Fréttablaðið - 17.10.2008, Blaðsíða 50
30 17. október 2008 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
N1-deild karla
Fram-FH 28-28 (15-17)
Mörk Fram (skot): Rúnar Kárason 15/2 (17/2),
Andri Berg Haraldsson 5/1 (10/2), Guðjón Finnur
Drengsson 3 (7), Magnús Stefánsson 2 (3),
Magnús Einarsson 1 (1), Halldór Jóhann Sigfús-
son 1 (1), Brjánn Bjarnason 1 (2), Stefán Baldvin
Stefánsson 0 (2), Haraldur Þorvarðarson 0 (2/1).
Varin skot: Magnús G. Erlendsson 10 (19/2,
34%), Davíð Svansson 7 (9, 44%).
Hraðaupphlaup: 3 (Rúnar 2, Andri Berg 1).
Fiskuð víti: 5 (Halldór Jóhann 2, Brjánn, Magnús
Einars., Rúnar). Utan vallar: 20 mínútur.
Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 12 (18),
Aron Pálmason 5 (12), Sigurður Ágústsson 4 (5),
Benedikt Kristinsson 3 (4), Ásbjörn Friðriksson
3/2 (5/2), Þorkell Magnússon 1 (3), Ari Þorgeirs-
son 0 (1), Jón Helgi Jónsson 0 (2).
Varin skot: Daníel Andrésson 9/2 (19/2, 32%),
Mangús Sigmundsson 5 (9/1, 36%).
Hraðaupphlaup: 5 (Ólafur 2, Sigurður, Benedikt,
Þorkell). Fiskuð víti: 2 (Sigurður, Aron).
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Gunnar Jarl Jónsson og Hörður Aðal-
steinsson, áttu ekki góðan dag.
HK-Stjarnan 26-29
Iceland Express-deild karla
KR-ÍR 94-79 (52-40)
Stig KR: Jason Dourisseau 26 (8 stoðs.), Jakob
Sigurðarson 24(6 stoðs., 5 stolnir), Helgi Már
Magnússon 11, Darri Hilmarsson 6, Fannar Ólafs-
son 6, Hjalti Kristinsson 6, Skarphéðinn Freyr
Ingason 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Baldur
Ólafsson 2, Ólafur Már Ægisson 2, Jón Arnór
Stefánsson 1.
Stig ÍR: Þorsteinn Húnfjörð 18 (7 frák.),
Sveinbjörn Claessen 18 (7 frák.), Hreggviður
Magnússon 14, Ómar Sævarsson 8 (8 frák.),
Sigurður Tómasson 7, Ólafur Aron Ingvason 5,
Eiríkur Önundarson 5 (7 stoðs.), Ólafur Þórisson
2, Davíð Þór Fritzson 2.
Grindavík-Stjarnan 110-109 (48-42, 98-89)
Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 39, Brent-
on Birmingham 18, Þorleifur Ólafsson 14, Helgi
Jónas Guðfinnsson 13, Páll Kristinsson 13,
Guðlaugur Eyjólfsson 6, Morten Szmiedowicz 4,
Nökkvi Már Jónsson 2, Arnar Freyr Jónsson 1.
Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 47, Jovan Zdrav-
evski 18, Fannar Helgason 17, Birkir Guðlaugs-
son 9, Kjartan Kjartansson 7, Ólafur Sigurðsson
7, Guðjón Lárusson 4.
FSu-Njarðvík 103-78 (55-40)
Stig FSu: Sævar Sigurmundsson 29, Tyler Dunway
19, Árni Ragnarsson 18, Vésteinn Sveinsson 16,
Björgvin Valentínusson 13, Chris Caird 6, Nick
Mabbutt 2.
Stig Njarðvíkur: Logi Gunnarsson 19, Slobodan
Subasic 17, Friðrik Stefánsson 15, Hjörtur Þór
Einarsson 14, Sævar Sævarsson 11, Sigurður
Gunnarsson 2.
ÚRSLIT
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi
í gær myndarlegan hóp fyrir umspilsleikina tvo á móti Írum í næstu
viku. Hann velur 23 leikmenn og tók inn tvo markmenn í stað Þóru
Bjargar Helgadóttur sem getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna
veikinda.
„Mér finnst nauðsynlegt að vera með svona stóran hóp.
Það er ein í leikbanni, þrjár á gulu spjaldi og hugsanlega
ein í viðbót meidd. Liðin eru ekki að æfa þannig að
ég vel stóran hóp núna sem myndi þá æfa vel fram
yfir þessa tvo leiki og vera jafnframt inni í því sem
við erum að gera,“ segir Sigurður Ragnar. „Ég er
ánægður með ástandið á hópnum. Þær
eru allar heilar nema Guðrún Sóley.
Ég gat síðan ekki valið Þóru af því
að hún er með einkirningssótt,“ segir
Sigurður Ragnar. Guðrún Sóley er
ekki byrjuð að æfa og spurning um
hana. „Ég er frekar bjartsýnn á að Guð-
rún Sóley nái að vera með og vona
það. Það væri slæmt að missa hana út,“ segir Sigurður Ragnar.
