Fréttablaðið - 01.11.2008, Síða 31

Fréttablaðið - 01.11.2008, Síða 31
LAUGARDAGUR 1. nóvember 2008 3 Mikið verður um að vera á Akra- nesi um helgina en auk bæjarhá- tíðarinnar Vökudaga stendur nýstofnað Blús- og djassfélag Akraness fyrir tónleikum í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir fara fram í Bíóhöllinni klukkan 21 bæði kvöldin en húsið er nýupp- gert. Viðar Engilbertsson, for- maður félagsins, segir góða blús- og djassstemningu á Akranesi. „Jú, það er mjög góð djass- og blúsmenning hér á Skaganum. Það eru allir eða flestir listamenn- irnir annaðhvort héðan eða tengd- ir Skaganum sem er mjög skemmtilegt.“ Áhersla verður lögð á blús í kvöld og svo tekur djassinn völdin á sunnudagskvöldið. Meðal þeirra sem koma fram í kvöld eru The Devil´s train og hljómsveitin Magnús sem er skipuð Skaga- mönnum, þeim Ólafi Páli Gunn- arssyni, betur þekktum sem Óla Palla, Eðvarði Lárussyni, Loga Guðmundssyni og Ragnari Knúts- syni. Einnig kemur fram hljóm- sveitin Ferlegheit þar sem Viðar sjálfur syngur og spilar á gítar. Fjórða hljómsveit kvöldsins er svo Landsliðið með þeim Ragn- heiði Gröndal og Guðmundi Pét- urssyni innanborðs. Blús- og djassband Toska, Jazzband Andr- eu Gylfa og JP3 Tríó koma fram á sunnudagskvöld- ið. „Við ætlum okkur að gera þetta að árlegum viðburði. Þetta er fyrsta verkefni félagsins en við stefnum á dagskrá í vetur, meðal ann- ars langar okkur að bjóða upp á fleiri tónleika hér á Akranesi með listamönnum héðan.“ Miðaverð á hvora tónleika er 2.000 krónur en hægt er að kaupa miða á bæði kvöldin á 3.000 krón- ur í forsölu á staðnum. heida@frettabladid.is Blús á Skaganum í kvöld Blús- og djassfélag Akraness stendur fyrir blús- og djasstónleikum um helgina. Þeir listamenn sem koma fram eru flestir heimamenn eða tengdir Skaganum á einhvern hátt. Ragnheiður Gröndal syngur blús í Bíóhöllinni á Akranesi í kvöld með hljómsveit sinni, sem heitir Landsliðið. Einnig koma fram hljómsveitirnar Magnús, Ferlegheit og The Devil´s Train. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Jón Páll Bjarnason leikur á gítar með hljómsveitinni JP3 Tríó. MYND/ÚR EINKASAFNI Jazzband Andreu Gylfa treður upp annað kvöld á Blús- og djasshátíð Akraness um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Óli Palli þenur raddböndin með hljómsveitinni Magnús í kvöld en hann er einmitt frá Akranesi. Í ÖLLUM STÆRÐUM VINNUPALLAR Við bjóðum nú síðustu vinnupallana á gamla genginu. Hafðu samband í síma 422-7722 615-1515. Tryggðuþér eintak - frábær verð í boði topdrive.is Smiðjuvöllum 3230 Reykjanesbæ422 7722 - 615 1515

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.