Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 10
10 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 48 651 +2,01% Velta: 117 milljónir MESTA HÆKKUN ALFESCA +27,27% BAKKAVÖR +9,47% MAREL +1,97 MESTA LÆKKUN ATORKA GROUP -23,08% ÖSSUR -1,22% ICELANDAIR -0,37% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +27,27% ... Atorka 0,50 -23,08% ... Bakkavör 5,20 +9,47% ... Eimskipafélagið 1,34 +0,75% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,60 -0,37% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 72,40 +1,97% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 89,40 -1,22% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 207,9 +0,97% Á BLAÐAMANNAFUNDI Í IÐNÓ Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra á blaða- mannafundi vegna Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/ Ákveðið var á vordögum í fyrra að kanna sérstaklega hvort Trygg- ingasjóður innistæðueigenda veitti of víðtæka tryggingavernd. Við- skiptaráðherra skipaði sérstaka nefnd til starfans. Hún átti að ljúka störfum í september í fyrra, en starfar enn. Lög um Tryggingasjóð eru byggð á tilskipun Evrópusambandsins. Samkvæmt lögum má ætla að sjóðurinn þurfi að ábyrgjast Icesa- ve-reikninga Landsbankans í Bret- landi og Hollandi og Edge-reikn- inga Kaupþings í Þýskalandi. Þessir reikningar voru í útibúum ytra. Hundruð milljarða króna lágu þar á reikningum yfir 400 þúsund viðskiptavina. Áslaug Árnadóttir, formaður nefndarinnar, segir að nefndin hafi, á mörgum fundum, meðal annars fjallað um hvort lögfesta ætti undanþágur frá trygginga- vernd sem heimilar séu í tilskipun- inni. Þar sé heimilt að undanskilja ríki, sveitarfélög, tryggingafélög og aðra sem talist gætu fagfjár- festar. Það er að þeir ættu ekki rétt á greiðslum úr sjóðnum. Meðal þeirra sem áttu innistæður á Icesa- ve-reikningum voru sveitarfélög. Vísað var til þeirra þegar sem mestur hávaði var í Bretlandi vegna reikninganna. Bretar og Hollendingar hafa nýtt sér þessar heimildir, segir Áslaug. Hún segir að nefndin hafi leitað álits utan frá, en ekkert hafi verið ákveðið. Heimildir Markaðarins herma að snemma á árinu hafi áhyggjur viðskiptaráðuneytisins vegna Icesave-reikninga í Bretlandi og vinna því tengd leitt til þess að ekki var litið á þessa þætti nefndar- starfsins sem forgangsmál. Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt að greiðsluskylda hafi stofnast hjá Tryggingasjóðnum vegna gamla Landsbanka og gamla Kaupþings. Fram kemur á heimasíðu Trygg- ingasjóðsins að óákveðið sé hvernig greiðslunum verður háttað. ingimar@markadurinn.is Inneignir Icesave-reikninga í Hol- landi fóru ekki í að fjármagna kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems. Hörður Arnarson, for- stjóri Marel Food Systems, segir fullyrðingar um annað í hollenska blaðinu Volkskrant vera rangar. „Fyrst er á það að benda að kaup- in voru að 50 prósentum fjármögn- uð með eigin fé og svo með sam- bankaláni átta evrópskra banka,“ segir hann og bendir á að í ofaná- lag hafi fjármögnunin átt sér stað á síðasta ári, fyrir tilkomu Icesave. Hörður segir þegar hafa verið farið fram á að aðrir hollenskir fjölmiðlar birti réttar upplýsingar um málið, en fréttin ranga var einn- ig tekin upp hér innanlands. - óká Icesave-peningar ekki til Marels „Við erum eins og stefnumóta- þjónusta. Þið sendið okkur línu og við finnum deitin. Ykkar er að ákveða hvort þið viljið vera saman.“ Svo komst Kolbrún Hall- dórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Evrópumiðstöð Impru, að orði um aðstoð og ráðgjöf fyrir sprotafyr- irtæki, stofnanir, háskóla og fyrir- tæki sem vinna að rannsókn og þróun í gegnum netverkið Enter- prise Europe Network (EEN). Ekki er um styrkjakerfi að ræða heldur samstarfsvettvang. Kolbrún og Snæbjörn Kristjáns- son hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fulltrúi í stjórn Eurost- ars fjölluðu um umsóknir og leiðir til að komast í kynni við sam- starfsaðila í gær. Eurostars-áætlunin er sérsniðin fyrir sprotafyrirtæki sem stunda rannsóknir og þróun. Tækniþróun- arsjóður fjármagnar bestu verk- efnin. Að áætluninni standa 31 Evrópuríki og ESB en fjármögnun verkefna kemur frá þessu 31 landi auk ESB sem toppar upp með