Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 66
50 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir hjá KR og Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Val hafa verið í allra fremstu röð í íslensku deildinni und- anfarin ár en nú bendir flest til þess að stöllurnar muni reyna fyrir sér í atvinnumennsku erlendis. Margrét Lára hefur nú þegar gefið það út að hún hafi hug á því að spila erlendis á næsta tímabili. „Ég fer út til Svíþjóðar og skoða aðstæður hjá Linköping um næstu helgi og það verður spennandi að skoða og sjá. Það er metnaðarfullt félag sem er með flotta leikmenn inn- anborðs. Svo mun ég reyna að finna tíma til þess að fara út til Bandaríkjanna, þar sem Los Angeles Sol valdi mig í nýliðavali fyrir nýja atvinnumannadeild þar í landi. Það er líka spennandi kostur og mikill heiður að fá að taka þátt í því,“ segir Margrét Lára. Hólmfríður er enn ekki búin að ákveða neitt með framhaldið en viðurkennir þó að atvinnu- mennskan kitli eftir að hafa leikið í deildinni hér á landi síðustu átta árin. „Ég hætti við að fara út í fyrra og vildi spila eitt ár í viðbót á Íslandi til að sanna mig aðeins betur. En nú er ég alveg með hugann við að fara til útlanda og skoða hvaða möguleikar eru í boði þar. Ég er samt ekkert búin að ákveða mig hundrað prósent með þetta. Eina sem er svona fast í hendi núna er að ég ætla að kíkja út til Betu [Elísabetar Gunnarsdótt- ur, nýráðins þjálfara Kristi- anstad] í Svíþjóð og skoða aðstæður hjá Kristianstad einhverja helgina í nóvem- ber. Það er bara spennandi dæmi. Ég hef þekkt Betu síðan hún var að þjálfa mig í U-21 árs landsliðinu og kann vel við hana. Annars á ég alveg eins von á því að fleiri lið í Svíþjóð muni setja sig í samband við mig þar sem það var þó nokkur áhugi frá nokkrum þeirra í fyrra. Sænska deildin er rosalega sterk og ég tel mig geta bætt mig heilmikið sem leikmann þar og hún er því ekki ólíklegur áfangastaður,“ segir Hólmfríður. HÓLMFRÍÐUR OG MARGRÉT LÁRA: MUNU SKOÐA AÐSTÆÐUR HJÁ ERLENDUM FÉLÖGUM Á NÆSTU VIKUM Sænska úrvalsdeildin ekki ólíklegur áfangastaður HANDBOLTI Íslenska karlalandslið- ið í handbolta mætir í dag Norð- mönnum í Drammen í einum af úrslitaleikjum riðils síns í undan- keppni EM 2010. Báðar þjóðir unnu öruggan sigur í fyrsta leik í vikunni, Ísland vann 19 marka heimasigur á Belgum en Norð- menn unnu 8 marka útisigur á Eistlendingum eftir að hafa verið 20-8 yfir í hálfleik. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari veit að leikurinn í dag verður af allt öðrum toga. „Þetta er allt annað dæmi og það er bara himinn og haf þar á milli. Þetta er bara alvörulið á sínum heimavelli þannig að þetta verður mjög erfitt verkefni,“ segir Guðmundur. „Við erum með upptöku af leik þeirra á móti Eistum og erum búnir að greina leikinn,“ segir Guðmundur sem er viss um að hann græði miklu meira að hafa séð Norðmenn vinna Eista en Norðmenn á því að skoða leik íslenska liðsins gegn Belgum. „Eistarnir spiluðu 6:0 vörn. Við sáum því hvað Norðmenn eru að gera á móti henni því við erum að spila þá vörn. Við græð- um því meira á því en þeir að skoða leikinn okkar á móti Belg- um. Við vitum annars ekkert um hvað þeir eru að hafa mikla áhyggjur af okkur,“ segir Guð- mundur. Íslendingar hafa ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum á móti Norðmönnum en þar á meðal er leikur frá því í fyrra þar sem Ísland mætti með b-liðið sitt og Norðmenn unnu með 17 mörkum. Þjóðirnar mættust síðast í alvöru landsleik á EM í Sviss 2006 og unnu Norðmenn þá með þriggja marka mun, 33-36, þar sem Kjetil Strand skoraði 19 af mörkum liðs- ins. „Þeir eru með mjög sterkt lið. