Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 4
4 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Einstök bók um mann sem mætt hefur meiri mótbyr en gengur og gerist, en býr þó yfir fádæma lífsgleði og baráttuþreki og horfir ávallt fram á veginn. MEÐAN HJARTAÐ SLÆR MEÐAN HJARTAÐ SLÆR -lífsreynslusaga Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar -í senn hugljúf og skemmtileg bók VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 20° 10° 15° 12° 14° 10° 11° 12° 9° 9° 22° 9° 16° 25° 3° 9° 21° 3° Á MORGUN Víðast 5-10 m/s MÁNUDAGUR 5-13 m/s hvassast norðvestan til 8 6 6 4 5 7 6 5 3 6 SÓL Í DAG, RIGNING Á MORGUN Enda þótt víðast sé bjart í dag skyggir á að víða blæs hann hraustlega. Rétt er að benda á að horfur eru á hviðukenndu veðri víða um land, einkum norðan til og austan en smám saman lægir í dag, síst við NA-ströndina. Á morgun vex vindur af suðaustri með vætu og hlýindum um mest allt land. 6 4 3 3 3 4 4 6 6 7 -2 7 9 5 5 10 13 10 15 10 5 5 15 18Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur ATVINNUMÁL Launafólk sem semur um lækkað starfshlutfall við vinnu- veitanda sinn kemur til með að eiga rétt á bótum frá ríkinu, samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra greindi frá því í erindi á þingi Vinnumálastofnunar í gær. Í frumvarpinu felst að heim- ilt verði að greiða fólki tekjutengd- ar atvinnuleysisbætur lengur en áður í samræmi við lækkað starfs- hlutfall; atvinnuleysisbætur vegna launagreiðslna fyrir hlutastarf verða ekki felldar niður og áunnin réttindi starfsfólks verða tryggð. Að sögn Jóhönnu er tilgangur frumvarpsins sá að sporna við frekari uppsögnum; í stað uppsagna eða launalækkana, semji fyrirtæki um lækkað starfshlutfall við starfs- fólk. Á móti greiði Atvinnuleysis- tryggingasjóður tekjutengdar atvinnuleysisbætur vegna þess starfshlutfalls sem skerðist. Fyrir manneskju með um 315 þúsund krónur í mánaðarlaun myndi þetta þýða að ef starfshlut- fallið yrði lækkað úr 100 prósent- um í 50 prósent héldi launþeginn 85 prósentum af fyrri launum í allt að hálft ár. Ríkisstjórnin hefur þegar sam- þykkt frumvarpið og sent til með- ferðar þingsins. Jóhanna sagði kostnaðarmat munu liggja fyrir eftir helgi. Hún vonar að frumvarp- ið fái skjóta meðferð á Alþingi og það komi til framkvæmda sem fyrst. - bs Tekjutenging atvinnuleysisbóta lengd úr þremur mánuðum í allt að sex: Reynt að sporna við uppsögnum FRUMVARPIÐ KYNNT Jóhanna Sigurðar- dóttir kynnti hugmyndirnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SKIPULAGSMÁL Forvígismenn undirskriftasöfnunar gegn byggingu slökkvistöðvar í Elliðaárdal afhentu mótmæla- bréfin í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Að sögn Bergljótar Rist, eins forsvarsmanna mótmælendanna, rituðu 2.300 einstaklingar nafn sitt á mótmælin. Í Ráðhúsinu hafi jafnframt verið lesið eftirfarandi úr bókinni „Elliðaárdalur, land og saga“: „Skipulag Reykjavíkur er ávallt í endurskoðun, breytt viðhorf og nýjar forsendur verða oft til þess að nýjar hugmyndir fæðast. Með núverandi skipulagi Elliðaárdals er þó mörkuð ákveðin stefna, út frá samþykktri heildarsýn, sem auðveldar alla ákvarðanatöku og dregur úr hættu á að vanhugsaðar skyndi- ákvarðanir verði að veruleika.“ - gar Mótmæli gegn slökkvistöð: Yfir tvö þúsund skrifuðu undir MÓTMÆLIN AFHENT Bergljót Rist afhenti Magnúsi Þór Gylfasyni, aðstoðarmanni borgarstjóra, undirskriftalistann. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ATVINNUMÁL „Það er ljóst að margir hafa misst vinnuna um þessi mán- aðamót. Við fengum engar tilkynn- ingar um hópuppsagnir í dag (í gær) en hins vegar hefur lækkun á launum og starfshlutfalli verið mjög áberandi,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR. Hundruð uppsagnarbréfa voru afhent lands- mönnum síðustu dagana fyrir fyrstu eiginlegu kreppumánaða- mótin. Samkvæmt Vinnumála- stofnun skiptir tala þeirra sem fengu uppsagnarbréf í október þúsundum. Að sögn Gunnars hefur bygging- ariðnaðurinn farið verst út úr hóp- uppsögnum, en hann nefnir einnig starfsmenn fjármálafyrirtækja og bílainnflutningsfyrirtækja sem algeng fórnarlömb uppsagna. Að sögn Finnbjörns A. Her- mannssonar, formanns Sambands iðnfélaga, fékk sambandið tvær til- kynningar um hópuppsagnir í gær. Um miðjan dag í gær sagðist hann áætla að tala starfsmanna í bygg- ingariðnaðinum sem fengu upp- sagnarbréf í október sé komin yfir 700. „Þetta eru svakaleg mánaða- mót í þessum iðnaði. Nú tel ég bara mínúturnar í mánaðamótin og von- ast til að þessu fari að ljúka í bili. Maður heyrir ekki af svona mikl- um uppsögnum í öðrum greinum,“ segir Finnbjörn. Spurður um hvað taki við hjá atvinnulausu fólki í byggingariðn- aðinum segir hann að sem betur fer hafi það flest langan uppsagn- arfrest, eða tvo til þrjá mánuði. „Þetta er því ekki komið til fram- kvæmda enn, og þegar það gerist förum við eins og aðrir á tekju- tengdar bætur fyrstu þrjá mánuð- ina, sem eru þó að hámarki 227.000 krónur. Þá taka lágmarksbætur við, þannig að þetta er ansi mikið fall fyrir fólk sem hefur verið með þokkalegar tekjur.“ Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra til- kynnti í gær að hún hefði sent til- lögu að lengingu tímabils tekjutenginga bóta til þingflokka. Meðal verktakafyrirtækja sem gripu til hópuppsagna eru Bygg, sem sagði upp 200 manns, Ris ehf. og Ístak, sem sögðu upp sextíu manns hvort fyrirtæki og Klæðn- ing sem sagði upp fimmtíu starfs- mönnum. Uppsagnir gærdagsins tóku einnig til ýmissa annara atvinnu- greina. Yfir 20 starfsmenn úr öllum deildum fjölmiðlafyrirtækisins 365 og 26 starfsmenn Árvakurs fengu uppsagnarbréf í gær, en áður hafði Skjárinn sagt upp öllum starfs- mönnum sjónvarpsstöðvarinnar Skjás eins. Iceland Express sagði upp níu flugfreyjum og Úrval Útsýn til- kynnti um 50 prósenta lækkun starfshlutfalls hjá öllum starfs- mönnum. Þá ætla tölvufyrirtækið Nýherji og Skipti, móðurfélag Sím- ans og Mílu, að lækka laun starfs- fólks um tíu prósent, en áður hafði meðal annars Mjólkursamsalan valið sömu leið til þess að freista þess að komast hjá uppsögnum. kjartan@frettabladid.is GENGIÐ 31.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,7121 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,05 120,63 194,2 195,14 153,07 153,93 20,555 20,675 17,902 18,008 15,413 15,503 1,2304 1,2376 178,74 179,8 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR UPPSAGNIR Í BYGGINGARIÐNAÐI Áætlað er að yfir 700 starfsmenn byggingariðnað- arins hafi fengið uppsagnarbréf í október. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUNNAR PÁLL PÁLSSON FINNBJÖRN A. HERMANNSSON Þúsundum sagt upp og launin lækkuð Hundruðum manna var sagt upp starfi síðustu dagana fyrir mánaðamót og þúsundir fengu uppsagnarbréf í október. Einnig mikið um lækkanir á launum og minnkað starfshlutfall. Byggingariðnaðurinn fer verst út úr hópuppsögnum. Hvað gerir ríkið? Jón Bjarnason vill vita hvort stjórn- völd ætli að draga til baka kæru bankanna á hendur Íbúðalánasjóði til Eftirlitsstofnunar EFTA. Hann vill líka vita hvort ríkisstjórnin ætli að draga til baka áform sín um uppskiptingu og hlutafélagavæðingu Íbúðalánasjóðs. ALÞINGI NEYTENDUR Tvö olíufyrirtæki lækkuðu verð í gær. Bensínorkan lækkaði bensín- lítrann um fjórar krónur og dísil um tvær krónur lítrann. Almennt verð á bensíni er eftir breyting- arnar 153,10 krónur og á dísil 174,80. Lægsta eldsneytisverð á Orkustöðvunum er á Dalvegi í Kópavogi og Kænunni í Hafnar- firði. Þar er verðið á bensíni 149,10 og á dísil 170,80. Atlantsolía lækkaði verð á bensíni um tvær krónur og á dísil um eina krónu. Algengasta verð á bensíni hjá Atlantsolíu verður 155,20 og á dísil 175,90. - hhs Atlantsolía og Bensínorkan: Bensíndropinn lækkar í verði STJÓRNMÁL Festa á í lög að í stjórnum fjármálafyrirtækja sitji sem næst jafnmargar konur og karlar, að mati Steinunnar Valdísar Óskars- dóttur og fleiri þingmanna Samfylkingarinn- ar. Frumvarp þess efnis var lagt fram á Alþingi í gær. Í greinargerð segir að atburðir síðustu vikna sýni að þörf sé á nýrri nálgun og nýrri hugsun í stjórnun fjármálafyrir- tækja. Á það er bent að í sam- ræmi við jafnréttislög beri að gæta kynjajafnréttis við stjórn- arkjör í nýju ríkisbönkunum en Steinunn og meðflutningsmenn telja eðlilegt að reglan nái til allra fjármálafyrirtækja. - bþs Steinunn Valdís Óskarsdóttir: Vill kynjakvóta í bankastjórnir STEINUNN VALDÍS ÓSKARS- DÓTTIR DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot. Hann var sviptur ökurétti ævilangt og ríkissjóður gerði bíl hans upptækan. Það er í fyrsta sinn sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fer fram á slíkt. Maðurinn var sakfelldur fyrir að stela dekkjum og felgum undan bíl. Jafnframt fyrir akstur í níu skipti án ökuréttinda. Þá hefur hann verið sakfelldur fyrir að aka bifreið í fjögur skipti undir áhrifum ávana- og fíkni- efna. Loks hefur hann verið sakfelldur fyrir ölvunarakstur. Maðurinn játaði sök fyrir dómi. - jss Dæmdur fyrir fjölmörg brot: Bíll upptækur til ríkissjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.