Fréttablaðið - 17.10.2008, Page 20

Fréttablaðið - 17.10.2008, Page 20
GÚRKUR geta skemmst ef þær eru hafðar í of miklum kulda. 8 gráður eru ágætishiti fyrir þær. Betra er því að geyma þær í skúffu neðst í ísskápnum en á hillu ofar í honum. Rútur S. Sigurjónsson hittir stund- um félaga sína úr Kvikmyndaskól- anum, þar sem hann stundar nám í leikstjórn og framleiðslu, yfir köld- um öl. Þau skólasystkinin hafa einn- ig hist til að skrafa saman yfir góðum og gildum heimilismat þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum. „Það getur verið sniðugt þegar harðnar í ári að allir leggi í púkk og sameinist um matargerðina. Þá er hægt að töfra fram dýrindis marg- rétta veislu með litlum tilkostnaði,“ segir Rútur en þau skólasystkinin áttu saman notalega kvöldstund á dögunum. Rúti finnst gaman að gera til- raunir í eldhúsinu en matreiðslu- bakteríuna hefur hann að sögn frá móður sinni sem er matráður í Vík í Mýrdal. Hann gefur lesendum uppskrift að spennandi lasagna með Mexíkó- osti, piparosti og kotasælu. Þegar að meðlætinu kemur gefur hann hugmyndafluginu lausan tauminn en nýtir um leið það sem afgangs verður við lasagna-gerðina. Úr verða skemmti- legar brauð- bollur þar sem osta- og kotasæluaf- gangar breyt- ast í úrvals meðlæti. vera@frettabladid.is Leggja öll sitt af mörkum Þegar harðnar í ári getur verið sniðugt að leggja í púkk og sameinast um að töfra fram dýrindisveislu. Það gerðu nokkur skólasystkini úr Kvikmyndaskólanum á dögunum og létu vel af. Lasanga að hætti Rútsins ½ kíló hakk 1 hvítlaukur 3 stórir sveppir 250 g tómatpúrra ¼ lítri rjómi kotasæla rjómaostur með svörtum pipar Mexíkó-ostur oreganó Fyrst eru lasagna-plöt- urnar lagðar í bleyti í söltu vatni. Síðan eru sveppirnir steiktir á pönnu og hvítlauk bætt út í. Svo er hakkinu bætt við og það látið steikjast alveg í gegn áður en tómatpúrran er sett út í. Þá er rjóma, rjómaosti, kotasælu og Mexíkó-osti bætt við þar til kjötsósan er orðin nógu þykk. Þunnu lagi af kjötsós- unni er síðan hellt í botninn á eldföstu móti sem er þakið pasta- plötum. Plötunum og sósunni er síðan komið fyrir til skiptis í mótinu. Að lokum er svo osti og oreganó dreift yfir og mótinu stungið í 200 gráðu heitan ofn í 20 mínútur. LJÚFFENGT LASANGA með saladi, brauðbollum og Snickersís í desert FYRIR 4 Ristaðar Fitty brauðbollur að hætti Rúts Fitty-brauðbollur Soðið af lasagna-kjötsósu 1 sæt kartafla mexíkó-ostur rjómaostur kotasæla Kjötsósusoðinu er smurt á botninn á bollunni. Sæta kartaflan er skorin í litla bita og steikt á pönnu. Þegar kartöflubitarnir eru orðnir mjúkir eru þeir settir á brauðið og síðan er Mexíkó-osti, rjómaosti og kotasælu bætt ofan á. Bollunni er síðan lokað, hún skorin í tvennt og sett í ofn þar til brauðið er orðið stökkt. Rauðlinsusalat Siggu 1 dós rauðlinsubaunir Rauðbeður eftir smekk 1 búnt af radísum ½ ferskur saxaður rauður chilipipar Handfylli af steinselju Íssósa Óla Þórs ¼ l rjómi 2 Snickers Snickers er brætt í rjómabaði og sósunni hellt út á ís að eigin vali. Rútur S. Sigurjónsson og sambýliskona hans, Ólöf Vignisdóttir, sitja hér fyrir miðju ásamt skólasystkinum Rúts, þeim Sigríði Kristjánsdóttur og Ólafi Þór Jósepssyni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Ó restaurant Hótel Óðinsvé Þórsgata 1 101 Reykjavík orestaurant.is o@orestaurant.is Tel +354 511 66 77 Tel +354 511 62 00 Kósí matseðill á aðeins 3.900 kr. Þú velur milli 2ja forrétta og 2ja aðalrétta. Njóttu lífsins! Erum byrjuð að taka niður pantanir í jólahlaðborð Gæðamatur á góðu verði í þægilegu umhverfi í hjarta borgarinnar. Borðapantanir í síma 511 6677, orestaurant.is Verið velkomin á Ó restaurant. Kósíkvöld Reykjanesbæ • Hafnargötu 10 • s: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is Mánudaga og mmtudaga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.