Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 36
● heimili&hönnun Húsgagna- og innanhússarkitektinn Halldór Hjálmarsson, sem er hvað kunnastur fyrir hönnun sína á kaffihúsinu Mokka, hannaði stólinn Skötu í lok sjötta áratugarins og var hann upphaflega framleiddur á bil- inu 1959 til 1973. Framleiðslan hófst að nýju nú í ár og er stóllinn seldur í Salt- félaginu og Kraum. Hönnun stólsins hófst sem tilraun til að betrumbæta og einfalda áður þekkt- ar aðferðir við smíði stóla úr samlímd- um krossviði. Þessi aðferð, sem var meðal annars þróuð af Ray og Charles Eames, varð hvað þekktust í meðför- um starfsmanna Arne Jacobsen, sem þróuðu hina frægu þrífætlu Maurinn. Halldór vildi hanna nýstárlegan íslenskan stól í svipuðum anda en gera hann um leið stöðugri, sterkari og endingarbetri. En hvernig er nafnið til komið? „Upphaflega hugmyndin var að gera stól sem hefði almenna tilvísun í fiskitegundina Skötu. Hugmyndin að nafninu kemur þó frá Ray Eames, helsta frum- kvöðli formbeygðra stóla, en nafnið Ray þýðir einmitt Skata á ís- lensku, útskýrir arkitektinn Örn Þór Halldórsson, sonur hönnuð- arins. Skata á 50 ára hönnunarafmæli á næsta ári og þá er von á afmælisútgáfu. Í ALDANNA RÁS Skata í framleiðslu á ný Ekki er öllum gefið að vera bæði hagsýnir og nýtnir. Þeim eigin- leikum er Alfa Freysdóttir, starfs- maður auglýsingastofunnar Enn- emm, svo sannarlega gædd en hún brá meðal annnars á það ráð að leggja gervigras á gólfið í eldhús- inu heima þegar hana vantaði gott og ódýrt gólfefni. „Ég hafði rifið af gólfinu park- et sem var skemmt. Undir því var ljótur dúkur sem fékk líka að fjúka. Ég málaði gólfið en það reyndist vita vonlaust að þrífa það. Systir mín, sem er innanhússarki- tekt, datt þá í hug að leggja gervi- gras á gólfið, sem var á tilboði í Byko. Það reyndist hlýtt og gott og hefur því fengið að vera síðan. Og þar sem ég er ekki með svalir er þetta garðurinn minn í þokkabót.“ Alfa viðurkennir að marga reki í rogastans þegar grænn völlur- inn blasir við í eldhúsinu. Segir þó flesta taka vel í hugmyndina. Til marks um það hafi hún fengið golfsett fyrir krakka gefins í leyni- vinaleik í vinnunni, sem sé dregið fram úr skáp þegar sá gállinn er á henni. En hvernig skyldi ganga að halda grasflötinni ræktarlegri? „Það er lítið mál að þrífa þetta,“ segir Alfa, sem íhugar að leggja gras á fleiri stöðum í íbúðinni enda ágætlega handlagin að eigin sögn. „Ég þakti til dæmis veggi á bað- herberginu með viðgerðarmúr og málaði lagnirnar í appelsínugulum lit, enda meira gefin fyrir liti. Hef ekki verið að eltast við nýtískuleg- an stíl. Gamlir hlutir með sál, sem ég hef fengið frá ömmu og afa eða í Góða hirðinum, eiga meira upp á pallborðið.“ Að auki reynir Alfa að nýta allt sem til fellur og nefnir sem dæmi að þannig hafi áklæði utan af göml- um sófa endað sem áklæði á púða. „Svo hef ég gert ábreiðu úr göml- um gluggatjöldum,“ segir hún og hlær. „Hér þarf engan handlaginn heimilisföður. Hingað til hef ég bara komist ágætlega af með því að treysta á eigin getu.“ - rve Púttað heima í eldhúsinu ● Alfa Freysdóttir varð sér úti um ódýrt gólfefni á eldhúsið sem átti að vera tímabundin lausn en hefur fengið að halda sér vegna gæða. Í leiðinni eignaðist hún fínasta golfvöll. Alfa reif burt panel af veggjunum á bað- herberginu og þakti með viðgerðarmúr. Alfa er hagsýn að eðlisfari. Alfa greiddi á sínum tíma 7.000 krónur fyrir gervigrasið. Ábreiðan á rúminu er gerð úr gömlum gluggatjöldum. F R É T TA B L A Ð IÐ /A R N Þ Ó R ELDAVÉLAR - INNBYGGINGAROFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR - HÁFAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR B ETR I STO FA N Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mán. - föst.kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-16 OPIÐ www.friform.is Westinghouse INNRÉTTINGATILBOÐ SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF 25% AFSLÁTTUR AF RAFTÆKJUM, ÞEGAR ÞAU ERU KEYPT MEÐ INNRÉTTINGU ! KAUPAUKI Pottasett fyrir spanhellur ( verðmæti kr. 20.000 ) Þegar þú verslar við okkur fyrir a.m.k. kr. 500.000 færð þú vandað STÁLPOTTA- SETT í kaupbæti. NÚ ER LAG AÐ GERA GÓÐ KAUP. NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ OG NÝJA INNRÉTTINGIN VERÐUR TILBÚIN TÍMANLEGA FYRIR JÓL. ELDHÚS BAÐ FATASKÁPAR ÞVOTTAHÚS 25% AF ÖLLUM NETTOLINE INNRÉTTINGUM TIL 15. NÓVEMBER NÝ VEFSÍÐA - VELKOMIN 24/7 1. NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.