Fréttablaðið - 01.11.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 01.11.2008, Síða 36
● heimili&hönnun Húsgagna- og innanhússarkitektinn Halldór Hjálmarsson, sem er hvað kunnastur fyrir hönnun sína á kaffihúsinu Mokka, hannaði stólinn Skötu í lok sjötta áratugarins og var hann upphaflega framleiddur á bil- inu 1959 til 1973. Framleiðslan hófst að nýju nú í ár og er stóllinn seldur í Salt- félaginu og Kraum. Hönnun stólsins hófst sem tilraun til að betrumbæta og einfalda áður þekkt- ar aðferðir við smíði stóla úr samlímd- um krossviði. Þessi aðferð, sem var meðal annars þróuð af Ray og Charles Eames, varð hvað þekktust í meðför- um starfsmanna Arne Jacobsen, sem þróuðu hina frægu þrífætlu Maurinn. Halldór vildi hanna nýstárlegan íslenskan stól í svipuðum anda en gera hann um leið stöðugri, sterkari og endingarbetri. En hvernig er nafnið til komið? „Upphaflega hugmyndin var að gera stól sem hefði almenna tilvísun í fiskitegundina Skötu. Hugmyndin að nafninu kemur þó frá Ray Eames, helsta frum- kvöðli formbeygðra stóla, en nafnið Ray þýðir einmitt Skata á ís- lensku, útskýrir arkitektinn Örn Þór Halldórsson, sonur hönnuð- arins. Skata á 50 ára hönnunarafmæli á næsta ári og þá er von á afmælisútgáfu. Í ALDANNA RÁS Skata í framleiðslu á ný Ekki er öllum gefið að vera bæði hagsýnir og nýtnir. Þeim eigin- leikum er Alfa Freysdóttir, starfs- maður auglýsingastofunnar Enn- emm, svo sannarlega gædd en hún brá meðal annnars á það ráð að leggja gervigras á gólfið í eldhús- inu heima þegar hana vantaði gott og ódýrt gólfefni. „Ég hafði rifið af gólfinu park- et sem var skemmt. Undir því var ljótur dúkur sem fékk líka að fjúka. Ég málaði gólfið en það reyndist vita vonlaust að þrífa það. Systir mín, sem er innanhússarki- tekt, datt þá í hug að leggja gervi- gras á gólfið, sem var á tilboði í Byko. Það reyndist hlýtt og gott og hefur því fengið að vera síðan. Og þar sem ég er ekki með svalir er þetta garðurinn minn í þokkabót.“ Alfa viðurkennir að marga reki í rogastans þegar grænn völlur- inn blasir við í eldhúsinu. Segir þó flesta taka vel í hugmyndina. Til marks um það hafi hún fengið golfsett fyrir krakka gefins í leyni- vinaleik í vinnunni, sem sé dregið fram úr skáp þegar sá gállinn er á henni. En hvernig skyldi ganga að halda grasflötinni ræktarlegri? „Það er lítið mál að þrífa þetta,“ segir Alfa, sem íhugar að leggja gras á fleiri stöðum í íbúðinni enda ágætlega handlagin að eigin sögn. „Ég þakti til dæmis veggi á bað- herberginu með viðgerðarmúr og málaði lagnirnar í appelsínugulum lit, enda meira gefin fyrir liti. Hef ekki verið að eltast við nýtískuleg- an stíl. Gamlir hlutir með sál, sem ég hef fengið frá ömmu og afa eða í Góða hirðinum, eiga meira upp á pallborðið.“ Að auki reynir Alfa að nýta allt sem til fellur og nefnir sem dæmi að þannig hafi áklæði utan af göml- um sófa endað sem áklæði á púða. „Svo hef ég gert ábreiðu úr göml- um gluggatjöldum,“ segir hún og hlær. „Hér þarf engan handlaginn heimilisföður. Hingað til hef ég bara komist ágætlega af með því að treysta á eigin getu.“ - rve Púttað heima í eldhúsinu ● Alfa Freysdóttir varð sér úti um ódýrt gólfefni á eldhúsið sem átti að vera tímabundin lausn en hefur fengið að halda sér vegna gæða. Í leiðinni eignaðist hún fínasta golfvöll. Alfa reif burt panel af veggjunum á bað- herberginu og þakti með viðgerðarmúr. Alfa er hagsýn að eðlisfari. Alfa greiddi á sínum tíma 7.000 krónur fyrir gervigrasið. Ábreiðan á rúminu er gerð úr gömlum gluggatjöldum. F R É T TA B L A Ð IÐ /A R N Þ Ó R ELDAVÉLAR - INNBYGGINGAROFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR - HÁFAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR B ETR I STO FA N Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mán. - föst.kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-16 OPIÐ www.friform.is Westinghouse INNRÉTTINGATILBOÐ SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF 25% AFSLÁTTUR AF RAFTÆKJUM, ÞEGAR ÞAU ERU KEYPT MEÐ INNRÉTTINGU ! KAUPAUKI Pottasett fyrir spanhellur ( verðmæti kr. 20.000 ) Þegar þú verslar við okkur fyrir a.m.k. kr. 500.000 færð þú vandað STÁLPOTTA- SETT í kaupbæti. NÚ ER LAG AÐ GERA GÓÐ KAUP. NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ OG NÝJA INNRÉTTINGIN VERÐUR TILBÚIN TÍMANLEGA FYRIR JÓL. ELDHÚS BAÐ FATASKÁPAR ÞVOTTAHÚS 25% AF ÖLLUM NETTOLINE INNRÉTTINGUM TIL 15. NÓVEMBER NÝ VEFSÍÐA - VELKOMIN 24/7 1. NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.