Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2008, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 17.10.2008, Qupperneq 29
17. október föstudagur 7 Ég datt ofan í tónlistarpakkann þegar ég sá „Two of One“-myndbandið með Metallica þegar ég var tólf ára. Föðurbróðir minn var í Trössunum sem var metalbandið á Eiðum og hann var með VHS-spól- una heima hjá sér til að læra lagið. Við Ottó frændi minn vorum í matarhléi í unglinga- vinnunni og ákváðum að fara heim til ömmu að kíkja á þetta. Um leið og ég sá makkann á Jason Newsted þeytast í hringi langaði mig að vera í hljómsveit. Skömmu síðar vorum við strákarnir búnir að stofna okkar fyrstu hljóm- sveit á Borgarfirði. Það má sumsé segja að Metallica, Trassarnir og amma eigi stærstan þátt í þess- ari sögu. ÁHRIFAVALDURINN Magni Ásgeirsson tónlistarmaðurNÝTT landi, 500 fm einbýli hérna heima og eitthvert geðveikt sumarhús því maður verður svo frekur. Nú er ég komin á þann stað að ég er ánægð að búa í húsinu mínu með börnunum mínum,“ segir hún og játar að hafa tapað stórum fjár- hæðum upp á síðkastið. „Ég tapaði peningum í fyrsta skipti nú í haust. Það var vegna fasteignaviðskipta. Ég tók að mér að byggja hús fyrir fólk og svo rauk allur kostnaður upp úr öllu valdi en ég er að klára það núna.“ Í millitíðinni keypti Íris hús að Sunnuflöt 48 í Garðabæ. Hún lét rífa húsið sem stóð á lóðinni og ætlaði að láta byggja 900 fm hús í staðinn. Á endanum seldi hún lóðina ásamt teikningum en þá var hún búin að eyða miklum tíma og peningum í að láta fjar- lægja húsið. Nú eru hins vegar nokkur spennandi verkefni á teikniborðinu. „Ég er að fara að vinna fyrir Þóru Guðmundsdóttur [fyrrum Atlantaeiganda, innskot blm.] ásamt Leifi Welding sem átti hlut í Saltfélaginu. Við ætlum að hanna húsið hennar að innan. Svo horfi ég svolítið til verkefna í útlöndum og er að láta setja upp heimasíðu fyrir batteríið mitt sem er ekki komið með nafn enn þá. Ætli það verði ekki bara Stúdíó Íris,“ segir hún og bætir því við að fólk megi ekki gleyma því að í þessu efnahagsástandi felist líka tækifæri og fólk megi ekki hætta að brosa. „Ég kemst langt á Pollý- önnu. Ég er alltaf brosandi og ég hef svo óbilandi trú á mannkyn- inu. Ég veit ekki hvað þyrfti að gerast til þess að ég yrði svaka- lega svartsýn. Ég er búin að ganga í gegnum svo margt í lífi mínu að það þarf meira en blankheit til að koma mér úr jafnvægi,“ segir hún. Þegar hún er spurð út í ást- ina kemur stórt bros á andlitið og hún viðurkennir að hún sé skotin í strák. „Við erum búin að þekkj- ast í tvö ár og erum að kynnast betur núna og á annan hátt. Krón- an skiptir engu máli þegar maður fær sæt sms og horfir stoltur á börnin sín. Ég er þekkt fyrir að sjá alltaf tækifærin í öllu sem gerist. Ef ég fæ að halda heilsu og ef allir eru vinir í skóginum þá reddast allt. Þetta eru sjeikí tímar og ég hef alltaf haft það bak við eyrað að ég gæti misst allt á morgun. Ég geri mér þó grein fyrir að það er ekki það versta í stöðunni. Þá byrjar maður bara upp á nýtt.“ ÁHRIFA- valdurinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.