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við þurfum að spila vel til þess að vinna þá,“ segir Guðmundur sem leggur áherslu á að sínir menn spili grimma vörn og verði duglegir að ganga að Norðmönnum og trufla þá. „Þeir spila tiltölulega passíva 6:0 vörn og þjappa mjög vel inn á miðjuna. Við þurfum að vera til- búnir að sækja breitt á þá og nýta hornin vel. Þeir keyra síðan á okkur hraða miðju þannig að við þurfum að vera snöggir til baka,“ segir Guðmundur. Norðmenn kunna vel við sig í Drammen og þeir unnu þar meðal annars alla leiki sína í sínum riðli á EM í ársbyrjun. Norðmenn unnu þá 27-26 sigur á verðandi Evrópumeisturum Dana sem unnu alla aðra leiki sína á mót- inu. Guðmundur er með nýja menn í liðinu og það vantar lykilmenn eins og Snorra Stein Guðjónsson, Alexander Petersson og Sigfús Sigurðsson auk þess sem Ólafur Stefánsson er hættur. „Nú fá nýir menn tækifæri. Það eru menn sem eru ekki í liðinu sem voru að spila mjög stór hlut- verk á Ólympíuleikunum. Við gerum okkur grein fyrir því að það verður þrautinni þyngra að fylla í þeirra skörð. Við höfum líka haft mjög lítinn tíma til þess en vonandi tekst það,“ segir Guð- mundur. Leikurinn í dag er einn af úrslitaleikjum riðilsins enda hafa bæði lið sett stefnuna á að komast í úrslitakeppnina í Austurríki. „Það er gríðarlega mikið undir. Það má búast við því að það verði þrjú lið sem berjast um þessi tvö sæti, Makedónía við og Norð- menn. Það segir sig því sjálft að það eru gríðarlega mikilvægir punktar hér í boði,“ segir Guð- mundur. Leikurinn fer fram í Drammens- hallen og hefst klukkan 15.15 að íslenskum tíma en leikurinn verð- ur sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. ooj@frettabladid.is Það er gríðarlega mikið undir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er búinn að greina síðasta leik Norðmanna og segir að ís- lenska handboltalandsliðið eigi erfitt verkefni fyrir höndum í Drammen í dag í undankeppni EM 2009. SKYTTURNAR MIKILVÆGAR Logi Geirs- son og félagar verða að halda breiddinni og opna fyrir hornin að mati landsliðs- þjálfarans. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SPENNANDI SLAGUR Það mun örugg- lega eitthvað heyrast í Guðmundi Guð- mundssyni meðan á leiknum stendur. FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið er komið í úrslitakeppni EM eftir sigur á Írum í umspilinu. Íslenska liðið vann 7 af 10 leikj- um sínum í undankeppninni og hélt hreinu í öllum sigur- leikjunum. Íslenska liðið skoraði 31 mark í þessum tíu leikjum eða meira en þrjú mörk í leik og liðið náði auk þess að skora í öllum leikjunum. Vörnin var frábær alla undan- keppnina og stelpurnar fengu aðeins á sig 5 mörk í allri undan- keppninni. Þrír markverðir náðu að halda hreinu, Þóra Björg Helgadóttir fimm sinnum, Guð- björg Gunnarsdóttir einu sinni og María Björg Ágústsdóttir einu sinni. Fimm leikmenn liðsins náðu að spila alla þessa tíu leiki þar af spilaði Guðrún Sóley Gunnars- dóttir allar 900 mínúturnar sem voru í boði. Edda Garðarsdóttir (868 mínútur), Margrét Lára Við- arsdóttir (867) og Katrín Jóns- dóttir (852) voru líka í byrjunar- liði í öllum leikjunum. Dóra María Lárusdóttir var með í öllum leikjunum en byrjaði ekki inn á í einum þeirra. Margrét Lára Viðarsdóttir var langmarkahæst hjá íslenska lið- inu en hún skoraði alls 12 mörk. Hólmfríður Magnúsdóttir kom næst henni með fjögur mörk og þær Dóra María Lárusdóttir, Katrín Jónsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu allar þrjú mörk hver. Dóra María átti flestar stoð- sendingar eða sex en bæði Mar- grét Lára og Hólmfríður lögðu upp fimm mörk hvor. Edda Garð- arsdóttir átti síðan fjórar stoð- sendingar. Margrét Lára fiskaði að auki tvær vítaspyrnur sem hún nýtti sjálf. Árangur íslenska liðsins á Laugardalsvellinum var sérstak- lega