Fréttablaðið - 17.10.2008, Side 42

Fréttablaðið - 17.10.2008, Side 42
 17. október 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Stefnumótunarvettvangur- inn Hugspretta – landnám nýrra hugmynda verð- ur haldinn í Háskólabíói á morgun en þar gefst ungu fólki tækifæri til að snúa bökum saman og móta tæki- færi framtíðarinnar. Hugspretta er samstarfs- verkefni Innovit, nýsköp- unar og frumkvöðlaset- urs, og Klak, nýsköpunar- miðstöðvar atvinnulífsins. Nemendum úr háskólum landsins er boðið að taka þátt og hafa um þrjú hundr- uð þegar skráð sig. „Við teljum að undirstöð- ur Íslands séu mjög sterkar og þar af leiðandi sé fram- tíðin björt þrátt fyrir þá erfiðleika sem þjóðin er að ganga í gegnum. Þessu langar okkur að vekja at- hygli á,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmda- stjóri Innovit. „Okkur lang- ar að fá til liðs við okkur stóran hóp af ungu fólki til að skoða hvar tækifærin liggja, hvert við eigum að stefna, hvernig við stuðl- um að verðmætasköpun í framtíðinni og byggjum upp framúrskarandi lífs- skilyrði.“ Hugmyndin að Hug- sprettu varð að sögn Andra til fyrir nokkrum dögum og var ákveðið að hafa hraðar hendur til að blása jákvæð- um vindum inn í þjóðfélags- umræðuna. „Það er ekkert hægt að gera í fortíðinni héðan í frá og best að byrja sem fyrst að byggja upp og horfa jákvætt til framtíðar. Í þeim efnum gegnir unga fólkið lykilhlutverki,“ segir Andri. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, Magnús Scheving og Haukur Ingi Jónasson stefnumótunar- ráðgjafi eru meðal þeirra sem flytja erindi á morg- un en þeir munu hvetja fólk til dáða. Að því loknu verð- ur farið í hugmyndavinnu í hópum. „Svo er ætlunin að taka þetta saman og gera mynd- band með lykilniðurstöð- um. Eins verður búin til uppskriftabók að Íslandi framtíðarinnar sem jafn- vel verður kynnt á sér- stakri ráðstefnu eða mál- þingi. Að sama skapi væri gaman að fá þátttakendur til að koma með hugmynd- ir að því hvernig best sé að kynna niðurstöðurnar fyrir þjóðinni,“ segir Andri og tekur fram að ráðstefnan sé opin háskólanemum sem og öðrum áhugasömum. vera@frettabladid.is INNOVIT OG KLAK: HRINDA AF STAÐ ÁTAKI Horft til framtíðar Hjartans eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Steinunn Hjartardóttir, áður til heimilis að Melhaga 6 í Reykjavík, lést á Dvalar og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt þess 8. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 15.00 mánudaginn 20. október. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Hannes Þorsteinsson Hjörtur Hannesson Sigrún Axelsdóttir Guðrún Hannesdóttir Vilhjálmur Þór Kjartansson Una Hannesdóttir Geir Ingimarsson Barnabörn og barnabarnabarn. 40 ára afmæli Þessi ungi maður varð 40 ára í gær 16.október og í tilefni þess ætlar hann að bjóða til veislu í starfsstöð sinni að Eng jaási 2 í Borgarnesi, laugardaginn 25. október n.k. Gleðin hefst kl.21:00, léttar veitingar verða í boði en ekki er ætlast til þess að fólk mæti í sínu fínasta pússi Einar Páll Pétursson 50 ára afmæli Laugardaginn 18. október verður Grétar Ingi „gamall“ Í tilefni dagsins tekur hann á móti ætting jum og vinum í Skaftfellinga- búð að Laugavegi 178 milli kl. 20 og 24 á afmælisdaginn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Helga Jónssonar flugstjóra og flugrekanda, Bauganesi 44, Reykjavík. Útför hans fór fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 16. september kl. 13.00. Jytte Marcher, Ester Helgadóttir, Astrid Helgadóttir Adolfo Castrillo Jón Helgason Hulda G. Valsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, Harðar Karlssonar Háaleitisbraut 109, Reykjavík, Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir Björg Harðardóttir Erpur Snær Hansen Stefán Karl Harðarson Úlfur Alexander Hansen Eldur Antoníus Hansen Sveinfríður Sigrún Stefánsdóttir. Faðir minn, Bjarni Jósefsson Birkihvammi 2, Kópavogi, lést 28.09.2008. