Fréttablaðið - 17.10.2008, Page 30

Fréttablaðið - 17.10.2008, Page 30
8 föstudagur 17. október ✽ kerti og kelerí er málið heima Þ egar veturinn bankar upp á er ansi freistandi að breyta örlítið til heima hjá sér og koma heimil- inu í vetrarham. Það þarf ekki að kosta morðfjár. Oft og tíðum dugar að kaupa nokkur kerti og fjölga púðunum í stofu- sófanum. Það er jafn- framt klassískt og ein- falt mál að mála vegg- ina. Nýjustu stramar í innanhússhönnun kalla á dekkri liti og svolítið meiri hippafíling. Veggfóð- ur stendur alltaf fyrir sínu en eitt mesta úrvalið af veggfóðri er hjá bólstraran- um á Langholtsvegi. Eitt gott ráð er að fjárfesta í nýjum lampaskermi til að gefa lampanum nýtt líf. Í versluninin Ilva sem var opnuð á Korputorgi um síð- ustu helgi er mikið úrval af stórum og veglegum lampaskermum sem gjör- breyta stemningunni í stofunni þegar þeir eru settir á gamlan lampafót. martamaria@365.is Settu heimilið í vetrarbúning ÓDÝRA LEIÐIN Fjölgaðu púðunum í stofusófn- um Í versluninni The Pier og Laura As- hley er mikið úrval af púðum. Svo er ekki úr vegi að setja ljós fyrir ofan stofuborð- ið. Það gerir hlýlegt og fallegt. Þetta ljós er úr Epal. Kauptu nýjan skerm á gamla lampafótinn Þessi skermur er úr versluninni Ilva. Veggfóður er algerlega málið Taktu fram gamla stólinn og notaðu með nýju húsgögnunum. Svona mix er það sem koma skal. Veggfóður Gerir heimilið hlýlegra og notalegra. Þetta er úr Laura Ashley. Hönnuðurinn Verner Panton hannaði ljósið „FlowerPot“ árið 1968. Bæði nafnið og lagið á ljósinu gæti varla verið hippalegra en það fer þó vel við ofurstíliseruð innbú landsmanna. Það gæti líka gert kraftaverk í hvítum eldhúsum með svörtum granítplötum hvort sem ljósin eru notuð ein og sér eða saman í hóp. Þeir allra flippuðustu myndu fá sér alla litina enda tóna þeir fallega saman. „FlowerPot“ ljósin fást ekki eingöngu sem loftljós heldur einnig sem lampar og standlampar. Þau fást í Epal. Litrík og klassísk FlowerPot-ljósin eru hönnuð af Verner Panton. KAUPTU LISTAVERK Í ástandi sem þessu velta margir því fyrir sér hvað þeir eigi að gera við aurinn sinn svo hann gufi ekki upp. Sá hópur fer stækkandi sem lítur á málverkakaup sem fjárfestingu. Það er þó eitt sem hafa ber í huga og það ER að velja rétta listamenn því ann- ars gæti fólk alveg eins keypt sér bland í poka fyrir peninginn. eftir Jökul Jakobsson Leikstjórn Þórhallur Sigurðsson

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.