Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 62
46 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is „Ég las bókina yfir fyrir mömmu þegar hún var búin að þýða hana og leist rosalega vel á. Hún er búin að tala um þessa bók við mig í mörg ár og það er gaman að geta stutt hana í þessu,“ segir leik- og sjónvarps- konan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir um bókina Þín hjartans þrá eftir Soniu Choquette sem mamma hennar, Hildur Halldóra Karlsdóttir, íslenskaði. Fyrir jólin mun Ísgerður lesa upp úr bókinni, en móðir hennar svara spurningum úr efninu og í dag hefja þær leikinn í Pennanum, Holtagörðum klukkan 14. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sjálfsræktar- bókum og þegar ég var að lesa bók sem heitir Artist Way var bent á þessa bók. Hún kennir fólki að lifa meira út frá hjartanu, en ekki út frá væntingum annara, virkja sjötta skilningarvitið og þora að fylgja eigin tilfinningum,“ útskýrir Hildur sem var nýkomin frá Chicago þegar blaðamaður náði tali af henni, en hún hefur sótt þjálfun hjá Soniu Choquette í Bandaríkjunum til að undirbúa eigin námskeið hér á landi í janúar. „Þegar The Secret kom út fannst mér það vera svona eins og útþynnt útgáfa af þessari bók og ekki segja almennilega hvað er verið að tala um, en Í þín hjartans þrá lýsir Sonia því mjög vel hvernig hægt er að sjá fyrir sér það sem maður þráir og kennir aðferðir til þess,“ segir Hildur að lokum, en nám- skeið hennar verða auglýst á síðunni upptok.com. - ag Les upp með mömmu HJÁLPAR MÖMMU Ísgerður les upp úr bókinni Þín hjartans þrá, sem móðir hennar, Hildur Halldóra Karlsdóttir, íslenskaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Julia Roberts, Bruce Willis, Jack Nicholson, Sean Penn og Tom Hanks voru meðal þeirra sem minntust kollega síns Pauls New- man á góðgerðasamkomu sem var haldin í San Fransisco. Um var að ræða árlega sam- komu sem samtökin The Painted Turtle standa fyrir en Newman stofnaði þau árið 1999. Halda þau úti sumarbúðum fyrir börn sem greinast með alvarlega sjúkdóma. „Við höfðum vonast til að Paul yrði með okkur þannig að þetta breyttist í hálfgerða minningar- samkomu,“ sagði leikarinn Danny Glover, sem tók einnig þátt. Julia Roberts bætti við: „Þetta er í fyrsta sinn sem við tökum þátt í þessu án Pauls. Það er ákveðið tómarúm sem hefur myndast.“ Minntust Newmans JULIA ROBERTS Leikkonan Julia Roberts var meðal þeirra sem minntust vinar síns Paul Newman sem lést á dögunum. Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Sigur Rós, var í ansi merkilegu viðtali við breska blaðið The Mirror í gær. Tilefnið er tónleika- ferð hljómsveitarinnar í Bret- landi sem hefst í Wolverhampton Civic Hall á þriðjudaginn. Jónsi fer um víðan völl í spjallinu og ræðir meðal annars um nafnið á hljómsveitinni sem fengið er frá systur hans en hún fæddist sama dag og hljómsveitin var form- lega stofnuð. Jafnframt talar Jónsi um hina svokölluðu heimsfrægð og söngvarinn segir að hún hafi aldrei verið á dagskránni. „Þetta kom mér á óvart. Var mjög spennandi og skemmtilegt. Við töldum okkur ekki eiga neina möguleika á því að njóta svona mikillar velgengni, hvað þá að spila í útlöndum. Að vera í hljómsveit er í mínum huga bara spurning um félags- skap og að hafa það skemmti- legt.“ Jónsi ræðir einnig um samkyn- hneigð sína og hversu einangrað- ur hann hafi verið. Hann hafi því sótt í tónlist. „Að vera hommi var mjög eðli- legt fyrir mér þótt ég hafi ekki komið út úr skápnum fyrr en ég var 21 árs. En það að búa úti á landi þýddi að ég hitti engan eins og mig svo að ég varð einangraður. Þegar ég sá Little Britain fann ég til mikillar sam- kenndar með the only gay in the village,“ segir Jónsi. Blaðamaður Mirror getur síðan augljóslega ekki stillt sig um að spyrja um ástandið á Íslandi. „Ég held að allir hati Ísland núna. Það er eiginlega allt brjálað hérna. Gjaldmiðillinn er svo lágur og öllum líður eins og Ísland sé bara að fara á hausinn. En það er líka eitthvað heillandi við þetta allt. Þetta var einhvers konar vekjaraklukka fyrir okkur. Ég held að þjóðinnni hafi í raun fundist að þetta væri einum of mikið af hinu góða.“ - fgg Leið eins og hommanum í Little Britain FANN TIL SAMKENNDAR Jónsi segir að þegar hann hafi séð Little Britain þá hafi hann fundið til ótrúlega mikillar samkenndar með „the only gay in the village“. LITTLE BRITAIN > OASIS SAMIR VIÐ SIG Það er sjaldan lognmolla í kringum bresku ólátabelgina í Oasis. Nú hefur Noel Gallagher lýst því yfir að það hafi verið bróður sínum, Liam, að kenna að þeir náðu ekki að leggja Bandarík- in undir sig árið 1996. „Hann hætti við tónleika og fór að leita að húsum. Ég kenni honum al- farið um hvernig fór þá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.