„Við tilkynntum það fyrir tveimur árum að við ætluðum í úrslita-
keppnina og nú eru tveir leikir eftir til að ná því markmiði. Við eigum
að vera sterkara liðið en við þurfum bara að sýna það og sanna
að við séum betri,“ segir þjálfarinn en leikirnir fara fram 26.
og 30. október og er síðari leikurinn á Laugardalsvellinum.
„Ég vona að stelpurnar hafi fundið það eftir Frakkaleikinn
hvað liðið er nálægt því að stíga þetta skref. Ég vona að
það verði hvatning fyrir þær að gera enn betur í þessum
leikjum sem fram undan eru. Þar stíga þær vonandi þetta
skref sem allir eru að bíða eftir að þær geri,“ segir Sigurður
Ragnar, sem ætlar að spila æfingaleik við strákalið. „Við
förum þar yfir það hvernig við viljum spila á móti Írlandi.
Það verður fín æfing fyrir okkur og brýtur aðeins upp
undirbúninginn,“ segir Sigurður Ragnar sem er ekki
búinn að ákveða hver tekur stöðu Þóru í markinu. „Sú
ákvörðun verður tekin á síðustu stundu. Það verður
bara hörkusamkeppni um markmannsstöðuna
sem er mjög jákvætt,“ sagði Sigurður Ragnar.
SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON: VALDI TVO NÝLIÐA Í 23 MANNA HÓP FYRIR ÍRLANDSLEIKINA
Velur markmanninn ekki fyrr en á síðustu stundu
>Tveir nýliðar í Írlandshópnum
Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki og Þórunn Helga Jóns-
dóttir úr KR eru nýliðar í 23 manna landsliðshópi Sigurðar
Ragnars Eyjólfssonar fyrir leikina á móti Írlandi. Markverðir
eru María B. Ágústsdóttir (KR), Sandra Sigurðardóttir
(Stjörnunni) og Guðbjörg Gunnarsdóttir (Val). Aðrir leik-
menn eru Edda Garðarsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdótt-
ir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir,
Katrín Ómarsdóttir og Embla Sigríður Grétarsdóttir (KR),
Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dóra
María Lárusdóttir, Ásta Árnadóttir, Sif Atladóttir,
Málfríður Sigurðardóttir og Hallbera Gísla-
dóttir (Val), Sara Björk Gunnarsdóttir og
Harpa Þorsteinsdóttir (Breiðabliki), Dóra
Stefánsdóttir (LdB Malmö), Erla Steina Arnardóttir
(Kristianstad) og Rakel Hönnudóttir (Þór/KA).
KÖRFUBOLTI KR-ingar byrjuðu Ice-
land Express-deild karla með 15
stiga sigri á ÍR-ingum, 94-79, í
DHL-höllinni í gær en Breiðhylt-
ingar létu þó ekki vesturbæinga
vaða yfir sig eins og í fyrri leikj-
um liðanna í haust.
KR var með frumkvæðið allan
tímann en baráttuglatt ÍR-lið
gafst aldrei upp og átti nokkrar
góðar endurkomur í leiknum. KR-
liðið var nánast án Jóns Arnórs
Stefánssonar í hans fyrsta deild-
arleik á Íslandi í sex ár þar sem
kappinn glímdi við bakmeiðsli og
gat lítið beitt sér.
„Við höfum oft spilað betur og
ég tel að við eigum mikið inni.
Þetta var svona dæmigerður
fyrsti leikur á tímabilinu, við
pressuðum en það tekur tíma að
slípa hana og venjast því. Það er
margt sem við getum lagað en
það er margt sem var líka mjög
gott,“ sagði KR-ingurinn Jakob
Örn Sigurðarson, eftir leik.
Jakob átti frábæran fyrri hálf-
leik (18 stig, 5 stoðsendingar) og
endaði leikinn með 24 stig og 6
stoðsendingar. KR-ingar þáðu
hans framlag með þökkum, ekki
síst þar sem að Jón Arnór var
óþekkjanlegur með aðeins með 1
stig á sársaukafullum fimmtán
mínútum.
„Það er mjög gaman að byrja
svona vel í KR-búningnum og ekki
síst fyrir framan stuðningsmenn-
ina og miðjuna,“ sagði Jakob sem
kunni vel við það að heyra lög úr
stúkunni. „Það var mjög skemmti-
legt að heyra einhver lög um sig,“
sagði Jakob og hann veit að það
gæti orðið erfitt að standast vænt-
ingarnar sem eru til liðsins. „Það
er búist við mjög miklu af okkur
en þetta verður ekkert auðvelt í
vetur eins og sást í dag. Við erum
bara ánægðir með að fyrsti sigur-
inn sé kominn í hús.“
Jakob var besti maður KR
ásamt Jason Dourisseau sem var
með 26 stig og 8 stoðsendingar.
ÍR-ingar bitu frá sér í gær og
sýndu allt annan og betri leik
heldur en í síðustu tveimur leikj-
um á móti KR. Jón Arnar Ingvars-
son, þjálfari liðsins sá líka
jákvæða hluti í leik liðsins.
