Fréttablaðið - 17.10.2008, Page 4

Fréttablaðið - 17.10.2008, Page 4
4 17. október 2008 FÖSTUDAGUR Þau leiðu mistök urðu við vinnslu forsíðufréttar blaðsins í gær að nefnd voru hlutabréf í tengslum við peningamarkaðssjóði Landsbankans. Blaðinu er bæði rétt og skylt að árétta að slík tengsl eru ekki fyrir hendi. Samkvæmt upplýsingum frá Lands- bankanum hafa peningamarkaðssjóð- ir aldrei fjárfest í hlutabréfum, enda sé þeim það ekki heimilt. Fjármála- eftirlitið nefnir jafnframt á vefsíðu sinni að engin hlutabréf sé að finna í eignasafni peningamarkaðssjóða. LEIÐRÉTTING Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri - Egilsstaðir Selfoss - Reykjanesbær - Kringlan - Smáralind 699 Blóm fyrir alla á helgartilboði Blómvendir kr VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 12° 12° 11° 9° 12° 14° 15° 13° 13° 10° 24° 22° 14° 13° 23° 15° 31° 22° Á MORGUN Víðast 5-10 m/s. SUNNUDAGUR 3-10 m/s en hvessir talsvert með kvöldinu. 3 -1 -3 -2 3 6 5 13 6 9 6 5 58 3 10 7 6 5 4 4 4 5 6 5 8 1 4 2 0 -10 ÖRT KÓLNANDI Á MORGUN Hann er að snúa sér í norðlæga átt eftir daginn í dag og sam- fara því kólnar ört á landinu. Það frystir nyrðra en syðra verð- ur hitinn yfi r núllinu að deginum. Þessu fylgir éljagangur með norðurströndinni. Það má því búast við hálku víða um land. Á sunnudag tekur lægð land síðdegis með hlýnandi veðri og hvössum vindi. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Í tvígang slökkti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins eld sem logaði í gámi fullum af dekkjum í Dvergholti í Mosfells- bæ í gær. Fyrsta útkallið kom upp úr miðnætti og var eldurinn slökktur. Aftur kviknaði svo í gámnum upp úr eitt. Ekki var ljóst hvort eldurinn hefði tekið sig upp aftur eða kveikt hefði verið í honum aftur, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu. Gámurinn var safngámur frá Sorpu, fullur af ónýtum dekkjum, og því ljóst að um íkveikju var að ræða. Brennuvargurinn var hvergi sjáanlegur. - hhs Íkveikja í Mosfellsbæ: Tvisvar kveikt í hjólbörðum SLYS Starfsmaður SAH afurða á Blönduósi missti framan af fingri við störf í sláturhúsi á mánudag. Reynt var að græða bútinn aftur á en það tókst ekki. Gísli Garðarsson sláturhússtjóri segir að maðurinn hafi verið vanur vélinni og hún í fullkomnu lagi. Augnabliks athugunarleysi væri um að kenna. Starfsmaðurinn er á batavegi. - hhs Starfsmaður SAH Afurða ehf.: Missti framan af fingri í slysi VIÐSKIPTI Farið er að bera á vöru- skorti hjá innflutningsfyrirtækj- um vegna treglegra gjaldeyrisvið- skipta. Andri Þór Guðmunds son, forstjóri Ölgerðarinnar, segir að nú þegar hafi hveitið klárast þar. „Reyndar náðum við að senda pen- ing í dag [gær] svo það eru gámar með hveiti á leiðinni,“ segir hann. „En við óttumst það mjög að það verði skortur á ákveðnum vörum. Sérstaklega hef ég áhyggjur af aðföngum sem við flytjum inn til matvöruframleiðslu en það segir sig sjálft að framleiðsla leggst niður hjá matvælafyrirtækjum ef þau hafa ekki aðföngin til vinnslunnar.“ Seðlabanki Íslands býður nú upp á tímabundna hjáleið í við- skiptum við útlönd með því að beina greiðslum bankastofnana til og frá landinu um eigin reikn- inga og reikninga erlendra sam- starfsaðila Seðlabankans sem að öðru jöfnu hafa ekkert með starf- semi íslenskra bankastofnana að gera. „Þeir eru hins vegar ekki mikið að benda á okkur,“ segir Agnar Hansson, bankastjóri Icebank. „Það hefur verið opið flæði hjá okkur nema hvað að það virðast vera einhverjir erfiðleikar í Lond- on. Svo virðist sem breskir bank- ar séu að hafa einhverjar áhyggj- ur af því að ef þeir eru að eiga viðskipti við Ísland séu þeir að leggja blessun sína yfir þennan uppskurð á nýju íslensku ríkis- bönkunum. Svo lögfræðingar hafa ráðlagt þeim mörgum hverj- um frá því að hafa viðskipti við Ísland.