Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 1. nóvember 2008 3 Mikið verður um að vera á Akra- nesi um helgina en auk bæjarhá- tíðarinnar Vökudaga stendur nýstofnað Blús- og djassfélag Akraness fyrir tónleikum í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir fara fram í Bíóhöllinni klukkan 21 bæði kvöldin en húsið er nýupp- gert. Viðar Engilbertsson, for- maður félagsins, segir góða blús- og djassstemningu á Akranesi. „Jú, það er mjög góð djass- og blúsmenning hér á Skaganum. Það eru allir eða flestir listamenn- irnir annaðhvort héðan eða tengd- ir Skaganum sem er mjög skemmtilegt.“ Áhersla verður lögð á blús í kvöld og svo tekur djassinn völdin á sunnudagskvöldið. Meðal þeirra sem koma fram í kvöld eru The Devil´s train og hljómsveitin Magnús sem er skipuð Skaga- mönnum, þeim Ólafi Páli Gunn- arssyni, betur þekktum sem Óla Palla, Eðvarði Lárussyni, Loga Guðmundssyni og Ragnari Knúts- syni. Einnig kemur fram hljóm- sveitin Ferlegheit þar sem Viðar sjálfur syngur og spilar á gítar. Fjórða hljómsveit kvöldsins er svo Landsliðið með þeim Ragn- heiði Gröndal og Guðmundi Pét- urssyni innanborðs. Blús- og djassband Toska, Jazzband Andr- eu Gylfa og JP3 Tríó koma fram á sunnudagskvöld- ið. „Við ætlum okkur að gera þetta að árlegum viðburði. Þetta er fyrsta verkefni félagsins en við stefnum á dagskrá í vetur, meðal ann- ars langar okkur að bjóða upp á fleiri tónleika hér á Akranesi með listamönnum héðan.“ Miðaverð á hvora tónleika er 2.000 krónur en hægt er að kaupa miða á bæði kvöldin á 3.000 krón- ur í forsölu á staðnum. heida@frettabladid.is Blús á Skaganum í kvöld Blús- og djassfélag Akraness stendur fyrir blús- og djasstónleikum um helgina. Þeir listamenn sem koma fram eru flestir heimamenn eða tengdir Skaganum á einhvern hátt. Ragnheiður Gröndal syngur blús í Bíóhöllinni á Akranesi í kvöld með hljómsveit sinni, sem heitir Landsliðið. Einnig koma fram hljómsveitirnar Magnús, Ferlegheit og The Devil´s Train. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Jón Páll Bjarnason leikur á gítar með hljómsveitinni JP3 Tríó. MYND/ÚR EINKASAFNI Jazzband Andreu Gylfa treður upp annað kvöld á Blús- og djasshátíð Akraness um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Óli Palli þenur raddböndin með hljómsveitinni Magnús í kvöld en hann er einmitt frá Akranesi. Í ÖLLUM STÆRÐUM VINNUPALLAR Við bjóðum nú síðustu vinnupallana á gamla genginu. Hafðu samband í síma 422-7722 615-1515. Tryggðuþér eintak - frábær verð í boði topdrive.is Smiðjuvöllum 3230 Reykjanesbæ422 7722 - 615 1515
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.