Fréttablaðið - 17.10.2008, Side 28

Fréttablaðið - 17.10.2008, Side 28
6 föstudagur 17. október Íris Björk Tanya Jónsdóttir athafna- kona hefur byggt nokkr- ar af flottustu villunum í Reykjavík. Hún hefur fundið fyrir breyttu landslagi í efnahagsmál- um og tapað töluverðum peningum upp á síðkast- ið. Með jákvæðnina að vopni hefur henni tekist að takast á við breyttar aðstæður og átta sig á því hvað skiptir mestu máli í lífinu. Viðtal: Marta María Jónasdóttir Mynd: Anton Brink Í ris Björk Tanya Jónsdóttir hefur oft verið kennd við fatahreinsunina Úðafoss sem faðir hennar stofnaði. Þegar Íris var tvítug tók hún yfir reksturinn ásamt systur sinni og mági. Fyrir tveimur árum seldi hún mági sínum sinn hlut til að geta einbeitt sér að öðrum verkefnum. Fyrir þremur árum festi hún kaup á tískuvöruversl- uninni GK en auk verslunarrekst- ursins hefur hún haft atvinnu að því að byggja og gera upp hús og hafa verk hennar vakið mikla at- hygli. Þegar hún er innt eftir því hvort hún hafi viðskiptavit yppt- ir hún öxlum. „Ég veit það nú ekki. Ég held að þetta sé fyrst og fremst heppni. Ég er einlæg í því sem ég geri og er heiðarleg,“ segir hún og segir að hún eigi mömmu sinni og pabba mikið að þakka því þau hafi stutt svo vel við bakið á henni. „Mamma og pabbi lögðu mikla ábyrgð í hendurnar á okkur þegar þau létu okkur eftir fjölskyldufyrirtækið og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir hún. Þegar Íris er spurð út í kaupin á GK segir hún að Arnar Gauti hafi leitað til hennar sem fjárfesti. „Ég ákvað að slá til því Arnar Gauti er vinur minn en þetta átti aldrei að vera framtíðarverkefni. Þetta var mjög skemmtilegur og krefj- andi tími. Þessi tískuheimur kom mér þó á óvart því hann er svo harður og það er nauðsynlegt að hafa breitt bak. Ég vissi ekki að þar þrifist jafn mikið baktjalda- makk og raun ber vitni. Það var endalaust verið að reyna að hafa af mér merkjum. Það tókst reynd- ar aldrei enda hef ég alltaf pass- að að vera í góðu og persónulegu sambandi við alla mína birgja,“ segir Íris en hún seldi GK í síð- ustu viku. Hver keypti? „Hann heitir Rúnar Þór Guðmundsson. Ég var ekki á leiðinni að selja en þetta var til- boð sem ég gat ekki hafnað. Hann sér mikil tækifæri í þessu. Ég er rosalega sátt enda er mitt aðal- starf að hanna og ég fæ mest út úr því. Það þýðir ekkert að vera í einhverju hálfkáki. Rúnar Þór og Arnar Gauti munu vinna að þessu saman og munu halda sínu striki og þeir stefna að því að opna GK í Smáralind núna í lok mánaðar. ÁST Á HÚSUM Árið 1995 keypti Íris hús á Teig- unum, mokaði öllu út úr því og endurbyggði frá grunni. Íris þótti algerlega snarvitlaus þegar hún réðst í þessar framkvæmdir en þegar húsið var tilbúið fékk hún mikið hrós fyrir. Þetta verkefni hafði þær afleiðingar í för með sér að hún hefur ekki getað hætt að kaupa hús, gera upp og selja. Meðfram því hefur hún unnið við að stílisera og hanna heimili bæði ein síns liðs og með arkitektum. Hún keypti Skrúðás 13 árið 2000. Húsið var fokhelt þegar hún festi kaup á því og hún hannaði það allt frá grunni. Næst byggði hún og hannaði Eikarás 7 sem var um tíma í eigu Jóns Arnars og Ingi- bjargar Þorvaldsdóttur, oft kennd við Habitat, og svo keypti hún Ár- skóga í Blönduhlíð og gerði upp. Nú er það í eigu Lárusar Weld- ing, fyrrum forstjóra Glitnis, en það komst í fréttirnar þegar það var selt á 130 milljónir árið 2006. Nú býr Íris á Tjarnarflöt í Garða- bæ. „Húsið sem ég bý í núna er ekki alveg fullklárað. Ég er eigin- lega svolítið hrædd við að klára það því ég er svo hrædd um að þá rjúki ég til og vilji flytja,“ segir hún og brosir. Þegar hún er spurð að því hvort hana hafi ekki lang- að til að fara alla leið og læra arki- tektúr segir hún svo ekki vera. „Mér var ráðlagt af fagfólki sem ég starfa með að sennilegast mundi það skemma fyrir mér frek- ar en hitt að læra arkitektúr þar sem ég er sveigjanleg í allri minni hönnun og yrði kannski lituð af náminu og mundi þá missa minn stíl,“ segir hún. Í framhaldinu segir Íris að hún hafi alltof dýran smekk og játar að rata yfirleitt á dýrasta hlutinn í búðinni og þoli það ekki. Ertu orðin rík af húsa- braskinu? „Ég er komin þangað sem ég er komin vegna þessara verkefna. En það má ekki gleyma því að það eru breyttir tímar í dag. Nú þarf maður að halda rétt á spöðunum,“ segir hún. VARÐ FREK Í GÓÐÆRINU Spurð um góðærið segist hún hafa fundið vel fyrir því. „Ég var orðin frek af öllum þessum peningum. Ég fattaði ekki hvað ég hafði það gott. Þegar ég var þrítug setti ég mér það takmark að þegar ég yrði 35 ára ætlaði ég að vera búin að fá mér Cherokee-jeppa. Svo þegar það tókst þá langaði mig bara í eitthvað annað og meira. Svona vatt þetta upp á sig. Í fyrra ætl- aði ég mér að kaupa hús í Frakk- ✽ ba k v ið tjö ldi n GET ALLTAF BYRJAÐ UPP Á Íris Björk Tanya Jónsdóttir Hún hefur ýmsa fjöruna sopið en hún lætur ekkert stoppa sig. Jákvæðnin kemur henni langt. Ég var orðin frek af öllum þessum peningum. Ég fattaði ekki hvað ég hafði það gott. Uppáhaldsmaturinn: Humar ala Gummi … Diskurinn í spilaranum: Dísa. Besti tími dagsins: Eftir kl. 18.00 á kvöldin. Líkamsræktin: Kannast eitthvað við Laugar. Bíllinn minn er … Touareg Stjörnumerki: Krabbi. Lífsmottó: Heiðarleikinn kemur þér lengra en flest. Mesti lúxusinn: Nudd, rauðvín og heiti pott- urinn. Uppáhaldsárstími: Ég elska haustið. Ef þú þyrftir að spara, hverju myndir þú sleppa? „Pitty Shopping“. Best geymda leyndar- málið í Reykja- vík: Það er geymt við sjóinn í 101.Þráinn Skóari Skóbúð • Grettisgata 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.