við- bótarfé. EEN-verkefnið var sett á lagg- irnar í vor en Eurostars í fyrra. Tvö íslensk fyrirtæki lögðu fram umsókn þá en fengu ekki styrk. Fullt var út úr dyrum á fundin- um og varð að færa hann í stærra rými. - jab SPROTAMÖNNUM VÍSAÐ VEGINN Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Impra leiddu menn áleiðis um styrkja- og tengslastigana á meginlandi Evrópu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Margar leiðir færar í frumskóginum Japanski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær vegna aðstæðna í efnahagslífinu niður í 0,3 pró- sent. Bankastjórnin greip til örþrifa- ráða í kjölfar efnahagslægðar sem reið yfir Asíu fyrir rúmum áratug og núllstillti stýrivextina árið 2001 til að blása lífi í einka- neyslu. Þeir hafa svo verið hækk- aðir í tvígang síðan þá. Þetta er fyrsta vaxtalækkun bankans frá núllstillingunni. Vextirnir stóðu þar til í gær í 0,5 prósentustigum og ljóst að stýrivextir í Japan eru þeir lægstu í nokkru iðnvæddu ríki. Niðurstaðan var í takt við væntingar en Nikkei-vísitalan féll um fimm prósent í kjölfarið. Seðlabankar víða um heim hafa tekið höndum saman upp á síð- kastið og lækkað stýrivexti. Seðlabanki Bandaríkjanna reið á vaðið fyrir rúmu ári og hefur nú lækkað vextina úr 5,25 prósent- um niður í eitt prósent. Síðasta vaxtalækkun bankans var í vikunni. Væntingar eru um frekari stýrivaxtalækkun á næst- unni skili aðgerðin ekki þeirri niðurstöðu sem horft er til, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Gangi það eftir hafa stýrivextir aldrei verið lægri. - jab Japanar lækka vexti BANKASTJÓRNIN Seðlabankastjóri Japans, hér fyrir miðið, studdi lækkun stýrivaxta í landinu til að sporna við alvarlegri fjármálakreppu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Þeir ríku verða ríkari … „Mun þessi vinningur hafa merkjanleg áhrif á líf mitt? Nei,“ sagði Keenan Altunis, 33 ára, þegar hann tók við fyrstu greiðslunni af „Ein milljón á ári“-vinningi ríkishappdrættis New York. Altunis, sem vinnur hjá fjárfestingarbanka í London og er margmilljónamæringur, mun héðan í frá þiggja eina milljón í viðbót, á ári. Altunis segist vera „forfallinn lottóspilari“ og ekki geta staðist freistinguna að biðja mömmu sína um að kaupa fyrir sig fjóra 30 dollara miða í happdrættinu þegar hann var í heimsókn hjá henni í haust. Nú, eftir að hann hefur unnið, segist hann þó hafa blendnar tilfinningar til vinningsins. Hann vill því forðast sviðsljósið og tala sem minnst um vinning- inn, sérstaklega vegna þess hversu margir af vinum hans hafa tapað vinnunni. „En ekki misskilja mig, milljón á ári er fullt af peningum.“ Engar fréttir hafa enn borist af því hvort Altunis hyggist gefa hluta vinningsins til góðgerðarmála. … og fátækari fá betri græjur Áhugi verslunarkeðjunnar WalMart á sjálfbærri þróun hefur vakið athygli. Fyrirtækið býst við stórfelldum breytingum á neyslumunstri um allan heim. Nýverið lýsti Lee Scott, forstjóri WalMart, því yfir að til dæmis myndi fólk hætta að kaupa ódýr raftæki sem entust aðeins í skamman tíma. „Neytendur verða æ meðvitaðri um sjálfbæra þróun og munu því hætta að kaupa fjögurra dollara brauðristir sem endast bara í eitt ár. Í staðinn mun fólk kaupa hluti sem endast þeim alla ævi.“ WalMart hyggst græða á þessari þróun með því að selja heimilistæki sem endast lengur, tíu til fimmtán ár að jafnaði. Peningaskápurinn „Þetta er þakklætisvottur til starfs- manna sem hafa stutt okkur með ráð og dáð,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoð- tækjaframleið- andans Össurar. Fyrirtækið bætti hundrað þúsund krónum í launaumslag starfsmanna hér á landi í gær. Þeir eru 250 talsins og nemur greiðslan því 25 milljónum króna. Jón segir aðstæður í efnahagslíf- inu erfiðar og vilji fyrirtækið með þessu móti létta undir með starfs- mönnum sínum. Össur hagnaðist um rúma 1,5 milljarða króna á þriðja ársfjórð- ung og er því að nokkru leyti að þakka aðhald í rekstrinum, að sögn forstjórans. - jab Össur þakkar stuðninginn JÓN SIGURÐSSON Tryggingarnar þóttu of rúmar Hundruð milljarða króna vofa yfir Tryggingasjóði innistæðueigenda. Viðbrögð eru óákveðin. Byrjað var á endurskoðun laga um sjóðinn í fyrravor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.