Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 26
26 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Þ að var fámennt við umræðu- borð Fréttablaðsins þessa vik- una en engu að síður góðmennt. Jón Sigurður Eyjólfsson tók á móti þremur framkvæmda- stjórum sem koma úr jafn- mörgum áttum. Þeir eru Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, frá Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum, Sigríður Ingvarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og rekstrarstjóri Frumkvöðlaseturs, og loks Benedikt Jóhannesson frá útgáfu- fyrirtækinu Heimi. Benedikt var stjórnarformaður Eim- skipafélagsins árið 2003 en hann lét af for- mennsku skömmu eftir að Samson ehf. og Landsbankinn urðu stærstu hluthafar þess. Það var því freistandi fyrir blaðamann að spyrja hvort hann hafi séð fyrir í hvað stefndi í íslensku viðskiptalífi. Gömlu gildin í stað sjálfsblekkingar Benedikt: „Það er nú þannig að maður hefur alveg óskaplega sjálfsblekkingarhæfi- leika,“ segir Benedikt og þessi upphafsorð vekja mikla kátínu fundarmanna. „Það er reyndar þannig að við sem höfum ákveðinn bakgrunn í hagfræði og viðskiptum sjáum það strax að það eru ákveðnir hlutir sem geta ekki gengið upp. En aftur og aftur verður reynslan að minna okkur á það að ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það yfirleitt ekki satt. Til dæmis fengum við ágætis áminningu um þetta þegar netbólan svokallaða sprakk en svo kemur bara ný bóla. En það breytir því hins vegar ekki að til að reka fyrirtæki þurfa menn að standa skil á þremur þáttum og þeir eru; menn þurfa að geta borgað kostnaðinn, launin og svo lánin. En þegar menn eru farnir að getað búið til verðmæti bara með því að segja að þeir séu með verðmæti þá er kom- inn upp veruleikaskekkja sem gengur nátt- úrulega ekki til lengdar. Ég held að besta dæmið um þetta sé Sterling sem svo til sömu mennirnir voru alltaf að kaupa og selja.“ Sigurgeir Brynjar: „Það hafa auðvitað þrifist sjálfsblekkingar í sjávarútveginum líka. Þorskstofninn er náttúrulega okkar mikilvægasti stofn og þar höfum við gengið á höfuðstólinn og eytt um efni fram af ein- skærri sjálfsblekkingu. Ég var að tala við Helga Áss Grétarsson, sérfræðing við laga- deild Háskóla Íslands, sem hefur verið að rannsaka fiskveiðistjórnun og samkvæmt hans kokkabókum hafa verið veidd um 500 þúsund tonn með lögmætum hætti en umfram leyfilegan hámarksafla. Þá er ég að tala um sóknarmark smábáta, línutvö- földun og fleiri sértækar aðgerðir. Ef því er svo bætt við sem stjórnvöld hafa úthlutað umfram ráðleggingar fiskifræðinganna þá erum við komin með eina til eina og hálfa milljón tonna. Þannig að við höfum eytt um efni fram mjög lengi svo það er ekki annað á dagskrá hjá okkur en að byggja upp að nýju. Það er því um að gera að dusta rykið af gömlu gildunum sem við berum jú öll innra með okkur; nægjusemi, dugnað og eljusemi. Við Íslendingar verðum bara að gera okkur grein fyrir því það er ekki enda- laust hægt að græða með því að hrifsa sífellt úr greipum Ægis.“ Sigríður: „Ég get að mörgu leyti tekið undir þetta en þótt við séum að tala um að hverfa aftur til gömlu gildanna þá má ekki taka því sem svo að við viljum þjóðfélag eins og það var fyrir fjörutíu árum þegar frystihús var í hverju þorpi og meirihluti þjóðarinnar vann við sjávarútveg og land- búnað. Við viljum að sjálfsögðu ekki vera með öll eggin í sömu körfunni svo við þurf- um að byggja upp fjölbreytta atvinnustarf- semi. Þegar Finnar gengu í gegnum kreppu við upphaf tíunda áratugarins þá var hrein- lega tekin stjórnarfarsleg ákvörðun um það að byggja á nýsköpun og mannauði. Þá fóru þeir markvisst í það að laga sitt lagaum- hverfi með það í huga. Þeir fóru að mennta fólkið sitt í massavís og byggja upp flott nýsköpunarfyrirtæki. Og enn í dag, þegar verið er að mæla samkeppnishæfni þjóða, þá tróna þeir alltaf meðal þeirra efstu þar sem þeir hafa nú þennan sterka grunn undir fjölbreytta atvinnustarfsemi til að byggja á. Þetta er eitthvað sem við ættum að hafa hugfast; ég held að það sé lag núna að skoða allt laga- og regluumhverfi í kringum nýsköpunar- og þróunarfyrirtæki. Við eigum nóg af auðlindum til að vinna með hvort sem litið er til manns eða náttúru.