aðeins sautján ára en ef marka má fréttir frá Bandaríkjunum á hún von á sínu öðru barni. ALLTAF AÐ SEMJA SKETSA Sigurjón Kjartans- son, einn höfunda Skaupsins í ár. Keilufélag Reykja víkur stendur fyrir námskeiði í október, nóvem ber og desembe r. Námskeiðið er æ tlað börnum yng ri en 12 ára. Kennt er í Keiluhö llinni Öskjuhlíð á þriðjudögum o g fi mmtudögum frá kl. 16.00 - 17 .00 Verð kr. 12.000. Ath. Takmarkaðu r fjöldi. Keilufélag Reykja víkur er aðili að F rístundakortakerfi ÍTR. Skráning er í síma 6619585 (Dóra) eða dora@keila.is Keilunámskeið fyrir börn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.