„Þeir eru með rosalega sterkt
lið en ég er nokkuð ánægður með
mína menn. Við gerðum það sem
við lögðum upp með og sýndum
líka að menn hafa trú á því sem
þeir eru að gera. Við vorum alltof
linir í þessum leikjum sem við
spiluðum á móti KR í haust en
núna mættum við með rétt hugar-
far, létum þá aðeins hafa fyrir
þessu og tókum á þeim af fullum
krafti. Það var margt jákvætt í
þessu og mikilvægt að við náum
að byggja á þessu. Þetta skilaði
okkur engu í dag en þetta gefur
von um að það sé hægt að gera
góða hluti,“ sagði Jón Arnar.
Hreggviður Magnússon (14 stig
á 18 mínútum) átti góða innkomu
í sínum fyrsta leik eftir meiðsli
sem og Ólafur Aron Ingvason en
bestu menn liðsins voru Þorsteinn
Húnfjörð og Sveinbjörn Claes-
sen.
Nýliðar FSu unnu glæsilegan
25 stiga sigur á Njarðvík, 103-78,
í sínum fyrsta leik í úrvalsdeild.
Sævar Sigurmundsson átti frá-
bæran leik en hann var með 29
stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar
í gær en þá léku bakverðirnir
efnilegu Árni Ragnarsson (18
stig, 10 fráköst og 5 stoðsending-
ar) og Vésteinn Sveinsson (16
stig, 4 stoðsendingar) einnig
mjög vel. Brynjar Karl Sigurðs-
son er greinilega gera flotta hluti
með hið unga lið FSu eins og
Njarðvíkingar fengu að kynnast í
Iðunni í gær.
Grindvíkingar komust í hann
krappan á heimavelli gegn Stjörn-
unni en unnu að lokum 110-109
sigur eftir framlengingu. Páll
Axel Vilbergsson átti stórleik og
var með 39 stig og 15 fráköst.
ooj@frettabladid.is
Meiðsli Jóns stöðvuðu ekki KR
KR-ingar unnu 15 stiga sigur á ÍR-ingum þrátt fyrir meiðsli Jóns Arnórs Stefánssonar. Nýliðar FSu komu á
óvart og unnu 25 stiga sigur á Njarðvík í sínum fyrsta leik í úrvalsdeild. Sævar Sigurmundsson átti stórleik.
MIKILVÆGUR Jakob Örn Sigurðarson var mikilvægur fyrir KR í forföllum Jóns Arnórs
Stefánsson í sigrinum á ÍR í gær. Hér skorar hann í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
HANDBOLTI Fram og FH skildu jöfn,
28-28, í bráðfjörugum leik í Fram-
húsinu í Safamýrinni í gærkvöldi.
Gestirnir í FH byrjuðu leikinn
af miklum krafti og náðu fljótt
fjögurra marka forskoti, 2-6.
Framarar lögðu mikið kapp á að
stöðva hinn unga og efnilega Aron
Pálmason en voru minntir harka-
lega á að FH á fleiri unga og efni-
lega leikmenn. Ólafur Guðmunds-
son er einn þeirra og hann var með
skotsýningu á fyrsta stundarfjórð-
ungnum þegar hann skoraði sjö
mörk úr sjö skotum og sá til þess
að FH var alltaf skrefinu á undan.
FH hafði enn fjögurra marka for-
skot, 10-14, þegar rúmar tuttugu
mínútur voru búnar af hálfleikn-
um. Þá tóku Framarar við sér og
náðu að laga stöðuna í 15-17 þegar
flautað var til hálfleiks.
Seinni hálfleikur var hnífjafn
þar sem baráttan var í algleymi og
hvorugt liðið gaf tommu eftir.
Framarar náðu að jafna leikinn
mjög fljótt og komust svo yfir í
fyrsta skiptið í leiknum þegar
rúmur stundarfjórðungur lifði
leiks. Lokamínútur leiksins voru
æsispennandi og stemningin í
Framhúsinu frábær. Aron kom FH
í 27-28 þegar um þrjár mínútur
voru eftir en Rúnar Kárason jafn-
aði fyrir Fram mínútu síðar, 28-28,
með sínu fimmtánda marki í leikn-
um. Hvorugu liðinu tókst að skora
á síðustu tveimur mínútunum og
niðurstaðan því jafntefli.
„Ég er mjög ánægður með að
við tókum stig sem flestir reikn-
uðu ekki með því að við myndum
taka fyrir mótið og við erum að
læra með hverjum leik,“ segir
Elvar Erlingsson, þjálfari FH.
Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram,
vildi ekki gefa Fréttablaðinu við-
tal eftir leikinn. - óþ
Nýliðar FH gerðu jafntefli gegn Fram, 28-28, í skemmtilegum handboltaleik:
Enn koma FH-ingar á óvart
FRÁBÆR Stórleikur Rúnars Kárasonar,
sem skoraði fimmtán mörk, dugði Fram
ekki til sigurs í gærkvöldi.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STÓRLEIKUR Sævar Sigurmundsson átti
frábæran leik með FSu í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR