Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 18
18 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR LAUGARDAGUR, 25. OKTÓBER. Fjarstaddur maður tekur til máls Mbl.is í dag: „Nokkur fjöldi tók þátt í blysför frá Austurvelli að Ráðherrabú- staðnum í Reykjavík á fimmta tímanum. Yfirskrift mótmælanna var „Rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýðræðis.“ … Meðal ræðumanna á Austurvelli voru Þorvaldur Gylfason, Jón Baldvin Hannibalsson, Þráinn Bertelsson og Páll Óskar Hjálmtýsson … Efnt verður til sams konar mót- mæla á Austurvelli næstu þrjá laugardaga.“ Mér finnst rétt að halda því til haga að ég tók alls ekki til máls á þessum fundi þótt annað sé fullyrt á mbl.is. Ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í mótmælin og fór heldur í sund er sú að mér sýndist dóttir fyrrverandi stjórnmálamanns og einhverjir með henni vera að reyna að taka yfir þau mótmæli sem Hörður Torfason hefur haldið utan um að undanförnu. Að frum- kvæði Harðar sagði ég fáein orð á fundi á Austurvelli fyrir viku, enda voru engir stjórnmálamenn þar á mælendaskrá. Ég hef sem betur fer hvorki hæfileika né sjálfstraust sem pól- itískur endurlausnari svo að ég ætla ekki að reyna að stofna né stjórna mótmælahreyfingu. Dótt- ur stjórnmálamannsins gengur sjálfsagt gott eitt til með framlag sitt þótt ég sé á því að faðir hennar sé kominn fram yfir síðasta neysludag – sem stjórnmálamað- ur. Við frú Sólveig fórum í mikið indælis kvöldverðarboð í Kópa- vogi hjá þeim Samper-hjónum Kristjönu og Baltasar að borða saltfisk að hætti Kata- lóníumanna. Maturinn var svo góður að enginn fann sig knú- inn til að setja á svartsýnis- ræður um kreppuna. Það næsta sem við komumst efnahags- málum var að ræða um ýmiss konar aðlaðandi tilboð frá símafyrirtækjum sem þrátt fyrir örlæti sitt við viðskipta- vinina virðast alltaf ná á okkur góðum snúningi um hver mán- aðamót. SUNNUDAGUR, 26. OKTÓBER. Snemmbúið vetrarfrí Það er fjögurra daga samfellt vetrarfrí í Landakotsskóla kring- um þessa helgi frá föstudegi til mánudags. Litla Sól, fimm ára, ákvað að tími væri til kominn að fá að gista eina nótt hjá Lilju vinkonu sinni og nágranna hérna í Mjóstrætinu í um fimmtíu metra fjarlægð frá okkur. Þessi fyrsta „vinkonugist- ing“ ævinnar mun hafa gengið mjög vel og verið mikið grín. Andri, tíu ára, sem er lífsreyndari, bauð Gumma vini sínum og skólabróður að gista hérna hjá okkur og ég sofnaði við pískur og hlátrasköll sem bárust út úr herberginu þeirra. Mér finnst þetta vetr- arfrí vera soldið van- hugsað. Skólinn er til þess að gera nýbyrjað- ur og ekki farið að votta fyrir skólaþreytu hjá krökkunum nema síður sé. Gott væri að tíma- setja vetrarfrí þannig að hægt væri að tengja þessi frí við ein- hverja daga sem von er til að for- eldrar eða forráðamenn barna geti notað tímann til að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. MÁNUDAGUR, 27. OKTÓBER. Ofbeldi, hengilmænu- háttur og harmleikur Þá er helgin liðin með hefðbundn- um ofbeldisverkum í Reykjavík og nágrenni. Í sambandi við ofbeldið í Reykjavík þá getur það tekið á sig ótrúlegar myndir. Til dæmis þekki ég svartan kött sem er búsettur einhvers stað- ar hérna í Grjótaþorpinu og er svo gegnsýrður af ofbeldishugsun að hans afþreying er að sitja fyrir vegfarendum ofarlega í Fischerssundi, rétt neðan við Garðastræti. Hugsanlega er það gjaldþrot bankanna ellegar hengilmænu- háttur forsætisráð- herra og harm- leikurinn í Seðla bankanum sem hefur gert útslagið á vitstola hugar- ástand kattarins. Hann situr á miðri gangstétt og fylgist vandlega með umferð um Fischer- sund og er