Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 72
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Guðmundar Steingrímssonar 9.12 13.11 17.09 9.07 12.56 16.44 Í dag er laugardagurinn 1. nóvember, 306. dagur ársins. Á fimmtudag hlýddi ég í sjón-varpi á skýrslu forsætisráð- herra um efnahagsmál og umræð- ur um hana. Ég var búinn að ákveða að ef ég þyrfti enn eina ferðina að hlusta á sömu gömlu tuggurnar um traustar stoðir þjóðarbúsins og storm hinnar alþjóðlegu fjármála- kreppu og annað slíkt, yrði þolin- mæði mín á þrotum. ÉG ÞYKIST vita að það sé verið að gera ýmislegt. En má þjóðin vita hvað? Á fimmtudaginn beið ég sem oftar eftir því að einhver svör kæmu við áleitnum spurningum. Hver er stefnan? Ég er ekki endi- lega að tala um að lögð sé á borðið akkurat núna alhliðaáætlun í smá- atriðum um það hvernig eigi að taka á vandanum – í peningamálun- um, atvinnulífinu, gagnvart heim- ilunum og í fjármálakerfinu – þótt slíkt væri vissulega frábært. Ég sætti mig við að heyra bara áætlun um það hvernig, hvenær og hvort menn ætli að vinda sér í slíka vinnu. Hvernig á að endurreisa landið? Hverjir ætla að setjast niður og hvar? Hvaða leiðir koma til álita? ÉG HEF ekki verið alltof ánægður með Ísland á undanförnum árum. Mér hefur fundist stjórn landsins vera fumkennd, hrokafull, sveipuð fáránlegri leynd, sjálfumglöð, haldin oflátungslegri skætingsþörf og síðast en ekki síst verið gegn- sýrð og rotin af fádæma tortryggni í garð raka og málefnalegra inn- skota. Ég hef vonað að þetta myndi breytast. En hefur það breyst? Í SUMAR gengu ísbirnir á land og við höfðum ekkert plan. Gott og vel. En í október kom risastór ísbjörn og át þrjá banka. Við höfð- um ekkert plan heldur þá. Hvurs lags er þetta eiginlega? Getum við ímyndað okkur að svipaðar ræður hefðu verið haldnar þegar Vest- mannaeyjagosið varð? Mánuður liðinn og menn enn þá í pontu að segja „ljóst er ...“ og „hitt er annað mál ...“ og „gera þyrfti ...“ og „víst er þó ...“ og svo framvegis. Er land- ið leiðtogalaust? Í hvaða grínmynd erum við? Hvað finnst fólki í björg- unarsveitunum um svona verk- stjórn og vinnubrögð? Myndi þetta ganga á slysstað? EF RÍKISSTJÓRNIN í heild getur ekki lagt fram plan um aðgerðir á þessari ögurstundu og kynnt þjóð- inni trúverðuga framtíðarsýn – og nú fer hver að verða síðastur – verður hún auðvitað að víkja. Það er augljóst. Þá þarf að kanna hvort annar þingmeirihluti sé til staðar fyrir skýrri og skynsamlegri stefnu. Ef svo er ekki, þarf þjóðin að kjósa. ÞANNIG er það bara. Nóg komið Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 8 www.IKEA.is KALLT kort & umlög B11,5xL11,5cm. Ýmis mynstur, ýmsir litir 695,-/20 í pk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.