“ Nýtt fólk við stjórnvölinn Sigurgeir Brynjar: „Þá erum við nú komin að nokkru sem ég tel mikilvægt að hafa í huga þegar þú talar um stjórnskipunina. Margir þeirra sem sitja á þingi eru góðir menn en algjörlega á rangri hillu og þetta á líka við um margan manninn í stjórnkerfinu og í stofnunum okkar; í Seðlabankanum og fleiri stöðum. Þetta eru þeir staðir þar sem við verðum að nýta okkar besta fagfólk. Við verðum að skapa það umhverfi í kringum okkar grunnstoðir að þangað laðist að okkar hæfasta fólk. Síðustu ár hefur það eflaust séð hag sínum betur borgið annars staðar en nú þegar kreppir að tel ég að við verðum að fá hæfara fólk inn í stjórnkerfið og stjórnmálin. Ég ætla nú ekki að fara að tala illa um nokkurn mann en ég tel að ef það hefði verið úr meiri fagþekkingu að moða í stjórnkerfinu og meira skipulagi þá hefði verið hægt að afstýra miklu af því tjóni sem nú er orðið; en alls ekki öllu.“ Blaðamaður: „Var ekki bara hæfasta fólk- ið upptekið í einkageiranum þar sem mesta spennan var?“ Benedikt: „Ja, sjáðu bara hvað gerðist þar engu að síður.“ Höfum ekki efni á því að slást núna Blaðamaður: „En heldur þú að okkur takist nú ekki að byggja á traustari grunni en þessari sjálfsblekkingarbólu sem síðan springur framan í okkur eins og gerðist með netbóluna og síðan núna? Benedikt: „Menn virðast alltaf þurfa að reka sig á aftur og aftur. Allir vita hvers konar vitleysa það er að neyta eiturlyfja en samt er alltaf til ákveðinn hópur sem neytir þeirra. Þannig að þótt við höfum fengið ærlega á baukinn núna þá held ég að við getum ekki sagt sem svo að nú höfum við lært lexíuna í eitt skipti fyrir öll.“ Sigurgeir Brynjar: „Því miður þá held ég að þetta sé rétt, ég veit að flengingar á börn- um voru aflagðar fyrir nokkru en sá tími virðist ekki enn runninn upp að þjóðin þurfi ekki á þeim að halda svona við og við.“ Fundarmönnum var skemmt yfir þessu fjörlega líkingarmáli Binna, eins og hann kallar sig sjálfur. Óskabarn þjóðarinnar fór villur vegar Benedikt: „En það má ekki gleymast að hér eru allir innviðir fyrir hendi og við eigum mörg flott fyrirtæki. Við sjáum það að fólk er til í að taka á sig launalækkanir svo slík fyrirtæki geti siglt í gegnum þetta eða alla- vega þannig að starfsemin lognist ekki út af. Mörg fyrirtækjanna eru ágætlega rekin þótt núna séu þau nokkuð illa sett þar sem þau skulda svo mikið. Nú þegar ég nefni vel rekin fyrirtæki þá dettur mér í hug okkar ástkæra óskabarn þjóðarinnar, Eimskip, en einn félagi minn sagði þegar hann lét þar af störfum fyrir nokkrum árum að það fyrirtæki væri það stöndugt að það tæki þó nokkur ár með mjög einbeittum vilja að koma því í kland- ur.“ Fundarmönnum þótti þetta nokkuð skondið í ljósi stöðunnar í dag. „En svona er þetta, auðvitað var það ekki markmið stjórnenda að koma fyrirtækinu í klandur. En það var vikið frá þessari hefðbundnu leið í fyrirtækjarekstri og þeim gildum sem þar liggja að baki og þá var fyrirtækið komið út í eitthvað allt annað. Ég held að nú ættum við að fara þá leið sem við þekkjum best. Það er skynsam- legra að líta á grunngildin sem eru að baki rekstrinum en láta ekki glepjast af skraut- legum excel-skjölum sem sýna væntanleg- an gróða.“ Sigurgeir Brynjar: „Já, það er alltaf miklu skynsamlegra að leggja mesta áherslu á það sem fer þér best frekar en að rembast við að verða bestur í því sem allir eru að gera. Þó svo að handbolti sé ekki vin- sælasta íþrótt í heimi þá er ég mun stoltari yfir því að geta sagt að við séum næstbestir í handbolta frekar en að segja að við séum númer 102 í fótboltanum. Svona eigum við líka að hugsa í atvinnumálum okkar, leggja áherslu á það sem fer okkur best frekar en að reyna að slá um okkur þar sem nógur hamagangur er fyrir. En það er ekki þar með sagt að við eigum ekki að reyna að bæta okkur þar sem við erum ekki nógu sterk. Til dæmis hefur það verið sagt í sjáv- arútveginum að við séum góð í að veiða fisk og vinna hann en síðri í því að markaðs- setja hann og úr því verðum við að bæta.“ Sigríður: „Peter Drucker sagði einmitt: „Maður lifir ekki á því sem maður fram- leiðir heldur því sem maður selur“.