Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 16
16 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Halldór Kristjánsson skrifar um alþjóðlegt samhengi aðstæðna á Íslandi Til að setja afleiðingar algjörs hruns á heilli atvinnugrein hér á landi í samhengi við atburði á heimsvísu má nefna nokkrar nýleg- ar aðgerðir sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að styðja banka- kerfin í flestum vestrænum ríkj- um. Hér er yfirlit um aðgerðir ýmissa þjóða til að styðja banka- kerfi sín: 1.1. Ástralía ábyrgist öll innlán í áströlskum bönkum, þ.m.t. útibú og dótturfélög erlendis og ábyrgist lántökur þarlendra banka í öllum myntum til allt að 5 ára. 1.2. Austurríki ábyrgist öll innlán og veitir ábyrgð á lántökum banka upp að tilteknum mörkum (€85 milljarðar). Leggur bönkum til nýtt hlutafé allt að €15 milljarða. 1.3. Belgía hækkar innlánatrygg- ingu í €100.000 og fellir tiltekin líf- eyrissparnað undir tryggingar. Veitir verulega nýju eigin fé í bank- ana og ábyrgist lántökur þeirra til 31. okt. 2011. Hefur lagt til nýtt hlutafé í banka að fjárhæð €8 millj- arðar. 1.4. Danmörk ábyrgist öll innlán, erlend og innlend, hjá bönkunum og veitir ábyrgð á lántökum. 1.5. Frakkland hefur í raun ábyrgst greiðsluhæfi allra banka, veitt miklu fé í bankana sem hluta- fé (€40 milljarðar þegar tilkynntar) og ábyrgst lántökur. 1.6. Þýskaland ábyrgist öll inn- lán, ábyrgist lántökur og getur keypt ótrygg innlán. Stöðugleika- sjóður stofnsettur með allt að €400 milljarðar til skuldabréfakaupa og €70 milljarða til að auka hlutafé. 1.7. Grikkland hefur í raun ábyrgst allar innistæður, veitt ríkisábyrgð á allt að €15 milljarða í nýjar lán- tökur banka og veitt €5 milljarða í nýtt hlutafé. 1.8. Írland ábyrgist alla stærri banka og þ.m.t. inni- stæður og skuldabréf. Ábyrgðin jafngildir a.m.k. tvöfaldri landsframleiðslu. 1.9. Ítalía hækkar inn- lánstryggingar í €100.000 og ábyrgist nýjar lántökur bank- anna til 31. des. 2009. Veitir einnig nýtt eigið fé í bankana. 1.10. Holland hækkar innláns- tryggingar í €100.000 og ábyrgist millibankalán fyrir allt að €200 milljarða. Hefur styrkt eigið fé Fortis og nú síðast ING um €4 millj- arða og €10 milljarða í hvern banka. 1.11. Noregur veitir lausafjár- stuðning fyrir Nkr. 350milljarða eða um €40 milljarða. 1.12. Spánn hækkar innlána- tryggingu í €100.000 og veitir víð- tækar ábyrgðir vegna lántöku banka eða allt að €100 milljarða og kaupir tvísýn eignasöfn fyrir allt að €50 milljarða. 1.13. Svíþjóð tvöfaldar innlána- tryggingar, ábyrgist nýjar lántökur banka fyrir €150milljarða til 31. ágúst 2009 og leggur til nýtt eigið fé í banka allt að €3,3 milljarða. 1.14. Sviss hækkar innlánstrygg- ingar í áföngum og kaupir USD60 milljarða af erfiðum eignum frá UBS og eykur eigið fé UBS um €4 milljarða. 1.15. Bretar hækka innlánstrygg- ingar í GBP 50.000 og ríkið ábyrgist yfir GBP 500 milljarða af lántökum breskra banka. Bretar dæla eigið fé í alla sína helstu banka (RBS, HBOS Loyds, Barclays og Nation- wide) eða um GBP 37 milljarða. Bretar veita lausafjáraðstoð um GBP 200 milljarða og veitir ríkis- ábyrgðir fyrir víkjandi eigin fé. 1.16. Bandaríkjamenn auka inn- lánstryggingar úr 100 þúsund dölum í 250 þúsund dali og veita víðtækar ábyrgðir á millibankalán- um og veita 250 milljörðum dala í nýtt eigin fé. Þetta er hluti af USD 700 milljarða ríkisaðstoðinni. (Jafn- framt hafa svo nokkur fjármála- fyrirtæki farið í þrot). Best reknu bankar heims hafa þurft aðstoð skv. ofangreindu, þar á meðal Bank of America, Barclays, Loyds, HSBC, UBS, ING, Fortis, Swebank, SEB, Danske Bank, Bank of Ireland til að nefna nokkur heimsþekkt nöfn. Þegar haft er í huga að við vorum nánast án bak- stuðnings alþjóðasamfélagsins var ljóst að íslenskir bankar gætu lent í vanda vegna heimskreppunnar. Vafalaust mátti víðar betur gera, sérstaklega á síðustu vikum fyrir fall bankanna, en bíðum úttektar forsætisráðherra áður en dómar eru felldir. 