Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 58
42 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR L I S T V I N A F É L A G H A L L G R Í M S K I R K J U - 2 6 . S T A R F S Á R SCHOLA CANTORUM Hörður Áskelsson allra sálna messa T Ó N L E IK A R Í H A L L G R ÍM S K IR K J U su n n u d a g 2 . n ó v e m b e r 2 0 0 8 k l. 1 7 ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON THOMAS LUIS DE VICTORIA HENRY PURCELL THOMAS TOMKINS THOMAS WEELKES HANS LEO HASSLER ERIC WHITACRE F O R S A L A Í H A L L G R ÍM S K IR K J U A Ð G A N G S E Y R IR 2 .5 0 0 / 1 .8 0 0 K R . í samstarfi við Borg arleikhúsið kynnir: Höfundar og flytjendur: Margrét Sara Guðjónsdóttir Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Jared Gradinger Sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins Tryggðu þér miða núna! 568 8000 / midi.is PRIVATE DANCER www.panicproductions.is MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2. sýning - í dag kl. 15 3. sýning - á morgun kl. 20 Aðeins þessar 2 sýningar! Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 2/11 örfá sæti laus Macbeth William Shakespeare sun. 2/11 örfá sæti laus Síðustu sýningar Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning sun. 2/11 örfá sæti laus, sýningum að ljúka www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV lau. 1/11 örfá sæti laus Hart í bak Jökull Jakobsson Ástsælt verk sem hittir okkur öll í hjartastað þri. 4/11 kl. 14 uppselt Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason lau. 1/11, örfá sæti laus Síðustu sýningar Sá ljóti Marius von Mayenburg Fimm sýningar á Smíðaverkstæðinu í nóvember. Tryggið ykkur sæti í tíma Bókin skiptist í fjóra hluta eða fjög- ur löng ljóð og birtist hið síðasta, Stóri hvíti maður, nýlega í þýðing- arriti Nýhils. Þetta eru óbundin myndrík geimaldarljóð sem daðra við dada og skýrslu, formið eins- konar hugflæði eða draumskynjun þótt veruleiki þeirra sé blákaldur raunveruleiki. Stíll tugginn og snöggur, endurtekningar með stutt- um vísuorðum víðast sem þó eiga sér gjarnan skýra efnislega afmörk- un og mynda vísvitandi gap á milli allra tengsla, línu fyrir línu. Stíllinn heggur „atburðarás- ina“ sundur eins og sax og blæðir úr sárinu. Samspil við efnistök er ósýnilegt, nekt og ástríða textans magna geðveiki sögunnar og hreinsa jafnharðan í eigin eldi. Leiðin heitir fyrsta ljóðið. Þetta er saga (drápa) í þátíð af mér (ég, sem er jafn- framt mælandi) og þér (þú), sem fylgja okkur síðan í æpandi þögn gegnum víti og dauða bókina á enda, sem er áþreifanlegt og næst- um hástemmt drama, en sagan er hér hugsuð en ekki sögð í orðum (sem er þversögn) og stef hennar er spurn (hvernig) sem lesandinn einn má svara og dramatík því ekki eins yfirþyrmandi, alltaf útgönguleið fyrir lesanda. Leiðin liggur gegnum sjálfstortímingu, kvalalosta, ofskynjun, morð, eitur, mannát og dauða. Græðgin holdgerist, nærist á neyslusamfélaginu og etur sig inn í fólkið, náttúran breytist í deyð- andi óvætt, sagan staursetur alla sælu án vonar, umbreytir henni í kvöl, einstaklingurinn deyr einn og tilgangslaus, brennur ... er einhver leið áfram?, annars konar sæla / hvernig – spurning án spurnar. Ástin og eilífðin er næsta ljóð, hvorki meira né minna. Þetta er persónulegasta ljóðið; hér eru per- sónurnar sjálfar í brennidepli, „sama sagan“ og áðan en frá öðru sjónarhorni. Nú