Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 12
12 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í janúar sl. ritaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrirsögn- inni Sjúkt og ósjálfbært efnahags- kerfi. Þar benti ég á fjölmörg teikn um aðsteðjandi kreppu og sagði m.a.: „En kreppa samtengds fjármála- og efnahagskerfis heimsins er langtum djúpstæðari en atburðir síðustu mánaða vitna um. Driffjöður þessa kerfis er neysla og ofurneysla á Vestur- löndum þvert ofan í þá vitneskju sem fyrir liggur um áhrifin á umhverfið og heilsu manna í þokkabót. Hnattvædda efnahags- kerfið sem innleitt var í núver- andi mynd með hömlulausum rafrænum fjármagnsflutningum fyrir 15-20 árum er orðið að meinvætti sem seint verður ráðið við, ef bábyljan um óskeikulleika markaðarins verður höfð að leiðarljósi.“ Þróunin það sem af er þessu ári hefur því miður staðfest svörtustu hrakspár. Ráðamenn og almenningur sitja nú yfir brunarústum vængbrotins efnahagskerfis og þörfin fyrir endurmat og nýja hugsun er brýn. Fáránlegt ákall eftir ESB-aðild Hérlendis hefur mest farið fyrir ákalli eftir að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og að tekin verði upp evra sem gjaldmiðill í stað krónu. Árinni kennir illur ræðari. Gjaldþrot bankanna og fall íslensku krónunnar var afleiðing óstjórnar síðustu ára en ekki orsök. Ef hér hefði verið skapleg efnahagsstjórn og eðlilegar skorður verið settar við útrás og skuldsetningu hefði Ísland ekki verið verr sett nú en aðrar Norðurlandsþjóðir í þeirri alþjóðlegu kreppu sem yfir gengur. Útrásarbrjálæðið íslenska gerðist raunar í skjóli EES-samningsins. Nú vilja margir ganga lengra í von um evru og skjól frá Evrópska seðlabankanum, sem tómt mál er að tala um næstu árin. Það grafalvarlega í stöðunni er að það er annar ríkisstjórnarflokkurinn, Samfylkingin, sem ásamt fleirum heldur þessu gamla stefnumáli sínu um ESB-aðild til streitu í stað þess að leggjast á árar á raunsæjum forsendum um endurreisn íslensks efnahagslífs og verjast um leið frekari áföllum. Aðild að Evrópusambandinu snýst um fjölmörg atriði, þar á meðal grundvallarspurningar er varða fullveldi, forræði yfir náttúruauðlindum og stöðu Íslands meðal þjóða. Það er í senn ósiðlegt og andstætt góðum lýðræðishefðum að ætla að knýja fram afstöðu í svo örlagaríku máli með þjóðina í losti eftir þau áföll sem nú hafa dunið yfir. Hvað verður um myntbandalag ESB? Þær hremmingar sem nú ganga yfir efnahagskerfi veraldar eiga eftir að hafa djúpstæð áhrif og innan tíðar getur blasað við gjörbreytt landslag í viðskiptum og alþjóðamálum. Það á m.a. við um forsendur hnattvæðingarinn- ar og ríkjasamsteypur eins og Evrópusambandið. ESB og Evru- svæðið innan þess er afar illa búið undir þá kreppu sem nú ristir æ dýpra í efnahagslíf heimsins. Þýskaland, sem ásamt Frakklandi er burðarás í Evru- myntbandalaginu, er sem vöruútflytjandi afar viðkvæmt fyrir samdrætti. Þótt Evru-löndin séu ekki skuldsettari á heildina litið en Bandaríkin hefur hag- vöxtur þar verið langtum minni og aldurssamsetning önnur og óhagstæðari og hið sama á einnig við um Japan. Að auki er atvinnu- leysi innan ESB þegar gífurlegt vandamál, um 70% meira en í Japan og tvöfalt meira en verið hefur í Bandaríkjunum. Efna- hagsvöxturinn sem átti að fylgja innri markaðnum hefur látið á sér standa og ESB er þannig afar illa undir frekari samdrátt búið. Leiðandi ríki á Evrusvæðinu hafa að undanförnu brotið meginregl- ur Maastricht-sáttmálans um ríkisfjármál, skuldsetningu og efnahagslegan stöðugleika. Aðsteðjandi kreppa getur því fyrr en varir sett myntbandalagið í uppnám. Kjarninn í hertum áróðri hérlendis fyrir að Ísland sæki um aðild að ESB hvílir þannig á ótraustum grunni, svo ekki sé litið til annarra þátta sem mæla gegn aðild. Heilvita menn ættu að sjá að við núverandi aðstæður og dýpkandi alþjóðlega kreppu framundan væri hreint glapræði að fara að bindast Evrópusambandinu í meira mæli en orðið er. Í stað villuljósa er verkefnið framundan að brjótast út úr skuldafjötrum og sníða stakk að vexti. Halda þarf þétt utan um auðlindir landsins og óspillta náttúru, efla menntun og rækta fjölþjóðasamstarf sem byggi á því besta sem Ísland hefur að bjóða umheiminum. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Evróputrúboðið HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON Í DAG | Kreppan framundan UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um efnahagsmál Verð á nauðsynjum hækkar, launin lækka og atvinnuleysi knýr dyra. Lang- tímalán þenjast út um leið og verðgildi hús- næðis hríðfellur. Helmings hækkun stýri- vaxta gerir horfurnar enn dekkri. Þetta reikningsdæmi gengur ekki upp og ef ekkert verður að gert verða íbúðalán fljótlega komin langt upp fyrir íbúðaverð. Það er engin lausn að lengja í þessum lánum. Fólk hneppir sig ekki sjálfviljugt í ævilangan þrældóm til að borga af himinháum lánum með veði í verðlítilli eða óseljanlegri íbúð. Ungt fólk sem skuldar hlutfalls- lega mest og keypti í þenslu undanfarinna fimm ára, mun varla hafa annan kost í stöðunni en að lýsa sig gjaldþrota. Nóg verður samt fyrir þetta fólk að borga af skuldum ríkisins, flýi það ekki land. Gjaldþrotum fjölskyldna mun fylgja enn meiri lækkun á verði fasteigna og mikil útlánatöp hjá lán- veitendum; lífeyrissjóðum og ríkinu. Því hin veð- setta eign mun aðeins duga upp í hluta útlána. Einnig má spyrja hvort verðtrygging við þessar aðstæður sé ekki að tryggja rangt verðgildi krónunnar, þann kaupmátt sem byggður var á sandi og hefur nú hrunið. Er eðlilegt að þeim kaupmætti sé viðhaldið í hluta hagkerfisins? Er ekki skárra að frysta verðtryggingu lána tímabundið meðan gengisleiðrétting- in á sér stað? Þannig rýrna útlánin vissu- lega, en þannig halda lánveitendur skuld- urunum og þaki yfir þjóðinni. Hægt er að frysta verðtrygginguna við 4% sem eru yfirlýst þolmörk samkvæmt verðbólgu- markmiðum Seðlabankans. Annar möguleiki er að setja lög um að verðtrygg- ing uppreiknist ekki sjálfkrafa um mánaðamót. Staðan verði svo metin yfir þriggja mánaða tímabil. Þá sjá menn betur hvert stefnir og geta betur fyrir- séð afleiðingar verðtryggingar. Þá verður hægt að ákveða hvort og að hve miklu leyti skynsamlegt er að taka tillit til verðtryggingar. Þriðji möguleikinn væri að breyta forsendum verðtryggingar: minnka vægi innfluttra vara og notast ekki við neyslukannanir úr góðærinu til að reikna út verðbólguna. Það verður að grípa til aðgerða núna áður en fjöldagjaldþrot heimila er staðreynd og áður en verðtryggingin nær að magna upp verðbólgubálið. Höfundur er borgarfulltrúi. Fjölskyldur í forgang SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Neibb Seðlabankinn braut ekki trúnað með frægri athugasemd á fimmtudag þar sem vitnað var í samkomulag stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Geir H. Haarde forsætisráðherra kvað upp úr um það á þingi í gær. Í athugasemdinni var nítjándi töluliður samkomulagsins opinberaður en í honum segir að stýrivextir skulu vera átján prósent. Geir sagði að þar sem vextirnir voru hækkaðir á þriðjudag hafi vaxtapró- sentutala samkomulags- ins ekki verið leyndarmál á fimmtudag. Þar með var athugasemdin ekki trúnaðar- brot. Það er gott að vita. Sjálfstæðið Menn hafa líka velt vöngum yfir hvort Seðlabankinn hafi enn sjálfstæði um vaxtaákvarðanir eins og lög segja til um. Helgast það af því að bankinn virtist hlýða því sem kveðið er á um í samkomulaginu við gjaldeyrissjóðinn. En Geir efast ekki. „Það er auðvitað bankinn sjálfur sem formlega tekur þessa ákvörðun lögum samkvæmt og kynnir hana …“ sagði hann í þinginu í gær. Gott og vel. En Geir sagði líka: „Að baki þessari ákvörðun liggur samkomulag sem gert hefur verið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að tryggja fyrirgreiðslu á hans vegum.