Fréttablaðið - 01.11.2008, Side 6

Fréttablaðið - 01.11.2008, Side 6
6 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Stjórnarflokkarnir eru ósammála í veigamiklum málum. Augljósustu ásteytingarsteinarnir snúa að Evrópusambandinu og Seðlabankanum. Áherslumun er þó að finna í öðrum málum. Fljótlega eftir að efnahagskrepp- an skall á af fullum þunga fór sam- fylkingarfólk að tala fyrir aðild að ESB. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í grein í Morgunblaðinu 13. október að ef ekki yrði gengið í ESB myndu Íslendingar hverfa til fortíðar. Geir H. Haarde kvaðst á þingi daginn eftir ósammála því. Hinn 15. október lýsti Jóhanna Sig- urðardóttir þeirri skoðun sinni að allt væri uppi á borðinu á milli stjórnarflokkanna; jafnvel aðild að ESB. Daginn eftir sagði Geir það misskilning. Oddvitar flokkanna hafa ólíka afstöðu til bankastjórnar Seðla- bankans. Geir H. Haarde hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við hana, en hver samfylkingarmaðurinn á fætur öðrum hefur hins vegar óskað eftir brotthvarfi hennar, í það minnsta Davíðs. Ingibjörg Sól- rún sagði í viðtali við RÚV, 14. október, skynsamlegt að banka- stjórnin viki. Þá má nefna að í umræðum á Alþingi 15. október talaði samfylk- ingarfólk mjög á félagslegum nótum. Björgvin G. Sigurðsson sagði nýja tíma „með félagslegum, sanngjörnum og siðferðilegum undirstöðum“ nú taka við og efla ætti „jöfnuð og félagslegan stöðug- leika“. Félagsmálaráðherra sagði þá nýfrjálshyggjuna hafa beðið mikinn hnekki og af því þyrfti að draga lærdóm. Miður væri að ekki hefði verið byggt upp traustara vel- ferðarnet í uppsveiflu síðustu tíu ára. Athyglisverður er ósamhljómur í málflutningi formanns og vara- formanns Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín sagði í grein í Fréttablaðinu 12. október að háir stýrivextir Seðlabankans væru öfugmælavísa og sagði breyttar forsendur kalla á endurnýjað hagsmunamat varðandi Evrópu- sambandið. Samfylkingarfólk hefur einnig talað fyrir lægri stýrivöxtum. Geir H. Haarde lýsti því hins vegar yfir á blaðamannafundi 9. október að hann myndi koma því á framfæri teldi hann lækkun stýri- vaxta þarfa. Það hefur hann ekki gert enn. Ráðherrar hafa þó allir sagt hækkun stýrivaxta tímabund- ið í 18 prósent nauðsynlega. Í vikunni sagði Geir að aðild að ESB væri ekki lausn á vanda þjóð- arinnar. Um Evrópumál ætti þó að ræða þegar um hægist. kolbeinn@frettabladid.is Misvísandi skilaboð frá forystu stjórnarflokkanna Misræmis gætir í yfirlýsingum frá Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum. Ágreiningur um Evrópusam- bandið og Seðlabankann. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokks ósammála í veigamiklum málum. ÓLÍKAR ÁHERSLUR Vel fór á með oddvitum stjórnarflokkanna í stjórnarmyndunar- viðræðum í fyrra. Ágreiningur í veigamiklum málum hefur hins vegar verið áberandi í kreppunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FERÐAIÐNAÐUR Kjartan Ragnarsson leikstjóri undirbýr stofnun félags um jarðböð og heilsulindir við Deildar- tunguhver í Reykholtsdal og vill atbeina Orkuveitu Reykjavíkur til að koma verkefninu í gang. Kjartan vill sjálfur ekkert segja um málið að svo stöddu og vísar á Orkuveituna. Guðlaugur Sverrisson, formaður stjórnar Orkuveitunnar, segir erindi Kjartans enn til skoðunar. Fyrirmyndirnar séu meðal annars Bláa lónið og Jarðböðin í Mývatnssveit sem gengið hafi vel. „Kjartan er með flottar hugmyndir um að efla ferðaþjónustu og sveitina um leið. Hægt sé að búa til viðskiptatækifæri og fjölga um leið gistinóttum á svæðinu. Gistinætur á hótelum á Norðurlandi og Suðurlandi eru 250 þúsund á ári en aðeins 150 þúsund á Vesturlandi. Kjartan telur að eitthvað vanti til að fá fólk til að staldra lengur við og bendir á að nú þegar komi 50 þúsund manns árlega að Deildartunguhver,“ segir Guðlaugur og minnir á hversu vel Kjartani og konu hans Sigríði Guðmundsdóttir hafi tekist upp með Landsnámssetrið í Borgarnesi. „Menn telja að það hafi verið mikill viðskiptaauki.“ Guðlaugur segir Orkuveituna sinna samfélags- skyldum víða. „Þegar hugmyndir eru þannig að samfélagið njóti góðs af þá telur Orkuveitan sér skylt að skoða það. Við gætum hugsanlega komið að verkefninu með tækniaðstoð eða fjárframlag á frumstigi en ætlum alls ekki þátt í neinum rekstri.