Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 56
40 1. nóvember 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Kristján Jóhannsson syngur með Sinfóníu- hljómsveit Íslands á tónleikum í Reykjavík og Akureyri í kvöld og á þriðjudag. Óþarft er að kynna tenórinn og hans glæsta feril heima og erlendis, en hann söng síðast með hljómsveit- inni fyrir átta árum. Á efnisskrá tónleikanna eru sígrænar íslenskar söngperlur eftir Karl O. Run- ólfsson og fleiri og aríur úr óperum eftir Puccini og Leoncavallo, þar á meðal hin fræga Vesti la giubba úr óperu þess síðarnefnda, Pagliacci. Auk söngverkanna verða á efnisskránni karni- valforleikur eftir Antonín Dvorák, tveir þættir úr hinni undurfögru leikhústónlist Edvards Griegs við Pétur Gaut og sjálf fimmta sinfónía Beet- hovens. Sinfónían er magnaðasta hljómsveitar- verk allra tíma. Hljómsveitarstjóri er fyrrverandi aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, Petri Sakari. Tónleikarnir í kvöld hefjast í Háskólabíói kl. 19.30. Þriðjudaginn 4. nóvember er síðan röðin komin að „heimavelli“ Kristjáns, en þá verður sama efnisskrá leikin í Íþróttahúsi Síðuskóla á Akureyri kl. 20.00. Tónleikarnir eru hluti af breytingum sem gerðar voru á verkefnaskrá hljómsveitarinnar í kjölfar þess að hætt var við ferð hennar til Japans. Boðið er upp á þessa veislu á algeru lágmarks- verði í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Miðaverð verður einungis 1.000 kr. Vonast hljómsveitin til að þessi kjör gefi öllum kost á að nota tækifærið og njóta þessa sýnishorns af fegurstu og áhrifaríkustu tónlistar allra tíma. - pbb Kristján og Sinfónían í kvöld > Ekki missa af Sýningu þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar í Hafnar- húsinu en þar sýna þau á fjórða tug viðtala við ólíka þjóðfélagsþegna í því skyni að varpa ljósi á stöðu samfélags okkar í dag. Sýningin er í A-sal Hafnarhússins og Libia og Ólafur hafa þróað sýninguna frá því hún var opnuð 18. september og til dagsins í dag og hafa nú tekið viðtöl við 33 aðila sem sýnd eru í Hafnar- húsinu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 01. nóvember ➜ Tónleikar 21.00 Svona eru menn KK spilar á Draugasetrinu, Hafnargötu 9, Stokkseyri. 22.00 Hljómsveitirnar Nögl, What about og Reason to Believe verða með tónleika á Café Amsterdam, Hafnarstræti 5. ➜ Síðustu Forvöð Kynjaskepnur Sýning á teikningum Jóns Baldurs Hlíðberg úr bókinni Íslenskar kynjaskepnur, lýkur um helgina. Gerðuberg, Gerðubergi 3-5. Opið virka daga 11.-17., helgar 13.-16.. ath kl. 17.00 á morgun verður Carmina Burana flutt í íþróttahúsinu í Varmahlíð í Skagafirði. Sex kórar taka þátt undir stjórn Garðars Cortes. Undirleikarar eru Guðríður St. Sigurðardóttir og Kristinn Örn Kristinsson. Slagverks- sveit er úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Kórinn verður nær 180 raddir en einsöngvarar eru þau Þóra Einarsdóttir sópran, Bergþór Pálsson barítón og Þorgeir J. Andrésson tenór. Í dag kl. 15 verður opnuð í Listasafni Alþýðusambands Íslands í Ásmundarsal yfir- litssýning á verkum Gylfa Gíslasonar, listamanns og lífskúnstners. Gylfi Gíslason lést í febrúar 2006 langt fyrir aldur fram aðeins 65 ára að aldri. Sýningin er haldin til að minnast hans. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, var með í SÚM-hópnum sem hóf sýningar- hald sitt í Ásmundarsal, en kom í hópinn úr annarri átt. Gylfi var, eins og Jón Gunnar Árnason, iðnaðarmaður að mennt, trésmiður, en hafði frá unga aldri lifandi og sterkan áhuga á mynd- list. Hann stundaði nám í Mynd- listarskólanum í Reykjavík og hélt sína fyrstu sýningu 1971 en hafði þá vakið athygli fyrir teikn- ingar sínar. Gylfi hélt fjölda einka- og samsýninga frá 1971, kenndi teikningu, stjórnaði sýn- ingum og rak gallerí, mynd- skreytti bækur og blöð og hann- aði leikmyndir. Hann skrifaði gagnrýni í dagblöð og annaðist þáttagerð fyrir útvarp og sjón- varp ásamt handritaskrifum og flutti fyrirlestra um íslenska myndlist. Gylfi var einn af höf- undum verksins Kjarval sem Nes- útgáfan gaf út á síðasta ári og fékk Íslensku bókmenntaverð- launin 2005 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Gylfi var áberandi í miðborgar- lífi Reykjavíkur, einn af föstum póstum í því mannlífi sem þar þreifst. Það var hægt að ganga að honum vísum á sínum stað í kaffi- húsalífinu og hann bjó í borginni miðri, í Skólastræti ofan við gömlu Bakarabrekkuna. Hann hafði enda alið aldur sinn allan á þeim slóð- um, fjölfróður um líf borgarinnar, ávallt vakandi um velferð samfé- lagsins sem ól hann. Myndlist hans bar líka pólitískan blæ, sem kemur skýrt fram í frægri endurvinnslu hans á verki Kjarvals hér að ofan, en Kjarval var sá meistari sem hann dáði mest. Á sýningunni eru sýndar teikn- ingar, þrívíddarverk, myndskreyt- ingar og málverk. Í dag kemur út vegleg bók um listamanninn með texta eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Hjálmar Sveinsson. Sýningar- stjóri er Guðmundur Oddur Magn- ússon (Goddur). Þeir félagar, Hjámar og Goddur verða með sýn- ingarleiðsögn næstu sunnudaga kl. 15 en safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 17 og sýn- ingunni lýkur 23. nóvember. - pbb Yfirlitssýning um Gylfa ➜ Opið Hús Listamenn og hönnuðir á Korpúlfsstöðum opna vinnustofur sínar fyrir gesti og gangandi kl. 13.-17. ➜ Málþing 12.00 Grunngildi og verðmæta- mat ReykjavíkurAkademían, Skálholtsskóli og tímaritið Glíman standa fyrir málþingi í húsnæði Akademíunnar, Hringbraut 121. Aðgangur ókeypis. ➜ Tónlist 14.00 Heklumót 2008 Átta karla- kórar koma fram á Heklumóti sem haldið verður í Íþróttahöllinni á Húsavík, Stóragarði 8. Íslenska óperan hefur frestað sviðsetningu á Ástardrykknum eftir Donisetti sem til stóð að frumsýna í febrúar. „Við verðum að skera niður eins og allir aðrir og frestum frumsýningu, mögulega fram á haust. Við höfum gengið frá málinu við alla og horfur eru á að þeir verði lausir í sviðsetninguna síðar á árinu,“ segir Stefán Baldursson óperu- stjóri. „Við erum með fast framlag frá ríkinu og allur kostnaður er að hækka. Við höfum þegar samið við starfsfólk um lægra starfshlutfall næstu mánuði. Frá okkur hafa farið sterkir styrktaraðilar sem voru í burðarliðnum sem bætir ekki stöðuna.