2. Mat á ofangreindum aðgerðum og valkostir Íslands Samkvæmt ofanrituðu yfirliti hafa flest ríki kosið að beita víðtækum og dýrum aðgerðum til að verja bankakerfi sín falli. Þetta er gert með allsherjar innlánstryggingum, hlutafjárframlögum, víðtækum ríkisábyrgðum á lánatökum, bein- um lausafjárstuðningi, samruna bankanna og kaupum á vandamála- lánum. Kostir íslenskra stjórnvalda þegar Glitnir stóð frammi fyrir þegar lausafjárkreppan féll hér á með fullum þunga voru eftirfar- andi: 2.1. Að veita víðtækar innláns- ábyrgðir, greiða nýtt eiginfé í bank- ana og kaupa vandamálalán og ná fram samruna eininga. Þetta hefði leitt til útgjalda og verulegrar áhættutöku sem ekki var að fullu mælanleg. Þetta hefði mátt gera samhliða samruna stærstu eining- anna, sem til umræðu hafði komið áður. 2.2. Slá skjaldborg um innláns- eigendur og ná aðgreiningu inn- lendrar og erlendrar starfsemi. Þetta mætti gera með því að meta kostnað og áhættu og gera reikn- inga upp strax. Margir í fjármálaþjónustunni hefðu talið mikils virði að láta reyna á leið 2.1. hér að ofan og þá ásamt með samruna tveggja banka til að styrkja kerfið. Valið var hins vegar ekki einfalt vegna þeirra miklu fjárhæða sem undir voru samanborið við landsframleiðslu. Þarna voru tímamótin í málinu og leitt að skortur á alþjóðlegum stuðningi takmarkaði alla mögu- leika. Niðurstaða ríkisstjórnar var því að fara leið 2.2. hér að ofan og slá skjaldborg um innlánsþega sem er að hluta í takt við aðgerðir stjórn- valda í vestrænum ríkjum síðustu mánuði og eru raktar að ofan. Það sem var frábrugðið í leið 2.2. var að aðgreina innlenda og erlenda hags- muni. Það fylgir þeirri leið að upp- gjör erlenda hlutans fer fram strax og greiðslan skilgreind í stað þess að ábyrgjast óskilgreint tjón til frambúðar. Meðal þess kostnaðar sem gæti komið til greiðslu að hluta nú eru erlend innlán að því marki sem eignir hrökkva ekki til sem við vissulega treystum að verði. Hafa ber í huga að alþjóðleg innlán af þessu tagi eru rúm 10% af heildar erlendum skuldum fjármálakerfis- ins. Þegar taka alþjóðlegra innlána hófst, t.d. í Landsbankanum árið 2004 og síðar árið 2006 í útibúum erlendis var það gert til að dreifa áhættu af fjármögnun og styrkja stoðir vaxandi íslensks fjármála- kerfis. Þessi nýbreytni hlaut lof greiningaraðila og engan óraði fyrir að vandi gæti af því skapast og allt gert til að afstýra því. 3. Staða íslensku bankanna: Íslensku bankarnir hefðu viljað sjá aðgerðir hér á landi líkar þeim sem Írar, Danir, Norðmenn, Grikkir og Hollendingar beittu. Þær hefðu bætt starfsgrundvöll, a.m.k. tveggja banka. Á síðustu vikunum voru slíkar hugmyndir viðraðar í tengslum við samruna Landsbanka og Glitnis og síðar samruna Glitnis, við Landsbanka og Kaupþing sem hefðu þá styrkt stöðu sína, m.a. með aukningu innlána. Sú aðgerð hefði ásamt flýtimeðferð á sam- runa eininga Landsbankans í Bret- landi getað einfaldað úrvinnslu þeirra mála sem unnið var að varð- andi innlán Landsbankans í Bret- landi. Sú leið hefði reynt á hliðarað- gerðir ríkisvaldsins hér í formi lausafjárstuðnings, hlutafjáraukn- ingar og einhverrar ríkisábyrgðar, sbr. megindrætti í aðgerðum þeirra 16 ríkja sem rakin eru hér að ofan. Leitt er að þetta tókst ekki. Til mik- ils var að vinna við að verja hundr- uð starfa, verja fjármálakerfið og þar með eina mikilvægustu atvinnu- grein landsins og óhemju verðmæt- ar eignir. Allir þeir sem hafa tapað vinnu og eignum eiga samúð mína. Miðað við þau stærðarhlutföll sem hér voru verðum við að sýna því skilning að stjórnvöld töldu of áhættusamt að verja bankana í heild, en hluta fjármálakerfisins mátti a.m.k. reyna að verja og var það sannarlega skoðað. Hitt á því miður engum að koma á óvart að allar þjóðir munu bera kostnað af uppgjöri heimsvíðtækrar fjármála- kreppu, bæði hið opinbera, ein- staklingar og fyrirtæki. Hér á landi var valið að gera þetta upp strax með tilheyrandi sársauka en það flýtir hugsanlega endurreisninni. Mikilvægast nú er að allar verk- færar hendur vinni að uppbygging- unni, sem hugsanlega getur orðið hraðari hér vegna mikilla auðlinda og aðlögunarhæfni. Stuðningur á grundvelli vinnu með IMF mun auka líkur á árangri. Höfundur er fyrrverandi banka- stjóri. Fjármálaþjónusta í uppnámi HALLDÓR KRISTJÁNSSON Opnum í dag útsölumarkað að Laugavegi 86. Mikið úrval af merkjavöru verslun Opnunartími mánudaga – föstudaga 11 – 18, laugardaga 11 - 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.