“ - gar Vonast til að heilsulind við vatnsmikinn hver lokki ferðamenn á Vesturland: Jarðböð við Deildartunguhver LÖGREGLUMÁL Lögreglan handtók tvo fíkniefnasala í fyrrakvöld. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í miðborg Reykjavíkur með um 70 grömm af marijúana og 150 þúsund krónur í peningum. Grunur leikur á að peningarnir séu til komnir vegna fíkniefna- sölu. Í kjölfarið var farið í húsleit á heimili mannsins og þar fannst meira af fíkniefnum svo og haglabyssa og skot. Maðurinn viðurkenndi sölu fíkniefna. Annar karlmaður var einnig stöðvaður í miðborginni í fyrradag með 20 grömm af marijúana. Hann viðurkenndi sölu fíkniefna. - jss Höfuðborgarsvæðið: Fíkniefnasali með haglabyssu STJÓRNMÁL Jón Bjarnason, þingmaður VG og fjárlaganefndar- maður, segir nefndinni og Alþingi algjörlega haldið utan við öll áform stjórnvalda um efnahagsaðgerð- ir. Engar upplýsingar sé að hafa og þaðan af síður sé haft samráð við þingið þó samþykkt þess sé á endanum forsenda margvíslegra ráðstafana. „Allri vinnu og öllum upplýs- ingum er haldið frá Alþingi,“ segir Jón og telur valdhroka stjórnvalda yfirgengilegan. Í ofanálag viti stjórnarþing- menn ekki hvaða stefnu beri að taka í ríkisútgjöldum, sumir vilji auka þau en aðrir skera niður. - bþs Jón Bjarnason VG: Alþingi fær ekkert að vita JÓN BJARNASON VIÐ DEILDARTUNGUHVER Orkuveitan á afnotaréttinn að vatnsmesta hver Evrópu og gæti selt heitt vatn fyrir jarðböð og heilsulindir þar við hliðina. MYND/SKESSUHORN Lagadeild www.lagadeild.hi.is Recent challenges and develop ments at the International Court of Justice Fundarstjóri Björg Thorarensen, prófessor og forseti lagadeildar Mánudagur 3. nóvember kl. 12:30 Hátíðasalur Háskóla Íslands Rosalyn Higgins er fyrsta konan sem skipuð var í starf dómara við Alþjóðadómstólinn í Haag árið 1995 og kjörin forseti dómstólsins árið 2006. Áður átti hún langan og far sælan feril sem einn fremsti fræði maður Bretlands á sviði þjóðaréttar og prófessor við háskólann í Kent og London School of Economics. Allir velkomnir! Rosalyn Higgins forseti Alþjóðadómstólsins KJARTAN RAGNARSSON GUÐLAUGUR SVERRISSON Karlmaður á Selfossi hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi og til að greiða öðrum manni á fimmta hundrað þúsund í skaðabætur fyrir að hafa slegið hann í andlitið. DÓMSTÓLAR Skaðabætur fyrir hnefahögg Þekkir þú einhvern sem hefur misst vinnuna í þessum mán- uði? Já 72,1% Nei 27,9% Telur þú æskilegt að RÚV fari af auglýsingamarkaði? Segðu skoðun þína á visir.is STJÓRNMÁL „Ég tel að störf þeirra njóti trausts,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylk- ingarinnar, um störf Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara og Boga Nilssonar, fyrrverandi sak- sóknara. Dómsmálaráðherra hefur falið Valtý að vinna skýrslu til að fara yfir starfsemi íslenskra peninga- og fjármálastofnana í aðdraganda hrunsins. Markmiðið er að kanna hvort eitthvað hafi átt sér stað sem gefi tilefni til lögreglurannsóknar. Valtýr hefur fengið Boga til liðs við sig við verkið. Valtýr er faðir Sigurðar Valtýs- sonar, annars forstjóra Exista, helsta eiganda Kaupþings og Bogi er faðir Bernhards Bogasonar, yfir- lögfræðings Stoða, áður FL Group. Lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við telja óvíst að Valtýr og Bogi teljist vanhæfir í skilningi stjórnsýslulaga. Fram kom í Morg- unblaðinu að þeir telja sig ekki vanhæfa. Ágúst Ólafur telur að ekkert hafi komið fram sem stefni hæfi þeirra í hættu. „En ég treysti á að umboðs- maður Alþingis taki málið upp, jafnvel að eigin frumkvæði, telji hann ástæðu til þess.“ Tryggvi Gunnarsson umboðs- maður segir ekkert hafa verið ákveðið formlega í þessum efnum. „Ég hef fylgst með þróun mála,“ segir Tryggvi. Hann bendir á að þeir sem telja brotið á sér í stjórnsýslulegri með- ferð geti lögum samkvæmt leitað til embættisins. - ikh Segir að ríkissaksóknarar njóti trausts í umfjöllun um hugsanleg lögbrot: Umboðsmaður fjalli um hæfi VALTÝR SIGURÐSSON BOGI NILSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.