“ Sigurgeir Brynjar: „Já, mikið rétt. En svo er það annað, ég held að mest af mínum tíma sem stjórnanda fari í að pexa um það við aðra Íslendinga hvernig fiskveiðistjórn- unarkerfið og fiskveiðiréttindin eigi að vera. Það væri mjög gott ef sátt fengist í þau mál. Þá fengi maður loksins meiri tíma til að einbeita sér að því að selja og mark- aðssetja fisk. Nú höfum við bara ekkert efni á því að vera að slást þegar við þurfum að skapa meiri verðmæti til að losa okkar við þessar skuldir.“ Sigríður: „Það minnir mig á það hvað allt þetta tal um þjóðnýtingu kvótans er alveg út úr korti.“ Allt til alls, vantar bara peninga Benedikt: „Þetta er nú ein af þeim hættum sem við okkur blasa núna; að fólk fari að gerast helst til miklir lýðskrumarar. Við heyrum núna bununa út úr þingmönnum frá öllum flokkum þar sem þeir sæta lagi nú þegar fólkið er reitt og ætla að tryggja sér fylgispekt með alls konar svoleiðis bulli. Hvort sem það er um upptöku eigna, þjóðnýtingu kvóta eða þessi saga um að krónan henti íslensku þjóðfélagi svo vel þar sem aðlögunarhæfni hennar sé svo mikil. Raunin er hins vegar sú að hún hentar íslensku þjóðfélagi hreint ekkert vel. Ég veit ekki hvað það eru mörg ár sem sjávarútvegurinn er í raun undir þeirri arð- semi sem hann þyrfti að vera einungis vegna þess að gengið hefur verið svo hátt skráð og til hvers er það? Jú, til þess að við höfum getað keypt flatskjái og fyrirtæki í útlöndum.“ Sigurgeir Brynjar: „Það sama má segja um þetta ábyrgðarlausa tal um að auka veiðiheimildirnar vegna ástandsins.“ Benedikt: „Já, nú þurfum við einmitt for- ystumenn sem kunna að leiða þjóðina í gegnum þetta bæði með því að taka réttar ákvarðanir við stjórnunina og eins með því að greina fólki frá stöðunni og drífa það með sér svo menn leggi ekki árar í bát. Það veldur mér til dæmis vonbrigðum með okkar ágætu valdhafa að þeir hafa undan- farin ár getað komið sér hjá því að ræða um aðild að ESB, þetta hefur annað hvort ekki verið tímabært eða ekki á dagskrá. Og þeim, sem hafa talað fyrir því að hér verði tekin upp önnur mynt, hefur verið svarað með barnalegum hætti, eins og að Leh- mann-banki hafi nú farið á hausinn án þess að krónan kæmi þar við sögu, Írar hafi komið sér í vanda án þess að vera með krónuna og svo þar fram eftir götunum. Þetta er náttúrulega ekki sú pólitík sem við þurfum á að halda núna.“ Sigurgeir Brynjar: „Ég vil bara ítreka að þótt ég hafi talað fyrir gömlu gildunum þá vil ég alls ekki að menn fari að þjóðnýta og setja svart bann á allt sem viðkemur útrás. Ástandið er kannski svart í svipinn en það væri nú ekki til að bæta það að byggja Ísland upp eftir albanskri eða kúbverskri forskrift. Við eigum mjög góð markaðs- fyrirtæki, meðal annars í sjávarútvegi, sem eru að gera það gott á erlendri grundu og það væri alveg hrikalegt að tapa þeim öllum í þessari kreppu. Þurfa svo að biðja guð og Kastró að hjálpa sér að byggja upp á nýtt.“ Sigríður: „Það mikilvægasta fyrir okkur nú er að minnast þess sem Michael Porter hefir haldið fram; að ríki fá ekki samkeppn- isstöðu sína í arf. Hæfni fyrirtækjanna til nýsköpunar og þróunar er það sem skiptir meginmáli fyrir samkeppnishæfnina. Þjóð- ir skapa sér samkeppnisforskot í þeim greinum þar sem umhverfið heima fyrir ber vott um mesta framsýni, er sveigjan- legast og mest krefjandi.“ Sigurgeir Brynjar: „Þetta er alveg hár- rétt, við eigum ekki bara að vera að stappa í slori.“ Benedikt: „Við höfum mjög sterka inn- viði, vel menntað fólk og rekstrarhæfa starfsemi á flestum sviðum. Það eina sem okkur vantar eru peningar.“ Nú þarf gömul gildi en nýtt fólk Nú ríður á að hæfasta fólkið komi að stjórn landsins og að þjóðin láti af sjálfsblekkingum og minnist gamalla gilda. Flengingar á börnum hafa verið aflagðar en svo virðist sem þjóðin þurfi enn á þeim að halda. Við getum þó lært af Finnum sem spyrntu frá botni og hafa verið meðal þeirra efstu síðan. UMRÆÐUR Í FULLUM GANGI Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja. Nú þarf að huga að gömlu gildunum aftur en hins vegar má endurnýja í hópi þeirra sem halda um stjórnartaumana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.