að sigta út fórnardýr að ráðast á, einkum ef fólk er í göngutúr með risa- stóra hunda hjólar kötturinn í þá með klóm og kjafti og þeir eiga fótum fjör að launa. Um daginn sá ég að einhver maður ætlaði að gera sér dælt við kisa og skoða nafnspjald sem hann er með í ól um hálsinn en var fljótur að draga sig til baka því að kötturinn beit hann snar- lega í lúkuna og hann mátti þakka fyrir að halda handleggnum. Þessi árásargirni hlýtur að hafa smitast í köttinn meðan hann var enn þá kettlingur og Range Rover- og Armani-herfor- ingjarnir marséruðu hér um stræti eins og þeir hefðu her- numið landið og þjóðin væri rétt- mætt herfang þeirra; skriðdrek- ana sína geymdu þeir í bílastæðahúsinu hérna við Mjóstræti. Bókin mín „Ég ef mig skyldi kalla – seinþroskasaga“ kom úr prentsmiðjunni í dag. Það er skrýtin tilfinning að fá í hendur bók sem maður hefur eytt ótal andvökustund- um í að hugsa um og mörgum vinnu- stundum í að skrifa. Nú er stundin slegin. Nú er að sjá hvernig við- tökur þetta bókarkorn fær. Ég er í senn vongóður og kvíða- fullur og stundum fyll- ist ég örvæntingu. Það er mitt jafnaðargeð. ÞRIÐJUDAGUR, 28. OKTÓBER. „Menningarvitamála- stofnun Íslands“ Egill Helgason er maður ekki ein- hamur. Í gamla daga var sægur af svokölluðum „menningarvitum“ sem tjáðu sig í blaðagreinum eða á öldum ljósvakans um jafnó- skyld menningarmál sem stjórn- mál og listir. Egill hefur komið í staðinn fyrir mestallan þennan hóp. Með Silfri Egils og Kiljunni og daglegu bloggi á Eyjunni er Egill orðinn að stofnun í þjóðfé- laginu, eins konar „Menningar- vitamálastofnun“ sem lýsir öllum sæfarendum á fiskimiðum menn- ingar og stjórn- mála. Á sumrin fer Egill svo til Grikk- lands sér til heilsu- bótar og á meðan Menningarvitinn logar ekki dettur engum í hug að minnast á bækur né pólitík. Þetta er sennilega ódýr- asta og afkasta- mesta stofnun á landinu. Þar sem ekkert virðist vera svo smátt að það fari framhjá Agli gerði hann mér orð í tilefni af útkomu „Ég ef mig skyldi kalla“ og bað mig um að koma í viðtal, hvað ég og gerði. Mér leið vel í viðtalinu því að Egill kann bæði að spyrja og hlusta og hefur hlýlega nær- veru. FIMMTUDAGUR, 30. OKTÓBER. Fjórtán þúsund gjald- þrot Það er hörmulegt að lesa þessa frétt á visir.is: „Hartnær fjórtán þúsund Íslendingar eru í alvarleg- um fjárhagserfiðleikum … Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Cred- itinfo Ísland.“ Það óhugnanlega er að þessar tölur segja bara frá ástandinu í dag í upphafi kreppunnar og aðrar tölur og enn þá svaka- legri eru væntanlegar á næstunni. Það er greini- legt að kapítalism- inn sem trúarbrögð hefur brugðist okkur eins og kommún- isminn hefur brugðist öðrum þjóð- um. Nú er spurningin hvort við lærum af reynslunni og reynum að reisa hér úr rústum nýtt þjóðfélag samstöðu og samábyrgðar sem snýst um hagsmuni fólksins í land- inu. Í landi þar sem fólkinu líður vel mun fyrirtækjum og atvinnurekstri einnig vegna vel. Í því spili sem spilað hefur verið undanfarna áratugi var frá upphafi vitlaust gefið. Nú er ekki nóg að þykjast ætla að stokka spilin. Við verðum að fá okkur flunkunýjan spilastokk – og nú er komið að þjóð- inni sjálfri að gefa. Þeir sem spila um líf og hamingju annars fólks eiga hvergi heima nema á betrunarhælum. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Ný spil á hendi! Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um fjarstaddan ræðumann, hengilmænu og harmleik. Einnig er minnst á ofbeldishneigðan kött og nýjan spilastokk og sagt frá ódýrustu og afkastamestu stofnun á landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.