glæsilegur en stelpurnar okkar unnu alla fimm heimaleiki sína í keppninni og héldu auk þess hreinu í þeim öllum eða í samtals 450 mínútur. Markatalan var 21-0 íslenska liðinu í hag. Margrét Lára Viðardóttir skoraði í öllum fimm heimaleikjunum samtals átta mörk.. - óój Íslenska kvennalandsliðið vann sjö af tíu leikjum sínum í undankeppni Evrópumótsins í Finnlandi: Markatalan var 21-0 á Laugardalsvellinum FINNLAND, HÉR KOMUM VIÐ Stelpurnar fagna sigrinum á Írum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Aðsóknin fjórfaldaðist Íslenska kvennalandsliðið hefur ekki bara náð sögu- legum árangri inni á knattspyrnuvellinum því liðið fékk einnig fullt af áhorfendum á heimaleiki sína í undan- keppninni. Alls komu 21.617 manns á fimm heimaleiki liðsins eða 4.323,4 áhorfendur að meðaltali í leik. Það var ekki nóg með að meðalaðsóknin fjórfaldaðist milli undankeppna hjá stelpuum því það komu líka færri áhorfendur samtals á alla heimaleiki liðsins í síðustu keppni (4.266) heldur en komu að meðaltali á leik í þess- ari undankeppni. Iceland Express-deild karla KR-Snæfell 91-80 (53-42) Stig KR: Jason Dourisseau 21 (13 frák.), Jón Arnór Stefánsson 19 (11 stoðs., 10 frák.), Jakob Sigurðarson 18, Fannar Ólafsson 10, Helgi Már Magnússon 10 (8 stoðs., 7 frák., 7 stolnir), Skarp- héðinn Ingason 4, Darri Hilmarsson 4, Ellert Arnarson 3, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2. Stig Snæfells: Sigurður Á. Þorvaldsson 24 (14 frák., 7 stoðs.), Jón Ólafur Jónsson 21 (10 frák.), Magni Hafsteinss. 14, Kristján Andréss. 9, Atli Hreinss. 7, Egill Egilss. 3, Gunnlaugur Máras. 2. Keflavík-Breiðablik 86-107 (46-55) Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Gunnar Einarsson 18, Þröstur Leó Jóhannsson 18, Sverrir Þór Sverrisson 10 (9 stoðs.), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9 (8 frák., 6 varin), Vilhjálm- ur Skúli Steinarsson 8, Axel Þór Margeirsson 2. Stig Breiðabliks: Nemanja Sovic 41 (12 frák., 5 stolnir, hitti úr 13 af 18 skotum), Kristján Rúnar Sigurðsson 23, Halldór Halldórsson 15, Aðal- steinn Pálss. 11, Rúnar Ingi Erlngss. 10 (6 stoðs.), Loftur Þór Einarsson 4, Daníel Guðmundsson 3. Skallagrímur-Grindavík 59-126 (39-71) Stigahæstir: Þorsteinn Gunnlaugsson 16, Sveinn Davíðsson 14, Egill Egilsson 9 – Páll Axel Vilbergsson 24, Guðlaugur Eyjólfsson 24, Helgi Jónas Guðfinnsson 18, Páll Kristinsson 12, Davíð Páll Hermannsson 10, Þorleifur Ólafsson 10. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Mjög óvænt úrslit urðu í Iceland Express-deild karla í körfubolta í gær þegar nýliðar Blikar unnu 21 stigs sigur, 107-86, á Íslandsmeisturum Keflavíkur á þeirra eigin heimavelli í Toyota- höllinni. Á sama tíma stríddu Snæfellingar KR þrátt fyrir að leika án Hlyns Bæringssonar og Grindavík burstaði Skallagrím með 67 stiga mun í Borgarnesi. Nemanja Sovic átti frábæran leik með Blikum í Keflavík og Keflvíkingar náðu hreinlega ekki að stoppa kappann sem var með 41 stig og hitti úr 72 prósentum skota sinna. Kristján Rúnar Sigurðsson átti einnig fínan leik en Keflavík- urliðið fann sig aldrei og tapaði öllum fjórum leikhlutunum. KR-ingar unnu 11 stiga sigur á Snæfelli 91-80, þar sem Snæfell- ingar héngu í þeim og unnu fráköstin þrátt fyrir að leika án Hlyns Bæringssonar sem var meiddur og stjórnaði liðinu af hlið- arlínunni. KR komst í 21-4 og var 68-53 yfir þegar 13 mínútur voru eftir en barátta Snæfellsliðsins og skotnýting Jóns Ólafs Jónssonar kom muninum niður í eitt stig áður en heimamenn gerðu út um leikinn í lokin. -óój Iceland Express-deild karla: Nýliðar Blika unnu í Keflavík EKKI MEÐ Hlynur Bæringsson stjórnaði Snæfellsliðinu af hliðarlínunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.