“ Seðlabankinn er sumsé sjálf- stæður, hvort sem hann ákveður vextina sjálfur eða um þá er samið. En … Og svo er það samkomulagið. Hverjir ætli standi að því? Geir sagði í þinginu í gær að það væri milli ríkisstjórnar- innar, Seðlabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Seðlabankanum virðist á hinn bóginn ekki kunnugt um eigin aðild því í athugasemd hans á fimmtudag sagði að samningsgerð- in væri milli ríkisstjórnar Íslands og sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Hvort ætli Seðlabankinn vilji ekki kannast við eigin aðild að samkomulaginu eða viti ekki af henni? Sé hið síðarnefnda raunin, getur ríkisstjórnin þá samið um vexti bankans við þriðja aðila? Hvar er þá sjálfstæðið? bjorn@frettabladid.is 14.00 Keith Reed 14.30 Helga Rós Indriðadóttir 15.00 Lay Low 15.30 Magnús Ragnarsson og kór Áskirkju Aðgangur ókeypis og öllum frjáls. Kirkjugarðarnir í Fossvogi, Gufunesi, Kópavogi og við Suðurgötu opnir. Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar til sölu við Fossvogskirkju. Reykjavíkurprófastsdæmin og Kirkjugarðarnir Í þeim aðstæðum sem þjóðin stendur nú frammi fyrir eftir að fjármálakerfi landsins hefur orðið alþjóðlegu fjármála- kreppunni að bráð og óvissa ríkir um framtíðarhorfur margra ríður á að huga að því hvernig þjóðfélagið verður reist við á ný. Í þeim efnum er að mörgu að hyggja. Eitt er uppgjör við fortíðina. Meðal þess sem skoða þarf er hver raunveruleg staða bank- anna var undir lok síðasta mánaðar. Hvort þeim hafi í raun verið allar bjargir bannaðar og eigendur þeirra nú í sporum gjaldþrota manna sem kenna öllum öðrum en sjálfum sér um hrakfarirnar, sér í lagi bankanum sínum, líkt og Geir H. Haarde sagði í tíu- fréttum Sjónvarps 29. þessa mánaðar. Að slíkri skoðun þurfa að koma erlendir sérfræðingar sem fjallað geta hlutlaust um mál án þess að vera plagaðir af tengsl- um og smæð íslenska kunningjasamfélagsins og eru engum háðir. Með skipan umdeildra stjórnmálamanna í stól seðlabanka- stjóra geta stjórnmálamenn sjálfum sér um kennt að grunur vakni um annarlegar hvatir í mikilsverðum ákvörðunum um framtíð bankanna. Samhliða öllu uppgjöri þarf svo að huga að því hvernig við ætlum að fá byggt hér upp samfélagið á ný. Margt bankafólk sem núna stendur frammi fyrir tekjutapi í kjölfar atvinnumiss- is hefur líka tapað verulegum fjárhæðum vegna fjárfestinga í hlutabréfum sem eru orðin verðlaus við fall bankanna. Sama á við um fjölda einstaklinga. Gjaldþrot blasir víða við. Þarna er ekki um að ræða óreiðufólk sem ekki hefur staðið í skilum, heldur eru þarna fórnarlömb einstakra aðstæðna í fjármála- heiminum, líkt og segja má að bankarnir hafi verið. Í Bandaríkjunum eru til fordæmi þess að dómstólar fjalli um einstök gjaldþrotamál og létti, að ákveðnum skilyrðum uppfyllt- um, skuldbindingum af þeim sem orðið hafa gjaldþrota þannig að þeir geti hafið uppbyggingu eigin lífs á ný. Hreyft hefur verið við hugmyndum um að búa hér til einhverja slíka leið. Líkast til myndi þetta kalla á sérstaka, jafnvel tímabundna lagasetningu, þar sem gjaldþrotadómstóll fengi úrskurðarvald í málum gjaldþrota einstaklinga og legði mat á hvort um sé að ræða gjaldþrot af ytri aðstæðum eða vegna óreiðu. Aðgerða er þörf til þess að fórnarlömb fjármálahrunsins geti átt sér hér einhverja framtíð, án þess að vera hundelt af kröfu- höfum og þurfi ekki að flýja land til að byggja upp tilveru sína á ný. Þarna er ungt og duglegt fólk sem þjóðin þarf á að halda við framtíðarverðmætasköpun. Fólk sem lendir í gjaldþroti við hrun hagkerfisins verður að eiga sér viðreisnar von. Gjaldþrot blasa víða við eftir fall bankanna. Fólk þarf að eiga sér viðreisnar von ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.