Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2008, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 17.10.2008, Qupperneq 26
4 föstudagur 17. október núna ✽ flókasprey og greiða... REYKJAVIK STORE LAUGAVEGUR 86 -94, S: 511-2007 OPERATED BY V8 EHF Opið Föstudag 11-18:30 Og laugardag 11-17:00 Getur þú lýst þínum stíl? Hann er frekar klassískur og ein- faldur. Uppáhaldshönnuður? Ég á mest af fötum frá Fillipu K og Hugo Boss. Uppáhaldsverslun? GK hér heima en mér finnst einna skemmtilegast að ráfa um í út- löndum og skoða eitthvað nýtt. Hefur fatastíllinn þinn breyst eftir að þú byrjaðir aftur að vinna sem hárgreiðslumað- ur? Síðustu tvö árin rak ég heildsölu og þá var ég mest í jakkafötum. Núna er ég aðeins að slaka á með jakkafötin þótt ég hafi fílað mig vel í þeim. Þau henta hins vegar ekki í vinnuna eins og stendur og eru fullheit á hárgeiðslustofunni og kannski svolítið stíf. Hvað dreymir þig um að eign- ast fyrir veturinn? Aga til að komast í ræktina og láta nokkur kíló leka af mér svo ég geti farið að nota gömlu fötin mín aftur. Eru einhver tískuslys í fata- skápnum þínum? Nokkur skræpótt bindi sem ég hef ein- hvern tímann keypt og aldrei notað. Baldur Rafn Gylfason hárgeiðslumeistari SKUGGALEGASTA FATA- TÍMABILIÐ Á TUNGLINU 1 Jakkinn er af Skúla afa Baldurs. Hann heldur mikið upp á hann. 2 Vogue-sólgleraugun eru í uppáhaldi. 3 Hringarnir í lífi hans. Trúlofunarhringurinn er frá SIGN. 4 Baldur fékk úrið frá konunni sinni í þrítugsafmælisgjöf. 1 2 3 4 Í hvað myndir þú aldrei fara? Rósótt. Hvert er skuggalegasta fata- tímabilið þitt? Teknó Tungl- tímabilið á árunum 1997-2000. Þá klæddist ég appelsínugulum nælonbuxum með glærum plast- vösum, netbolum, buffalóskóm og var með svarta málningu undir augunum. Uppáhaldslitirnir? Svart og hvítt. Ef þú værir á leið í verslunar- ferð hvert færir þú? Miðað við gengi dagsins er ég ekki viss um hvort það sé þorandi. Ef góðærið væri ennþá myndi ég fara til LA. Notar þú snyrti- vörur? Já, að sjálf- sögðu. Þeir sem hugsa um útlitið gera það. Verstu kaupin? Slatti af skræpóttum skyrtum sem mér fannst ofurflottar þegar ég var staddur á Miami fyrir nokkrum árum. Ég hef aldrei notað þær. Tískufyrirmyndir? Í augnablik- inu er það David Beckham. Hann er svalur. Hvað eyðir þú miklum pen- ingum í föt á mánuði? Það er ekki gott að segja. martamaria@365.is HÚÐIN VERÐUR SILKIMJÚK Sublimage er nýtt 24 stunda krem frá Chanel. Það er byggt á formúlu sem inniheldur PLANIFOLIA PFA. Hún verð- ur stinnari og fær mikinn ljóma. Sublimage-línan inniheldur augnkrem, serum, maska og tvö 24 stunda krem með mismunandi áferð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.