Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 70
54 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. plat, 6. tveir eins, 8. næra, 9. trjátegund, 11. bogi, 12. fáni, 14. svall, 16. átt, 17. lítill sopi, 18. mál, 20. holskrúfa, 21. ókyrrð. LÓÐRÉTT 1. viðlag, 3. samtök, 4. dimmgrár, 5. krá, 7. andsvar, 10. óvild, 13. hola, 15. málmur, 16. hlóðir, 19. kusk. LAUSN LÁRÉTT: 2. gabb, 6. tt, 8. ala, 9. eik, 11. ýr, 12. flagg, 14. slark, 16. sv, 17. tár, 18. tal, 20. ró, 21. órói. LÓÐRÉTT: 1. stef, 3. aa, 4. blýgrár, 5. bar, 7. tilsvar, 10. kal, 13. gat, 15. króm, 16. stó, 19. ló. „Þetta eru fjörutíu manns. Tvær áhafnir. Já, það er allt í volli þarna í Rússlandi. Og kominn tími til að gefa þeim að éta bless- uðum. Ég hlýt að fá prik fyrir þetta hjá Pútín,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson – betur þekktur sem súlukóngurinn Geiri á Gold- finger. Fréttablaðið greindi frá því að áhöfn á tveimur rússneskum tog- urum, sem liggja við festar í Hafnarfjarðarhöfn, eru stranda- glópar á Íslandi. Þeim berast ekki laun frá Rússlandi. Þeir hafa nú verið í Hafnarfirði í þrjár vikur eftir fimm mánaða karfatúr. Og eru að vonum æfir út í útgerðina Mary time Star. „Við erum fastir hér og eina dægradvölin er að eigra um bæinn,“ segir Eduard Demidovich, þriðji stýrimaður á togaranum Karachavaro sem gerir út frá Kaliningrad. Geiri á Goldfinger, sem er sér- stakur vinur Rússlands og á meðal annars rússneska konu, sá í hendi sér að við svo búið mátti ekki standa. „Ég finn til með þessum sjómönnum. Maður þekk- ir það hvernig er að vera blankur sjómaður í erlendum höfnum. Þar sem einmanaleikinn hellist yfir mann,“ segir Geiri sem sjálf- ur var sjóari og farmaður í tuttugu ár áður en hann sneri sér að veitingarekstri. Geiri segist vel aflögufær og blæs á kreppuna. „Engin kreppa hjá mér.“ Og hann ætlar að gera vel við rússnesku vini sína. Býður þeim upp á hlað- borð og bjór með á sínum eigin stað Steak’n Play. Þar er hann með meistarakokk, Alex frá Kan- ada, sem eldað hefur fyrir sjálfa Elísabetu Englandsdrottningu. Og góðvinur Geira, sjálfur Sverr- ir Stormsker, ætlar að leika dinn- ertónlist fyrir rússnesku stranda- glópana og skemmta þeim með rammíslenskum íslenskum sjó- mannalögum eftir sjálfan sig. Ekki er laust við að greina megi, í gegnum góðvildina, að Geiri sjái sér leik á borði. Og vilji styrkja enn tengsl sín við Rússland. „Já, þeir eru að fara að lána okkur fullt af peningum. Er það búið? Nei, nei, Björgóflur hringdi sjálfur í Pútín. Sem er persónu- legur vinur þeirra Björgólfs- feðga. Eða, ég veit ekki betur.“ jakob@frettabladid.is GEIRI Á GOLDFINGER: HLÝT AÐ FÁ PRIK FYRIR ÞETTA HJÁ PÚTÍN Súlukóngur býður fjörutíu rússneskum sjóurum í mat GEIRI OG RÚSSARNIR Þeir tóku honum fagnandi Rússarnir, hinum gjafmilda veitingamanni, þegar hann mætti niður á kæja í Hafnarfirði og bauð þeim í dinner. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson Aldur: 34. Starf: Fræðslu- stjóri KSÍ og landsliðsþjálfari. Fjölskylda: Eiginkonan heitir Íris Björk Eysteinsdóttir og þau eiga þriggja ára dóttur, Emblu Björg. Foreldrar: Eyj- ólfur Þór Georgs- son blikksmiðameistari og Halldóra Ólafsdóttir skrifstofukona. Búseta: Fagraþing, Kópavogi. Stjörnumerki: Bogmaður. Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem komst í úrslit á EM er liðið sigraði Íra. „Þetta var heldur óskemmtileg uppákoma og ég varð eiginlega hvumsa. Enda nýbúinn að reyna að blása á þær sögur að Íslendingar yrðu fyrir aðkasti erlendis,“ segir Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgöngumálaráðherra. Hann og kona hans, Brynhildur Ólafsdóttir, voru að leggja af stað heim til Íslands núna í vikunni frá Heathrow-flugvellinum í London þegar þau afhentu landamæraverði vegabréf sín. Þegar landamæra- vörðurinn sá frá hvaða landi þau komu breyttist tónninn hjá honum heldur betur. „Hann spurði hvort við ynnum fyrir íslenska banka. Þegar við þögðum sagði hann að ef svo væri myndum við sennilega ekki segja frá því,“ útskýrir Róbert. Landamæravörðurinn lét síðan dæluna ganga áfram. „Hann sagði að ef við værum að vinna í banka skyldum við skila honum aftur peningunum sem við skulduð- um honum.