Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 1. nóvember 2008 47 Sýningin Ísland:Film 1904-2008 opnar á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í dag og af því tilefni munu fjórir íslenskir kvikmyndagerðarmenn sýna og fjalla um kvikmyndir sínar á næstu vikum. Guðný Halldórsdóttir mun kynna mynd sína Veðramót, Friðrik Þór Friðriksson sýnir Börn náttúrunnar, Baltasar Kormákur kynnir 101 Reykjavík og Ágúst Guðmundsson mun sýna myndina Mávahlátur. Flökkusýningin ISLAND:: FILM, sem kynnir kvikmynda- sögu Íslands frá upphafi hennar árið 1904 fram til dagsins í dag, mun standa yfir til 25. janúar á næsta ári. Íslenskt bíó í Danmörku GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR Guðný mun kynna mynd sína Veðramót á Norður- bryggju í Kaupmannahöfn 4. nóvember. Dj Loli, einn kynþokkafyllsti kvenplötusnúður heims, spilar í Halloween-partíi á Nasa í kvöld. Logandi grasker, reykur og grímuklætt fólk verður áberandi á tónleikunum og má því búast við óvenjulegri stemningu. DJ Loli hefur spilað víða um heim með þeim félögum Tommy Lee og Dj Ayero, sem spiluðu einmitt hérlendis í janúar síðastliðnum. Loli var þegar orðin ein skærasta stjarna Úkraínu þegar hún flutti frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna. Hún settist að í Los Angeles og síðan þá hefur ferill hennar stefnt upp á við. Auk þess að þeyta skífum hefur hún setið fyrir í blöðum á borð við Maxims og FMH og hefur verið kölluð kynþokka- fyllsti plötusnúður heims. Einnig hefur hún starfað sem kynnir á sjónvarpsstöðinni MTV og komið fram í gestahlutverki í sjónvarps- þáttunum Entourage. Kynþokka- full Loli DJ LOLI Loli, sem þykir einn kynþokka- fyllsti kvenplötusnúður heims, spilar á Nasa í kvöld. Rjóminn úr íslenska sjón- varps- og kvikmyndaiðn- aðinum var samankominn í gærkvöldi á Nasa þegar tilnefningar til Eddunnar voru kunngjörðar í skugga efnahagsfárviðrisins. Brúð- guminn og Reykjavík-Rot- terdam leiða tilnefninga- fjöldann. Brugðið var út af vananum að þessu sinni. Jafnan hafa tilnefningar til Edduverðlaunanna verið tilkynntar á blaðamannafundi en að þessu sinni var gripið til þess ráðs að þjappa hópnum saman og stefna honum á Nasa á svokallað bransa- ball. Logi Bergmann Eiðsson og Þorsteinn Guðmundsson voru kynn- ar kvöldsins og fóru á kostum í gamanmáli sínu en stóra stundin rann upp laust eftir klukkan níu þegar tilnefningarnar voru kunn- gjörðar. Og það hefur væntanlega ekki komið mörgum á óvart að kvik- mynd Baltasars Kormáks, Brúð- guminn, skuli hafa fengið flestar tilnefningar eða fjórtán alls. Það er met í sögu Edduverðlaunanna. Myndin hlaut einróma lof gagnrýn- enda og frábæra aðsókn í kvik- myndahúsum borgarinnar. Myndin hefur tryggt sér að minnsta kosti ein verðlaun; besti karlleikari í aukahlutverki. Því þar eru þeir Jóhann Sigurðarson, Þröstur Leó Gunnarsson og Ólafur Darri Ólafs- son allir tilnefndir fyrir leik sinn í kvikmyndinni. Aðstandendur Reykjavík-Rotter- dam geta jafnframt einnig vel við unað. Myndin fékk tíu tilnefningar; þar á meðal sem besta myndin, besti leikstjóri og leikari ársins í aðalhlutverki. En hana fær einmitt leikstjóri Brúðgumans, Baltasar Kormákur og keppir þar við Hilmi Snæ úr Brúðgumanum og Pétur Einarsson fyrir Konfektkassann. Keppnin um bestu leikkonuna verður án nokkurs vafa hörð en þar stendur valið milli Margrétar Vil- hjálmsdóttur fyrir Brúðgumann, Diddu fyrir Skrapp út og Sólveigar Arnarsdóttur en hún sker sig örlít- ið úr hópnum enda tilnefnd fyrir spennuþáttaröðina Svarta engla. Þær Ólafía Hrönn og Ilmur Kristj- ánsdóttir eru síðan báðar tilnefnd- ar fyrir leik sinn í Brúðgumanum og etja þar kappi við Hönnu Maríu Karlsdóttur sem fór á kostum í Sveitabrúðkaupi Valdísar Óskars- dóttur og Vesturports. Spennuþáttaraðir eru síðan áber- andi í flokknum leikið sjónvarps- efni ársins. Mannaveiðar, Pressa og Svartir englar keppa þar við Íþróttaálfinn úr Latabæ og Dag- vakt Ragnars Bragasonar. Og þau Egill Helgason og Eva María Jóns- dóttir af RÚV keppa síðan við Jóhannes Kr. Kristjánsson um titil- inn Sjónvarpsmaður ársins. freyrgigja@frettabladid.is Brúðguminn með fjórtán tilnefningar til Eddunnar VINSÆLL BRÚÐGUMI Kvikmynd Baltasars Kormáks virðist hafa farið vel ofan í sjón- varps- og kvikmyndaakademíuna því hún fékk fjórtán tilnefningar til Eddunnar. MÖGULEIKI Á ÞRENNU Baltasar Kor- mákur gæti sjálfur átt möguleika á þrennu: fyrir leik sinn í Reykjavík-Rotter- dam, sem besti leikstjóri og fyrir handrit ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.