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Líknardeildar LHS L5 á Landakoti fyrir einstaklega góða umönnun. Ragnheiður J. Bjarnadóttir og aðstandendur. Ástkær kona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, Þuríður Eymundsdóttir Kolgröf, Skagafirði, verður jarðsungin frá Reykjakirkju laugardaginn 18. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Björnsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Bryndís G. Thorarensen, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 12. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. október kl 15.00. Kristín Thorarensen Örn Vigfússon Guðríður M. Thorarensen Þórður Ásgeirsson Egill Thorarensen Ásdís Matthíasdóttir Guðlaugur Thorarensen Gloria Thorarensen Daníel Thorarensen Sigurður Thorarensen Áslaug Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 90 ára afmæli Carlo (Karl M. Jenson) Verður 90 ára á morgun 18.okt. Hann verður með heitt á könnunni í tilefni dagsins frá 15 - 17 á Hlaðhömrum Mosfellsbæ Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Sigrúnar Eiríksdóttur Víkurbraut 30, Höfn Hornafirði. Hjartans þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar- heimilinu Höfn fyrir góða umönnun og alúð. Guðmundur Jónsson Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir Ásta Halldóra Guðmundsdóttir Guðjón Pétur Jónsson Jón Guðmundsson Elín Guðmundardóttir Eiríkur Guðmundsson Auður Axelsdóttir Sigrún, Guðlaug, Guðmundur Hrannar, Höskuldur, Helga Rún, Una, Dagrún og Guðmundur. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Þorkell Sigurðsson Barkarstöðum, Svartárdal, sem lést þann 7. október verður jarðsunginn frá Bergstaðarkirkju laugardaginn 18. október kl 14.00. Birna María Sigvaldadóttir. Sigurður Þorkelsson Halldór Þorkelsson Margrét Sigurðardóttir Sigríður Þóra Halldórsdóttir Þórkatla María Halldórsdóttir Freyja Hrönn Halldórsdóttir og aðrir aðstandendur. Eldstöðin Katla gaus þennan dag árið 1755 og stóð gosið fram í miðjan febrúar 1756. Þegar gosið hófst barst mikil aska, eða um 1,5 km³, til aust- norðausturs og olli miklu tjóni í Skaftártungu, Álftaveri og Síðu. Mikið hlaup varð á Mýrdals- sandi, mest vestan við Hafursey Um fimmtíu bæir fóru í eyði, flestir þó aðeins tímabundið og tveir menn létust. Katla er fræg eldstöð í Mýr- dalsjökli. Nafnið er upprunnið í gömlum munnmælum sem herma að fjölkunnug kerling, sem hét Katla og var ráðskona í klaustri í Álftaveri, valdi þar hamförum. Að því er segir á vefnum náttúruhamfarir og mannlíf er Katla megineldstöð með öskju, hulin jökli. Megineldstöðv- ar gjósa oft og eru virkar í þús- undir til milljónir ára. Kötlugos hefur orðið að meðaltali tvisv- ar á öld. Síðasta gosið varð árið 1918 og vilja margir meina að það næsta verði innan tíu ára. ÞETTA GERÐIST 17. OKTÓBER 1755 Kötlugos hefst UNGT FÓLK SNÝR BÖKUM SAMAN Andri Heiðar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Innovit, segir að þrátt fyrir erfiðleika sé framtíðin björt. Á Hugsprettu er ætlunin að skoða hvar tækifæri framtíðarinnar liggja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RAPPARINN EMINEM ER 36 ÁRA Í DAG. „Ég þarf að hafa dramatík í lífi mínu til að geta haldið áfram að semja tónlist.“ Eminem, sem heitir í raun Marshall Bruce Mathers III, fæddist í Missouri í Banda- ríkjunum. Honum skaut upp á stjörnuhimininn árið 1999 með plötunni The Slim Shady og er hann einn söluhæsti rappari heims.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.