“ Róbert segist vera eldri en tvævetur í þessum málum og hann hafi ekki kippt sér upp við þessar aðfinnslur frá landamæraverðin- um. „Ég hef verið í pólitík og fjölmiðlum þar sem svona lagað er nánast daglegt brauð. En ég óska þess ekki að samlandar mínir fái svona móttökur,“ segir Róbert sem lét það vera sitt fyrsta verk að fara inn á heimasíðu Heathrow-flug- vallarins. Þar fann hann síðan vettvang til að koma kvörtun sinni á framfæri. „Ég skrifaði langt og ítarlegt bréf.“ Róbert hvetur jafnframt aðra Íslendinga til að láta svona ekki yfir sig ganga heldur eigi þeir að rétta úr sér og byrsta sig til baka. „Þetta er auðvitað bara fráleit hegðun.“ - fgg Þórhallur Gunnarsson segir að RÚV muni kappkosta við að halda dampi í framleiðslu á leiknu inn- lendu efni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrirtæki Björgólfs Guðmundssonar, Ólafs- fell, gæti ekki staðið við skuld- bindingar sínar gagnvart fram- leiðslufyrirtækinu Pegasus. Hafði Ólafsfell skuldbundið sig til að styrkja spennuþáttaröðina Hamarinn um 25 milljónir sam- kvæmt samkomulagi fyrirtækis- ins og RÚV en hafði einungis greitt átta. Fjölmargir kvikmyndagerðar- menn höfðu sett sig í samband við Þórhall í gær og lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu mála. „Við erum með fjölmörg verk- efni í vinnslu, svo þarf bara að athuga hvort okkur takist að fjár- magna það. Við eins og aðrir vitum ekkert í hvaða stöðu við erum. Það eru einfaldlega svo margir póstar sem eru ófyrirséðir, meðal ann- ars þátttaka annarra erlendra sjónvarpsstöðva, sjóða og fé af hinum frjálsa markaði.“ Þórhallur segir að RÚV eins og önnur fyrirtæki verði að fara í aðhaldsaðgerðir. Fram undan séu tveir af vinsælustu dagskrárlið- um Sjónvarpsins; Gettu betur og Eurovision. Báðum þessum við- burðum var gert hátt undir höfði í fyrra en verða væntanlega smærri í sniðum nú. Þórhallur útilokar ekki að færa báðar keppnirnar inn í sjónvarps- húsið sjálft. „Slík ráðstöfun ætti ekkert að rýra skemmtanagildi þáttanna og sjónvarpsáhorfend- ur ættu svo sem ekki að finna mikinn mun. En þetta hefði eðli- lega þau áhrif að umstangið yrði minna og færri áhorfendur kæmust að.“ - fgg ÓVISSA Að sögn Þórhalls er algerlega óvíst um ákveðna pósta; fjármagn frá erlendum sjónvarpsstöðvum, sjóðum og fé af hinum frjálsa mark- aði. ÓSÁTTUR Róbert Marshall lét hegðun landamæravarðarins ekki yfir sig ganga og skrifaði langt og ítarlegt bréf á kvörtun- arsíðu Heathrow-flugvallarins. Miklar áhyggjur af stöðu kvikmyndagerðar Róbert Marshall áreittur á Heathrow Einhver dáðasti leikari landsins, Hilmir Snær Guðnason, fór nokkra túra í haust á línuveiðar. Honum líkaði sjómennskan vel og fann ekki til sjóveiki. Hilmir Snær er nú kominn í land enda er nú bitist um hvert pláss – en næsta verkefni er að leika í mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Mamma Gógó, en fjárhagsáætlun miðar við að þar sé um 190 milljóna króna mynd. Aðalhlutverkið er í höndum Kristbjarg- ar Kjeld. Pétur Már Ólafs- son og þeir hjá forlaginu Bjarti- Veröld eru „kátir“ með að hafa hitt óvart naglann á höfuðið með útgáfu bókarinnar „Segðu skilið við þunglyndið“ sem kom út fyrir skömmu. Ekki óraði þá fyrir þeim efnahagshremmingum sem biðu þjóðarinnar þegar þeir ákváðu að gefa út þetta ágæta rit en nú haga aðstæður málum svo að miklum mun meiri eftirspurn er eftir þessari bók en gera mátti ráð fyrir. Nokkuð er um að fólk hringi í forlagið, panti sér bókina og segi um leið forlagsfólki frá því hvernig veruleikinn sé nú orðinn dap- urlegur og grár, og leggist illa í sig. Einhverjir helstu forsprakkar Nýrra tíma eru þau Orri Dýrason í Sigur Rós og Lukka Sigurðardóttir og því vakti það athygli glöggra að þau teljast nú ekki lengur meðal aðstandenda samtakanna eða hreyfingarinnar samkvæmt heimasíðu hennar. Nýr er hins vegar listamaðurinn Jón Sæmundur en ekki er innganga hans talin tengjast brotthvarfi Orra og Lukku hið minnsta. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8. 1 Dóra María Lárusdóttir. 2 Magnús Pétursson. 3 Fimm. í s k ó k a s s a www.skokassar.net t i l J ó l a ... 7 d a g a r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.