er það fólkið (ég og þú) sem hefur hold og ofsafengna náttúru, af moldu er það komið og því kippir í kynið, er sjálft deyð- andi óvættur ... við þráum morð / heit lík og / eitt- hvað / sem við skiljum ekki (29) ... hér speglar skáldið mannlega brenglun mæl- andans í ónáttúrulögmál- um og samtímahryllingi, sprautar sig í æð og sker Lorca á háls í miðri Kringlunni. Þriðja ljóðið heitir Kynlíf og dauði. Sömu slóðir, svört viður- styggð (27) gengur aftur; tóm, rotn- un, svarthol, brenna, sársauki í stað sælu, órar, sjálfspynding, ógnandi kynlíf og brenglun. En ljóðið bæði endar og hefst á vendipunkti. Hinn fyrri er þegar mælandinn ávarpar hnöttinn (kringluna) á bls. 45 og samsamar hann við persónuna þú/ hann; upp frá því og bókina á enda er „þú“ bæði heimur og maður. Síð- ari vendipunktur varðar mótmæli á bls. 56, uppreisn mælandans gegn alvaldi holds og fýsna ... en alveg án sannfæringar og jafnvel árangurs. Vel leyst. Lokaljóðið er Stóri hvíti maður. Aðgengilegasta ljóðið og hið pólit- ískasta, framhald af persónudrama fyrri ljóðanna (jafnvel „svar“) og sjálfstæð drápa um sögulegan glæp, líka heimsádeila og siðferði- leg ágjöf. „Þú“ er hér bæði maður og heimur og „ég“ er bæði mælandi og óflekkuð náttúra sem segir heimi óspart til syndanna, þetta er því að hluta til saga um þríhöfða sökudólg – og að mínu viti býsna mergjaður skáldskapur. Skáldið bætir smám saman við sig táknum og minnum sem hlaða undir text- ann og magna spennu sem að end- ingu springur út í tómið, hverfur í órum um ekkert, nema hvað, eins og Ísland neyslunnar og öll heims- kringlan. Púff. Ég féll fyrir þessari kynlegu bók. Sigurður Hróarsson Annarskonar sæla úr norðri BÓKMENNTIR Kristín Eiríksdóttir myndlistarkona og skáld. BÓKMENNTIR Annarskonar sæla Ljóð eftir Kristínu Eiríksdóttur Forlagið ★★★★ Krefjandi skáldskapur At og aðrar sögur er safn af sex- tán draugasögum sem ætlaðar eru ungum lesendum, níu ára plús. Safnið er afrakstur samkeppni sem haldin var í tengslum við barnabókmenntahátíðina Mýrina. Bókin er fallega frágengin, prent- uð með stóru letri fyrir unga les- endur og leggja fjórtán höfundar til sögur í safnið. Af þessum sögum ber verðlaunasagan At af en Guðmundur Brynjólfsson höfund- ur hennar er nýgræð- ingur á sagnaakrinum. Flestir höfundarnir halda sig á hefðbundn- um miðum, skrifa sig inn í málheim og lífs- reynslu barna. Sög- urnar eru hefðbundn- ar og flestar gamaldags, hér er fjarri sá leikja- og tækniheimur sem börn hrærast í nú um stund- ir. Ungur lesandi á mínum vegum var tiltakanlega sáttur við sögurn- ar en bókin er merkt fyrir krakka sem „þora“. Hún er aftur ekki eftir höfunda sem „þora“ og vekur stórar spurningar um hvaða erindi höfundarn- ir eiga við lesendur. Nú er draugamenningin ríkur hluti af lífi barna í gegnum marga miðla og á alltaf einhvers konar erindi um einföld sið- læg efni: tryggð, hug- rekki, einurð. Margar sögurnar bera flaustr- inu merki, persónusköp- un óskýr, söguþráður víða reikull, málfar full hátíðlegt og alveg laust við það brotna og skotna mál sem börn nú til dags tala. At og aðrar sögur er miðlungsefni sem sýnir að íslenskir höfundar á barnaefni þurfa að taka sig veru- lega á. Páll Baldvin Baldvinsson At í plati BÓKMENNTIR At og aðrar sögur eftir ýmsa Mál og menning ★ Slakar og hugmyndadaufar sögur fyrir börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.