Fréttablaðið - 01.11.2008, Page 29

Fréttablaðið - 01.11.2008, Page 29
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 KK heldur tónleika í Draugasetrinu á Stokkseyri klukkan 21 í kvöld, í tilefni af útkomu nýrrar plötu hans sem nefnist Svona eru menn. „Ég geri ekki mikinn mun á helgum og rúmhelgum dögum. Ég er ekki svo kristilega þenkjandi, sjáðu til,“ segir Steindór Andersen söngvari. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR -(Um miðjan dag á fimmtudag) Sæll Steindór, er eitthvað á döfinni hjá þér um helgina? „Blessuð vertu, ég er ekki farinn að hugsa svo langt. (Smá þögn) Þar lendir þú í vandræðum með við- talið. Ég er akkúrat ekki að fara að gera neitt.“ -Það er nú engin skylda að hafa allt planað. „Nei. Ég hef lengst af verið afskaplega frjáls að því hvað ég geri og hvenær.“ -En hvað gerir þú svona yfirleitt á laugardögum og sunnudögum? „Allt sem hugurinn girnist og sjaldnast skipulagt. Það vill nú þannig til að oft eru fundir í kvæða- mannafélaginu Iðunni um helgar. Samt ekki núna heldur um þá næstu á eftir.“ -Þar hefur þú þá einhvern fastan punkt. „Já, annars geri ég ekki mikinn mun á helgum og rúmhelgum dögum. Ég er ekki svo kristilega þenkjandi, sjáðu til.“ -Koma ásatrúarmenn ekkert saman á vikumótum? „Jú, þeir gerðu það um síðustu helgi. Þá var blót hjá þeim og ég var að góla fyrir þá. Ég er ekki ásatrúarmaður sjálfur þótt ég hafi oft verið að sniglast í kringum þá og þekki þá vel. Margir halda hins vegar að ég sé ásatrúar. Sennilega vegna þess að ég er að kveða rímur og þær eru eiginlega eina tónlistin sem á við hjá ásatrúarmönnum, sérstaklega í kringum athafnir. Það passar ekki að spila sálma þar.“ -En það eru sem sagt bara róleg- heit næstu dagana. „Já, loksins hittir þú á mann sem gerir ekkert sérstakt um helgar.“ -Ég vona samt að þú eigir ánægjulegar stundir. „Já, sömuleiðis. Hafðu það bara ennþá betra en ég.“ gun@frettabladid.is Allt sem hugurinn girnist Helgin er fram undan, skipulögð út í æsar hjá ýmsum en er fyrir öðrum sem óskrifað blað. Steindór And- ersen kvæðamaður tilheyrir síðarnefnda hópnum eins og eftirfarandi símaspjall ber vott um. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.