Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 29
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 KK heldur tónleika í Draugasetrinu á Stokkseyri klukkan 21 í kvöld, í tilefni af útkomu nýrrar plötu hans sem nefnist Svona eru menn. „Ég geri ekki mikinn mun á helgum og rúmhelgum dögum. Ég er ekki svo kristilega þenkjandi, sjáðu til,“ segir Steindór Andersen söngvari. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR -(Um miðjan dag á fimmtudag) Sæll Steindór, er eitthvað á döfinni hjá þér um helgina? „Blessuð vertu, ég er ekki farinn að hugsa svo langt. (Smá þögn) Þar lendir þú í vandræðum með við- talið. Ég er akkúrat ekki að fara að gera neitt.“ -Það er nú engin skylda að hafa allt planað. „Nei. Ég hef lengst af verið afskaplega frjáls að því hvað ég geri og hvenær.“ -En hvað gerir þú svona yfirleitt á laugardögum og sunnudögum? „Allt sem hugurinn girnist og sjaldnast skipulagt. Það vill nú þannig til að oft eru fundir í kvæða- mannafélaginu Iðunni um helgar. Samt ekki núna heldur um þá næstu á eftir.“ -Þar hefur þú þá einhvern fastan punkt. „Já, annars geri ég ekki mikinn mun á helgum og rúmhelgum dögum. Ég er ekki svo kristilega þenkjandi, sjáðu til.“ -Koma ásatrúarmenn ekkert saman á vikumótum? „Jú, þeir gerðu það um síðustu helgi. Þá var blót hjá þeim og ég var að góla fyrir þá. Ég er ekki ásatrúarmaður sjálfur þótt ég hafi oft verið að sniglast í kringum þá og þekki þá vel. Margir halda hins vegar að ég sé ásatrúar. Sennilega vegna þess að ég er að kveða rímur og þær eru eiginlega eina tónlistin sem á við hjá ásatrúarmönnum, sérstaklega í kringum athafnir. Það passar ekki að spila sálma þar.“ -En það eru sem sagt bara róleg- heit næstu dagana. „Já, loksins hittir þú á mann sem gerir ekkert sérstakt um helgar.“ -Ég vona samt að þú eigir ánægjulegar stundir. „Já, sömuleiðis. Hafðu það bara ennþá betra en ég.“ gun@frettabladid.is Allt sem hugurinn girnist Helgin er fram undan, skipulögð út í æsar hjá ýmsum en er fyrir öðrum sem óskrifað blað. Steindór And- ersen kvæðamaður tilheyrir síðarnefnda hópnum eins og eftirfarandi símaspjall ber vott um. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.