“ Seðlabankinn samþykkti í gær beiðni Samtaka iðnaðarins um að setja hráefni til iðnaðarfram- leiðslu í forgang við afgreiðslu gjaldeyris. Einnig lýsti bankinn því yfir við erlendar lánastofnan- ir að hann tryggi að allar greiðsl- ur sem bankar sendi um reikn- inga Seðlabankans á reikninga innlendra lánastofnana muni skila sér til eigenda reikninga í við- komandi lánastofnunum. jse@frettabladid.is Bretar stöðva flæði fjármagns til Íslands svo útlit er fyrir að framleiðendur fái ekki aðföng til framleiðslu: Náðu að kría út gjaldeyri fyrir hveiti Í FLUTNINGUM Erfitt er með inn- og útflutning þessa dagana og óttast menn að framleiðsla stöðvist þar sem erfitt er að fá aðföng. EFNAHAGSMÁL „Mig hefði aldrei grunað að svona viðsnúningur myndi verða á jafn skömmum tíma,“ segir Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri starfsmanna- miðlunarinnar Voot. Undanfarnar tvær vikur hafa milli fimmtíu til sextíu Íslendingar leitað til fyrir- tækisins í von um að fá vinnu í Færeyjum eða öðrum nágranna- löndum. Óskar segir að markaðurinn í Færeyjum sé nú fullmettur. Skömmu áður en bankahrunið varð höfðu um fimm- tíu manns farið héðan af landi og til starfa í Færeyjum á vegum Voot. Í þeim hópi hafi flestir verið Pól- verjar. Skyndi- lega hafi mikill áhugi vaknað meðal Íslend- inga á störfunum en ekki sé um auðugan garð að gresja þar í landi eins og staðan sé nú. Færeyska blaðið Dimmalætting greindi frá ásókn Íslendinga í störf þar í landi í vikunni. Helstu ástæð- ur þessa nývaknaða áhuga þjóðar- innar á störfum í litla grannríki okkar segir Óskar vera hve miklu hærri laun sé þar að fá. Aðalástæð- an helgist þó af því að fólk vilji einfaldlega fá vinnu. Óskar tekur samt fram að hjá honum sé enga vinnu að hafa á næstunni. Hann sé þó að leita tæki- færa á Grænlandi og í Kanada fyrir iðnaðarmenn. „Ég sá snemma í hvað stefndi og byrjaði að leita leiða til að geta flutt menn út. Ég fékk leyfi til að flytja menn frá Íslandi til Færeyja í júlí og bíð nú eftir því að þau verði afgreidd annar staðar,“ segir Óskar og bætir við að Íslendingar séu eftirsótt vinnuafl í öðrum löndum. Georg Georgiou, hjá starfs- mannaleigunni Kraftafli, staðfesti að í ljósi þess mikla samdráttar sem hefði orðið á Íslandi að undan- förnu væri hann byrjaður að leita leiða til að geta flutt vinnuafl héðan úr landi. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvaða svæði hann teldi fýsilegust að sinni. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta vera hluta af þeirri þróun sem Íslendingar séu nú í vegna efna- hagsörðugleika. „Íslendingar munu leita út fyrir landsteinana í meira mæli,“ segir hann og bætir við að þróunin sé ekki óeðlileg, fólk vilji vitanlega vera þar sem það á möguleika á að fá vinnu. Of snemmt sé að segja til um hvort fólksflutningar sem þessir munu hafa alvarleg áhrif á aldurssam- setningu þjóðarinnar. „Vonandi varir þetta bara ekki lengur en í nokkur ár.“ karen@frettabladid.is Íslendingar reyna að komast úr landi Starfsmannaleigur leita leiða til að koma íslensku vinnuafli úr landinu auk þess sem erlendir starfsmenn snúa heim. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutningana rétt að byrja. Fólk vilji vera þar sem það hefur vinnu. Í GÓÐUM MÁLUM Því er spáð að alþjóðlega efnahagskreppan muni leika Íslendinga sérlega hart en líklega fara fremur mjúkum höndum um bræður okkar í Færeyjum. MYND/AFP Íslendingar munu leita út fyrir landsteinana í meira mæli. GISSUR PÉTURSSON FORSTJÓRI VINNUMÁLASTOFNUNAR GISSUR PÉTURSSON VIÐSKIPTI Forsvarsmenn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser og Mosaic Fashions, sem að hluta til eru í eigu Baugs, segjast eiga nægt fé til að mæta skuldbindingum sínum. Ekki sé þörf á að selja eignir. Baugur keypti House of Fraser árið 2006 í félagi við aðra og Mosaic Fashions var í úrvalsvísi- tölunni í Kauphöllinni fram undir mitt síðasta ár, þegar félag tengt Baugi tók það yfir. Philip Green hefur sóst eftir því að kaupa skuldir Baugs á miklu undirverði. Í frétt Reuters kemur fram að fleiri hafi hug á því, svo sem fjárfestingarfélögin TPG, Permira og Alchemy. - kóp Fyrirtæki tengd Baugi: Segjast ekki í vandræðum FÓLK Ari Matthíasson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ, er hættur hjá samtökunum. Hann óskaði eftir að fá að hætta strax. „Þetta varð að samkomu- lagi í kjölfar sparnaðarað- gerða hjá SÁÁ,“ segir Ari. „Það er augljóst að þegar búið er að leggja niður sviðið sem ég hef starfað á þá hef ég engar starfsskyldur. Skyldur þess voru að miklu leyti færðar undir meðferðarsvið.“ Sjálfur kveðst Ari hafa nóg að gera, þar sem hann leggi stund á meistaranám í heilsuhagfræði við HÍ, auk þess sem hann hafi mikinn áhuga á að sinna leiklist og framleiðslu leiksýninga. - jss Ari Matthíasson: Hættur hjá SÁÁ ARI MATTHÍASSON GENGIÐ 16.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 200,418 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,6 112,14 192,43 193,37 150,08 150,92 20,135 20,253 17,171 17,273 15,047 15,135 1,1123 1,1189 169,84 170,86 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.