“ Önnur verkefni verða á dagskrá: tvö kvöld helguð Schubert eru fram undan, Malarastúlkan fagra og Vetrarferðin, í báðum tilvikum meira en venjulegir tónleikar. Og svo er Janis 27 sýnd fyrir fullu húsi einu sinni í viku. Ástardrykknum frestað LEIKLIST Stefán Baldursson óperustjóri sker niður. MYNDLIST Endurvinnsla Gylfa á Fjallamjólk eftir Kjarval. 17.00 Suðrænir tónar, blær að austan og gamli Bach Ögmundur Þór Jóhannesson heldur gítar- tónleika í Salnum, Hamraborg 6, Kópavogi. Sigrún og Ólöf Einarsdætur sýna gler- og textílverk í andyrinu á undan tónleikunum. Húsið opnar kl. 15.00. ➜ Ráðstefna Lífleikniráðstefna Menntavísindasvið HÍ og Siðfræðistofnun standa fyrir ráð- stefnu um lífsleikni í skólum fyrir kennara á öllum skólastigum og annað áhugafólk. Ráðstefnan fer fram í húsakynnum Menntasviðs í Stakkahlíð (áður Kennaraháskólinn), kl. 10.15-16.00. Aðgangur er ókeypis. ➜ Myndlist Vinnustofumyndir Elfar Guðni Þórðarson er með yfirlitssýningu á verkum sínum í Svarta-kletti, sýningarsal í Menningarverstöðinni, Stokkseyri. Sýningin er opin daglega frá 14.00-18.00. Glætan Haraldur Jónsson sýnir í SuðSuðVestri, Hafnargötu 22, Reykjanesbæ. Opið lau. og sun. 13.00-17.00. ➜ Blús Blús- og jazzhátíð Akraness stendur yfir í Bíóhöllinni, Vesturgötu 27, um helgina. 21.00 Blúskvöld Fram koma The Devil´s Train, Magnús, Ferlegheit, og Landsliðið. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Stundum er nútímadansinn erfiður áhorfs. Kona ráfar um gólfið og stynur reglulega í míkrafón. Maður vaknar ber á dýnu og stamar nokkra grófa brandara í míkrafón. Þriðji dansarinn fer í fjórgang gegnum ósamstillt ráp hinna tveggja þar sem ensk dægurlög eru túlkuð í söng og dansi í mismun- andi gervum. Þannig var nær klukkutíma nýr dans, Private dancer, sem frumsýndur var á stóra sviði Borgarleikhússins á fimmtudagskvöld. Hann var sýni- lega sprottinn úr spuna þar sem Margrét Sara gerði sitt, Sveinbjörg Þórhalls sitt og pilturinn föngulegi sitt. Og efnið var að sjálfsögðu sam- skiptaskortur mannsins. Það var út af fyrir sig gaman að sjá dansarana í þessu rými: sviðið opið fram í sal, rétt eins og Kjartan Ragnarsson hugsaði sér fyrir svið- setningu á lokaþætti Heimsljóss þar sem salurinn væri jökullinn. Hér var brunatjaldið notað með áhrifaríkum hætti, hljóðkerfið var gott og hljóðþátturinn spennandi. Eina manneskjan sem var áhuga- verð á sviðinu var Sveinbjörg, lík- ast til vegna þess að félagar hennar voru ekki áhugaverðir fyrir fimm- aur. Panik Productions kann vel að vera tríó eða dúó sem á sér bjarta framtíð í styrkjakerfinu og hugsan- lega einhverja framtíð á fundi við áhorfendur en á fimmtudag voru viðtökur með því daufasta sem maður hefur heyrt lengi – undrar mann ekki. Páll Baldvin Baldvinsson Panik á gólfi LEIKLIST Sveinbjörg Þórhallsdóttir bar af í tilraunasýningu Panik. LEIKLIST Private Dancer eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur, Jared Gradinger og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur Leikmynd og búningar: Una Stígs- dóttir, Malcolm James og Paul Todd Tónlist: David Kiers. Lýsing: Þórður Orri Pétursson og Reiner Eisenbraun Leikarar: Margrét Sara Guðjónsdóttir, Jared Gradinger og Sveinbjörg Þór- hallsdóttir ★ Lítilla sanda, lítilla sæva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.